Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1985, Blaðsíða 37

Heima er bezt - 01.07.1985, Blaðsíða 37
(Er þetta einkum furðulegt þegar hlutir hverfa utanhúss og finnast eftir langan tíma). Hluthvörf eru algeng fyrirbæri hér á landi, og til um þau fjöldi sagna, frá ýmsum tímum. Þau eru gjarnan kennd álf- um eða huldufólki, en í seinni tíð heyrist þó, að menn telja búálfana valda að þessu, enda er það líklegra þar sem hlutir hverfa innanhúss, enda í samræmi við erlenda reynslu. Kemur þetta fram í sögunum hér að framan (frá Akureyri og Reykjavík), en þar er þess einnig getið að búálfarnir séu hjálplegir við að finna týnda hluti. Svo er að skilja, að búálfar geri þetta til gamans, fremur en að þeir þurfi á þessum hlutum að halda, enda fer engum sögum af neins konar bústangi eða atvinnu þeirra, og ekki vita menn á hverju þeir lifa eða nærast. (Að því leyti eru þeir grundvallarlega ólíkir huldufólkinu). Allar sögurnar sýna búálfana sem góðgjarnar verur, þótt glettni og forvitni virðist einnig vera nokkuð ríkir þættir í fari þeirra. Lögð er áhersla á að þeir færi margt til betri veg- ar á heimilum, og séu hjálpsamir og greiðviknir þar sem samkomulag er gott og þeir telja sig vera velkomna, en allt eru þetta vel þekktir eiginleikar kynbræðra þeirra á Norð- urlöndum. (Árni Óla segir að búálfar eigi til að vera bæði hrekkjótt- ir og stríðnir, og stundum bregði þeir upp björtu ljósi þegar fólk situr í myrkrinu, til að spara ljósmeti, líklega til að minna á hver munur sé á birtunni hjá álfum og mönnum. (Huldufólk e. Árna Óla, bls. 95-96). BÚÁLFAR í GRANNLÖNDUNUM. Þess hefur þegar verið getið, að búálfar séu algengir á Norðurlöndum og hefur svo verið um langa tíð, löngu áður en sögur fara af þeim hér á landi. Þeir sem útskýra dular- verur eingöngu frá trúarlegu sjónarmiði, hljóta því að álykta, að búálfatrúin hafi borist hingað frá þessum löndum. í Noregi gengur búálfurinn undir ýmsum nöfnum, að því er virðist, og gegnir þar víða þýðingarmiklu hlutverki sem gæzluvera eða verndarvættur bús og húsa. Speglast það hlutverk í heitinu gardvord(en), sem er tíðum notað vest- anfjalls. í Sogni voru jafnvel reistar sérstakar byggingar fyrir hann, eða honum var ætluð sérstök kompa (gard- vordsloftet), þar sem hann hafði rúm sitt, sem aðrir heima- menn, og leyfði hann engum að nota það öðrum. Annars erekki alltaf ljóst hvers konar vætturgardvorden er. Norðanlands í Noregi var þessi vættur oft nefndur god- bonden, og orðið tufte eða tuftekall var notað í ýmsum hér- uðum. Sunnan- og austanfjalls var hins vegar nisse algeng- asta heitið á búálfinum, eins og í Danmörku. (Halda menn helzt að það sé dregið af mannsnafninu Nils sem aftur eigi rætur að rekja til Nikulásar, er var alkunn þjóðsögupers- óna um alla Evrópu). Sagt er að nissinn sé eins og lítill smástrákur, grár að lit og loðinn, með rauða topphúfu, og hafi aðeins fjóra fingur. Hann hélt mest til í hesthúsunum, hafði uppáhald á sumum hestum og reyndi jafnan að hygla þeim á einhvern hátt. Hann var hollur þeim húsráðendum sem kunnu að meta hann og gáfu honum mat eða aðrar gjafir, en hefndi sín stundum, ef honum fannst misgert við sig. (Nissinn var einnigískipum). I Svíþjóð var einnig fjöldi heita á þessu fyrirbæri. al- gengast mun hafa verið að kalla hann tomte, oft með ein- hverjum samsetningum (ss. tomtekarl, tomtegubbe, tomte- bisse), en það mun vera sama orðið og tufte á norskunni, dregið af orðinu tomt (tuft) sem merkir lóð eða jarðarskiki og mun vera sama orðið og ísl tóft (tótt). Sýnir það einnig vel eðli þessarar veru, að hún var bundin bænum eða jörð- inni. í Suður-Svíþjóð var hins vegar oftast notað danska orðið nisse eða goanisse. Þá þekktist heitið gárdsrá um svipaða veru í sumum landshlutum, og var hún kvenkyns, líklega fremur af huldufólkstagi. í Englandi og Skotlandi er einnig til fjöldi nafnorða sem notuð eru um svipaðar verur og búálfana okkar, t.d. brownie (af brúnn?), banshee, boggart og silkie, en goblin var algengasta heitið um sams konar álfa úti í náttúrunni. Annars er erfiðara að átta sig á breskum þjóðtrúarverum, því þær eru mjög blandaðar keltneskri þjóðtrú. I Færeyjum er mér ekki kunnugt um sögur af búálfum, en þó er um svipaðar verur að ræða í sögunni „Vættirnar á Skála“ (Fœr.sagnir og ævintýr. Rvík. 1951, bls. 122- 123). Þar segir frá vættum (vettar) sem héldu til í sofnhúsi, og þegar það var rifið, báru þeir sig upp við húsmóðurina í draumi, um að húsið yrði endurbyggt, og vísuðu á rekavið til þess. Þetta fórst þó fyrir næstu árin og varð heimilisfólk- ið fyrir ýmsum skakkaföllum, sem kennd voru vættunum. Að lokum var sofnhúsið endurbyggt, og féll þá allt í ljúfa löð aftur. SKYLDIR ÁLFAR ÚTI í NÁTTÚRUNNI. í flestum Evrópulöndum eru til sagnir um dvergálfa af svip- uðu tagi og búálfa, sem Iifa að staðaldri úti í náttúrunni, einkum í skógum og á öðrum gróðurríkum stöðum, þar sem lítið er um mannaferðir. Hafa þeim nýlega verið gerð góð skil í bókinni „Leven en werken van de Kabouter“ eftir R. Poortvliet og W. Huygen, sem út kom nýlega í Hollandi og byggir m.a. á fornum heimildum um þessa álfa. (Bókin er einnig fáanleg á norðurlandamálum, og þar er nokkuð getið um búálfa). Einnig hér á landi hafa menn orðið varir við þessháttar náttúruálfa. Þannig segir Margrét frá Öxnafelli frá í bók- inni Skyggnakonan I. bindi, bls. 54: „Einu sinni sá ég nokkra álfa í lækjarhvammi, sem er milli Fífil- gerðisogLeifsstaða (í Eyjafirði). Égsá þá úr bíl, er ég var áferð upp með gilinu. Bað ég bílstjórann að aka hægt, svo ég gæti not- ið þessarar sýnar sem lengst. Bláklæddir voru þeir, með topp- húfu, og á að gizka 30 sm á hæð. Þeir voru fjörugir og dreifðu sér. Andlitin voru stórskorin og ellileg. En þeir voru hýrir á svip. Þeir virtust vera að skoða sig um þarna í kjarrinu.“ Heimaerbezt 261
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.