Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1985, Blaðsíða 14

Heima er bezt - 01.07.1985, Blaðsíða 14
Bessastaðir Þegar íslendingar höfðu af styrjaldarástæðum tekið kon- ungsvaldið í sínar hendur 10. apríl 1940 og ári síðar ákveðið að kjósa ríkisstjóra til þess að fara með þetta vald, sem í bili hafði verið falið ráðuneyti íslands, þá hófst umræða um, hvar þjóðhöfðinginn skyldi hafa aðsetur. Var einkum rætt um tvo staði: Bessastaði og Reykjavík. Nokkuð var rætt um húsið Fríkirkjuveg 11 í Reykjavík sem þjóðhöfðingjabú- stað. Að því er Bessastaði varðaði, þá þótti vel við eiga að hið forna og sögufræga valdsmanna- og skólasetur yrði fyrir valinu. Sá hængur var þó á, að jörðin var ekki í eigu ríkisins heldur einstaklings. Sigurður Jónasson hafði keypt Bessastaði árið 1940 af Björgúlfi Ólafssyni, lækni. Hafði Sigurður þegar hafist handa um ýmsar framkvæmdir á jörðinni, látið hlaða sjóvarnargarða, ræsa fram tuttugu hektara lands og endurbæta fyrri framræslu á 15 hekturum. Var Pálmi Einarsson, landnámsstjóri, sérfræðilegur ráðu- nautur hans við þessar framkvæmdir. Talið var að land Bessastaða væri þá rúmlega 169 hektarar, en tún um 85 dagslátturogheyfengurárið 1941 milli 1300 og 1500hestar. Þá lagði Sigurður mikla áherslu á aukna garðrækt og voru settar niður 25 tunnur af kartöflum auk þess sem sáð var til margskonar grænmetis. í þessum umræðum um aðsetursstað þjóðhöfðingjans, spurðist Hermann Jónasson, þáverandi forsætisráðherra, fyrir um það hjá Sigurði í bréfi 31. maí 1941, hvort hugs- anlegt væri að fá Bessastaði keypta, ef Alþingi heimilaði kaupin. Sigurður svaraði með bréfi 13. júní 1941, sem rétt er að birta hér í heild, ekki síst þar sem stundum hefur verið látið að því liggja að ekki hafi í rauninni verið um gjöf að ræða heldur sölu. Bréfið hljóðar þannig: „/ bréfi til mín, dags. 31. fm. spyrjið þér mig, hvort ég vilji selja jörðina Bessastaði á Álftanesi sem bústað handa vœntanlegum ríkisstjóra íslands ef Alþingi heim- ili ríkisstjórninni að kaupa jörðina í því skyni. Með því að A Iþingi hefur látið í Ijós þann vilja sinn, að vœntanlegum ríkisst/óra sé valinn bústaður á Bessa- stöðum, vil ég hér með gefa yður eftirfarandi svar: Ég hafði ekki hugsað mér að selja Bessastaði fyrst um sinn og þœr fyrirœtlanir sem ég hafði um hagnýt- ingu jarðarinnar hnigu eigi í þá átt að selja jörðina alla í einu lagi. En ég er sömu skoðunar og þeir menn, sem telja Bessastaði, sökum legu staðarins og náttúrufeg- urðar, vel fallna tilþess að vera bústaður œðsta valds- manns íslenska ríkisins og vil því gefa ríkinu kost á að fá jörðina til eignar í því skyni. Söluverð vil ég eigi nefna vegna þess að ég geri ráð fyrir að mat mitt á jörð- inni myndi þykja nokkuð hátt, einkum þar sem ríkið vœri kaupandi. Þessvegna býð égyður, fyrir hönd íslenska ríkisins, að taka við /örðinni Bessastöðum, ásamt Lambhúsum og Skansi og Vj hluta Breiðabólsstaðaeyrar, sem gjöf með eftirtöldum skilyrðum: 1. Mér séu greiddar við afhendingu kr. 67.671,68 sem er sá kostnaður, sem ég hefi haft af endurbót- 238 Heima er bezl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.