Heima er bezt - 01.07.1985, Blaðsíða 14
Bessastaðir
Þegar íslendingar höfðu af styrjaldarástæðum tekið kon-
ungsvaldið í sínar hendur 10. apríl 1940 og ári síðar ákveðið
að kjósa ríkisstjóra til þess að fara með þetta vald, sem í bili
hafði verið falið ráðuneyti íslands, þá hófst umræða um,
hvar þjóðhöfðinginn skyldi hafa aðsetur. Var einkum rætt
um tvo staði: Bessastaði og Reykjavík. Nokkuð var rætt um
húsið Fríkirkjuveg 11 í Reykjavík sem þjóðhöfðingjabú-
stað. Að því er Bessastaði varðaði, þá þótti vel við eiga að
hið forna og sögufræga valdsmanna- og skólasetur yrði
fyrir valinu. Sá hængur var þó á, að jörðin var ekki í eigu
ríkisins heldur einstaklings. Sigurður Jónasson hafði keypt
Bessastaði árið 1940 af Björgúlfi Ólafssyni, lækni. Hafði
Sigurður þegar hafist handa um ýmsar framkvæmdir á
jörðinni, látið hlaða sjóvarnargarða, ræsa fram tuttugu
hektara lands og endurbæta fyrri framræslu á 15 hekturum.
Var Pálmi Einarsson, landnámsstjóri, sérfræðilegur ráðu-
nautur hans við þessar framkvæmdir. Talið var að land
Bessastaða væri þá rúmlega 169 hektarar, en tún um 85
dagslátturogheyfengurárið 1941 milli 1300 og 1500hestar.
Þá lagði Sigurður mikla áherslu á aukna garðrækt og voru
settar niður 25 tunnur af kartöflum auk þess sem sáð var til
margskonar grænmetis.
í þessum umræðum um aðsetursstað þjóðhöfðingjans,
spurðist Hermann Jónasson, þáverandi forsætisráðherra,
fyrir um það hjá Sigurði í bréfi 31. maí 1941, hvort hugs-
anlegt væri að fá Bessastaði keypta, ef Alþingi heimilaði
kaupin.
Sigurður svaraði með bréfi 13. júní 1941, sem rétt er að
birta hér í heild, ekki síst þar sem stundum hefur verið látið
að því liggja að ekki hafi í rauninni verið um gjöf að ræða
heldur sölu.
Bréfið hljóðar þannig:
„/ bréfi til mín, dags. 31. fm. spyrjið þér mig, hvort
ég vilji selja jörðina Bessastaði á Álftanesi sem bústað
handa vœntanlegum ríkisstjóra íslands ef Alþingi heim-
ili ríkisstjórninni að kaupa jörðina í því skyni.
Með því að A Iþingi hefur látið í Ijós þann vilja sinn,
að vœntanlegum ríkisst/óra sé valinn bústaður á Bessa-
stöðum, vil ég hér með gefa yður eftirfarandi svar:
Ég hafði ekki hugsað mér að selja Bessastaði fyrst
um sinn og þœr fyrirœtlanir sem ég hafði um hagnýt-
ingu jarðarinnar hnigu eigi í þá átt að selja jörðina alla
í einu lagi. En ég er sömu skoðunar og þeir menn, sem
telja Bessastaði, sökum legu staðarins og náttúrufeg-
urðar, vel fallna tilþess að vera bústaður œðsta valds-
manns íslenska ríkisins og vil því gefa ríkinu kost á að
fá jörðina til eignar í því skyni. Söluverð vil ég eigi
nefna vegna þess að ég geri ráð fyrir að mat mitt á jörð-
inni myndi þykja nokkuð hátt, einkum þar sem ríkið
vœri kaupandi.
Þessvegna býð égyður, fyrir hönd íslenska ríkisins,
að taka við /örðinni Bessastöðum, ásamt Lambhúsum
og Skansi og Vj hluta Breiðabólsstaðaeyrar, sem gjöf
með eftirtöldum skilyrðum:
1. Mér séu greiddar við afhendingu kr. 67.671,68
sem er sá kostnaður, sem ég hefi haft af endurbót-
238 Heima er bezl