Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1985, Blaðsíða 38

Heima er bezt - 01.07.1985, Blaðsíða 38
Margréti fannst stafa sérstaklega góðum áhrifum frá þessum álfum þarna við lækinn. Segir hún að sé mikið af þeim „þarnaí heiðinni“, , ,og finnst mér alltaf þegar gróðursett eru þar tré, að þá sé verið að hlynna að þessum dularverum. “ Auk þess sá Margrét ýmsar aðrar gerðir af smávöxnum álfum, sem ekki geta talizt til þessa flokks. Dvergar eru að flestra áliti líkir búálfum, og svipaðir að stærð eða heldur stærri, og oftast taldir skegglausir. Þeir búa í steinum er oft nefnast dvergasteinar, og líklega einnig í klettum. Þeir eru sérstaklega þekktir fyrir auðæfi sín í dýr- um málmum, og taldir listasmiðir. Reyndar fer ekki mörg- um sögum af dvergum hér á landi, þótt dvergasteinar séu allvíða, en í goðsögnum vorum og fornaldarsögum gegna þeir afar þýðingarmiklu hlutverki. (Sbr. einnig inngang greinarinnar). LOKAORÐ. Þótt búálfatrúin sé ung á íslandi, er hún engan veginn ómerkur þáttur í þjóðtrúarheimi okkar, og kæmi mér ekki á óvart þótt hún væri nú meðal þess almennasta og vinsæl- asta á þessu sviði menningarlífsins. Eins og löngum áður eru það samt konurnar, sem helzt verða varar við þessi fyr- irbæri, og taka þau alvarlega, enda eru þær mun meira bundnar heimilum en karlar. Þó á þetta kannske ekki síður við um börnin, því bæði eru þau að jafnaði dulskyggnari en fullorðið fólk, og hafa meiri hæfileika til ímyndunar og innsæis. Hefi ég heyrt nokkur dæmi þess að börn hafa talað, og jafnvel sýnzt leika sér, við einhverjar litlar dular- verur í húsum, og hafa jafnvel gefið þeim sérstök gælu- nöfn. Gætu það vel hafa verið búálfar. Þá hafa búálfarnir einnig verið vinsælt söguefni, hjá ýms- um barnabókahöfundum, og er skemmst að minnast bók- arinnar ,,Búálfarnir“, eftir Valdísi Óskarsdóttur, er út kom hjá Erni og Örlygi árið 1979. í slíkum bókum er þó að jafnaði lítið tillit tekið til dulrænnar reynslu eða þjóðtrúar- hefðar. Eins og að framan var getið, eru furðu fáar sögur til skráðar af búálfum hér á landi, og í þjóðsögum nánast engin. Það er því mikilvægt að menn haldi slíkri reynslu til haga, og skrifi hjá sér frásagnir sem þeir heyra um þetta efni. Vona ég að þetta greinarkorn verði til að vekja menn til umhugsunar um þessar góðviljuðu sambýlisverur okkar og hlutverk þeirra á heimilunum. (• Ivolen Helztu heimildir: Björn Blöndal: Sagnir ogsögur. Rvík 1980. Eiríkur Sigurðsson: Skyggna konan I. Rvík 1960. Hafsteinn Björnsson: Sögur úr safni Hafsteins miðils. Rvík 1972. Jónas Þorbergsson: Líf er að loknu þessu. Hafnarf. 1962. Leitið og þér munuð finna. Afmæliskveðjur til Hafsteins Björnssonar. Hafnarf. 1965. Gylfi Gröndal: Við Þórbergur. Margrét Jónsdóttir segir frá. Rvík 1984. Oddbjörg Sigfúsdóttir: Bréf. Sigfús Sigfússon: íslenzkar þjóðsögur og sagnir, 3. bindi Seyðisf. 1925. Briggs, K.M.: The English Fairies. Folklore, 68. árg. 1957. Folketru. Norsk Bondekultur. Folketro. Nordisk Kultur 19. bindi. 1935. Jan. 1985. Vonandi setjast nú einhverjir niður og skrifa frásagnir um búálfana af eigin reynslu eða annarra sem þeir þekkja. Allt slíkt efrii verður með þökkum þegið, eins stuttar at- hugasemdir sem lengri lýsingar eða grein- ar. HEB mun gjarnan taka slíkar frásagnir til birtingar ef menn vilja leyfa það, og öllu aðsendu efni verður haldið vel til haga. 262 Heima er bezt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.