Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1985, Blaðsíða 20

Heima er bezt - 01.07.1985, Blaðsíða 20
Athugagreinar 1 f Sögu frá Skagf. er dagsetning erfisdrykkjunnar 11. nóv. — Til eru a.m.k. þrjú handrit ræðu þeirrar sem sr. Halldór í Glaumbæ flutti við jarðsetningu beinanna. Aðeins í einu þeirra er dagsetningar getið, 11. nóv. 1846. Það handrit skrifaði Sighvatur Gr. Borgfirðingur 1886 eftir öðru litlu eldra m.h. Jóns Borgfirðings, sem aftur hafði fyrir sér „illt handrit". 2 Nákvæmara: 66 ár. 3 Skv. Sögu frá Skagf. fundust beinin 1844, i grasaleit, og hét sá Brynjólfur Brynjólfsson (yngsti) í Bjarnastaðahlíð sem gekk fram á þau fyrstur. Sumarið eftir á svo Einar umboðsmaður að hafa fengið Jóhannes á Sveinsstöðum til þess að sækja beinin suður á fjöll. Jóhannes var Jóns- son frá Balaskarði, þá bóndi á Sveinsstöðum í Tungusveit. 4 Þetta var „norðast á Grúfufellsmelum" stendur í Sögu frá Skagf. Grúfufellsmelar voru einnig nefndir Grúfumelar. Þau örnefni bæði eru horfin úr máli manna, en þessa mela telja flestir kunnugir vera „einhvers staðar á söndunum milli Rjúpnafells og Dúfunefsfells" segir í Árbók Fl 1971, bls. 112, og því harla langt í norður frá Beinahóli; muni Grúfufell vera hið sama og Dúfunefnsfell. Nokkur sauðkindarbein voru í dysinni, stendur ennfremur í Sögu frá Skagf. — „hlaðið var grjóti utan um og mest að sunnanverðu, en að norðanverðu var lítið grjót eður ekkert; var því þeim megin farið að blása upp, svo á beinin sást, en ofan yfir þeim var kastmöl og smágrjót". 5 Nikulás á við hin nánustu skyldmenni og telur hér bræður sína. Halldór bjó í Geldingaholti sem fyrr getur, Stefán bjó í Stóru-Gröf og Einar á Húsabakka þegar þetta var, móti Gísla Konráðssyni tengdaföður sínum. 6 Anna Magnúsdóttir, kona Jóns Bjamasonar í Eyhildarholti, var alsystir Nikulásar. 1 Sögu frá Skagf. er talinn fjöldi boðsmanna, en allt karlar. Þó svo nú rétt væri að Bjarni og Einar frá Reynistað hafi verið 14 ára og 12 ára (eða 11) þegar þeir dóu, og beinin sem Jóhannes gamli á Sveinsstöðum kom með til byggða bentu til tveggja manna á þeim aldri, þá er ekki þar með víst að hinar jarðnesku leifar hafi verið Staðarbræðra. Vel getur hugsazt að undir steinahrúgunni hafi hvílt bein allt annarra manna á sama reki, en frá eldri tíma og gangi engar sögur af þeim. Ef þetta voru réttilega bein bræðr- anna, verður að ætla að þau hafi verið færð úr upphafleg- um stað, svo fjarri sem þau fundust Beinahóli, eða með orðum Nikulásar Magnússonar „miklu nær“ — þ.e. norð- ar, nær Skagafirði — „en þeir urðu úti í Kjalhrauni“.9 Hitt er og sérkennilegt, að undir grjóthrúgunni skyldu finnast kindarbein! Allt ber að sama brunni og fyrr um hvarf Reynistaðarbræðra: óvissa og dul smýgur jafnharðan í slóð ,staðreyndanna‘. Þetta hnekkir þó ekki í sjálfu sér fullyrð- ingu Nikulásar Magnússonar um aldur þeirra 1780. Og vissulega bætist nýr dráttur í helfararsögu Staðarmanna, ef Bjarni var um sex árum yngri en haft hefur verið fyrir satt. 7 I Þjóðskjalasafni (Bps.) eru geymdar ársskýrslur presta og prófasta um fædda og fermda í Hólabiskupsdæmi 1743-1798, stundum þannig að nafna er getið. Þar fannst ekkert sem tæki af vafa um aldur Bjama Halldórssonar. Sama máli gegnir um færslu í minnisbók meistara Hálfdánar Einarssonar á Hólum (Lbs. 669, 8vo); hann getur dauða bræðranna, nefnir þá með nöfnum, en þar við situr. 8 Jón Steffensen prófessor hefur tjáð mér, aðspurður, að ekki verði ráðið af samskeytum í höfuðkúpu, hvort maður er fremur 14 ára en „um tvítugt", né heldur af tönnum, því endajaxlar (sem hér koma helzt til greina) vaxa í ýmsum ekki fyrr en eftir tvítugt og í öðrum aldrei, þannig að það segir ekki til um aldur höfuðkúpu, þótt endajaxla vanti. Eina glögga merkið við athugun beina væri það, hvort köstin eru gróin föst við löngu leggina eða ekki (sbr. kjúkur á sauðafótum; á dilkum eru þau laus, en gróin föst á eldra fé). Hafi köstin ekki verið fastgróin á beinun- um sem Jósep Skaftason athugaði, þá er líklegt að um menn nálægt 12-14 ára aldri geti verið að ræða. Á manni um tvítugt eru þau gróin föst. Og lýkur tilvitnun í Jón Steffensen. Nú er ekki víst, hve Jósep Skaftason var naskur að ákvarða aldur manna eftir beinum, en líffærafræði hefur hann kunnað, útlærður úr Hafnarháskóla. Hvað sem þeim lærdómi leið skiptir hér höfuðmáli, að Nikulás Magnússon hlýtur að fara með aldurshæð Reynistaðarbræðra samkvæmt ættarsögn, hann hefur tæpast búið hana til upp úr engu. Hjónin á Stað sannfærast um að beinin séu bræðranna, frænda þeirra Nggja,fyrst læknirinn telur þau vera úr 14 ára manni og öðrum 12 ára. 9 1 Árbók Fl 1971, bls. 112-13, er haft eftir Jóhanni P. Magnússyni frá Mælifellsá, að afi hans, Indriði Árnason, væri viðstaddur þegar bein Staðarbræðra voru sett í jörð og sagt svo frá í elli. að það hefði verið „sín skoðun og fleiri, sem þekktu til staðhátta, að þau gætu alls ekki verið af Reynistaðarbræðrum, svo langt sem þau fundust frá tjaldstað þeirra, þ.e. á norðanverðum Grúfumelum. En vitanlega vildi hvorki hann né aðrir fara að gera slíkar athugasemdir við þessa jarðsetningu". — Indriði var fimmtán vetra, þegar erfið var drukkið á Reynistað, og vafasamt að hann væri meðal boðsmanna, en kannski var hann samt við athöfnina fyrir einhverjar sakir. 1984. 244 Heima er bezl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.