Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1985, Blaðsíða 33

Heima er bezt - 01.07.1985, Blaðsíða 33
hann fullyrti að hundurinn hefi stein- drepist. Ekki var við neinn að sakast um það, sem orðið var, en það var mér ljóst, að ekki yrði ég talinn „hund- heppinn“. Þegar ég kom heim, var Díli það fyrsta, sem mætti mér á hlaðinu. Hann hlífði að vísu vinstri framfæti og var ofurlítið hæglátari en venja hans var, þegar hann heilsaði mér. Furðu fljótt jafnaði hann sig eftir þetta áfall og ótrúlega litla áverka hafði hann fengið, en augljóslega hefur hann steinrotast. Á þessum árum var fé allmikið haldið að beit að vetrinum. Hér hagar svo til, að í fjallshlíðinni, þar sem fénu var beitt, er allmikið af lækjum, sem éta upp af sér og myndast þá snjóloft, þegar líður að vori. Oft féllu kindur ofan í þessa læki, þegar þynnkaði á þeim og varð stundum að þeim mikil leit. Fljótt kom í ljós að Díli var fundvís á þá staði, sem kindur höfðu farið niður í. Og svo fór að lokum, að vantaði kind þurfti ég ekki annað en að segja við hann að nú yrðum við að leita. Rann hann þá á undan mér og tók jafnvel stefnuna alla leið að heiman beint að gatinu, sem kindin hafði fallið niður um og vék ekki frá því fyrr en ég hafði fundið hana og komið henni upp úr. Þá held ég að honum hafi fundist hann verðskulda klapp, sem hann að sjálfsögðu fékk. Það voru ótrúlega mörg spor, sem þessi sérgáfa Díla sparaði okkur. Aðfaranótt 29. september 1968, gekk hér í norðan áhlaup með mikilli fannkomu. Hafði ég þá all margt af lömbum, sem biðu slátrunar á túni all langt frá bænum. Þannig hagaði til þar sem lömbin voru, að þar í túninu var lægð, sem nokkurt skjól var í. Þegar við brutumst á staðinn með fyrstu skímu morguninn eftir, var að- koman ófögur. Lömbin höfðu hópast niður í lægðina og látið þar skefla yfir sig. Það stóðu hér og þar horn eða hausar upp úr snjónum. Þegar það sem að einhverju stóð upp úr, hafði verið dregið úr fönninni, vantaði enn allmörg lömb. Fórum við þá að leita í fönninni með stöng. Tók ég þá eftir því, að Díli var farinn að grafa sig niður í snjóinn. Fórum við þá að moka, þar sem hann hafði grafið og komum þegar niður á lamb. Þannig hélt þetta áfram að Díli benti okkur á hvar við skyldum leita og það brást ekki að við komum niður á lamb. Mig minnir að það væru 9 lömb, sem við fundum á þennan hátt, eftir tilvísun hans. Öll voru þau lifandi og bærilega á sig komin. Þegar hér var komið hætti Díli að leita. Ekki þorði ég að treysta því að hann hefði vísað á allt sem fennt hefði, þar sem ég mundi ekki fyrir víst tölu lambanna, sem þarna áttu að vera og héldum við því áfram leitinni, en án árangurs. Þegar snjóa leysti næsta vor, kom i ljós að ástæðulaust hafði verið að efast um fundvísi Díla, því ekkert hræ kom þar undan fönninni. Við hjónin fórum að sumri til í viku ferðalag og var hundurinn þá falinn nágrönnunum til umönnunar. Þá var hann orðinn háaldraður og farinn að láta á sjá. Dagana áður en við lögðum af stað, hafði Díli verið venju fremur niðurdreginn og lystarlaus. Þegar við komum heim úr ferðalaginu var okk- ur sagt, að Díli hefði horfið skömmu eftir að við fórum að heiman og ekki fundist, þrátt fyrir mikla leit. Jafnvel voru uppi getgátur um það, að hann hefði farið að leita okkar. En stuttu eftir heimkomuna fann ég hann, þar sem hann lá i grunnum skurði og vatnslitlum. Einhver hafði á orði, að hugsanlega hefði hann bundið þarna endi á æfi sína í þunglyndis- eða saknaðarkasti, þó hitt sé líklegra að hið náttúrulega skapadægur hans hafi borið að þarna niðri í skurðinum. Á hvern hátt, sem dauðann hefur borið að, varð því ekki breytt að æfi hans var öll. Héðan í frá mundi hann aldrei leiðbeina leitandi mönnum. Mér verður hugsað til þess hve frá- leitt er að bera sér í munn stuninguna: Skynlaus skepna. Ekki þarf að um- gangast húsdýr mikið, til þess að fá örugga sönnun fyrir því, að þau hugsa og álykta, engu síður en við og álykt- un þeirra og skynjun tekur oft og tíð- um langt fram því, sem við höfum til að bera og teljum okkur til ágætis. Díli í faðmlögum við Rúnar, en þessi hundur varð snemma bœði leikfélagi og hjálparhella barnanna. Hann lenti meir i œvintýrum en aðrir hundar sem við höfum átt. Dili var líka með eindœmum góður leitarhundur. 29. sept. '68 fann hann 9 lömb sem fennt hafði í kaf. Heima er bezt 257
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.