Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1985, Blaðsíða 18

Heima er bezt - 01.07.1985, Blaðsíða 18
HANNES PÉTURSSON Aldur Reynistaðarbræðra Hannes Pétursson skáld hefur tekið eftir einkennilegu ósamræmi í upplýs- ingum um aldur Reynistaðarbræðra. Nú eru 205 ár síðan þeir urðu úti á Kjalvegi, en eins og höfundurinn orðar það í grein sinni með þessum nýju athugunum: ,,Allt ber að sama brunni ogfyrr um hvarf Reynistaðarbrœðra: óvissa og dul smýgur jafnharðan í slóð ,staðreynd- anna‘... “ 1 Miðsumars 1976 fór ég á snærum Ferðafélags íslands, ásamt konu minni og syni, til Hveravalla í fyrsta sinn. Ekki vonum fyrr, en oft hafði ég dvalizt þar í huganum. Við áttum á öræfunum tvo heilsusamlega daga. Meðal annars var gengið um Þjófadali — í stríðri rigningu. Veður var lengst af vætudrungað, og varð aldrei svo fjallabjart að Hrútafell hristi af sér gráa loðkápu. Þykir mikils í vant þar efra, þegar sú tignarborg hylst regnmökkva eða skýja- gráma. Því var kveðið í ferðarlok: Kom ég þar sem heitir á Hveravöllum. Þá gengu veður þykk á fjöllum — Hrútafell hið mikla bak við mósku og regn, þó blikaði stundum björt hjarnfönn í gegn. Á heimleið suður af gekk hópurinn mestallur að Beina- hóli hinum fræga í Kjalhrauni, þar sem Staðarbræður, Bjarni og Einar Halldórssynir, Vídalín, og tveir menn aðrir létu lífið árið 1780, eins og víðkunnugt er. Það rigndi, en stillilega, þegar við skrefuðum nýlega slóð dugnaðarbíla út frá aðalveginum. Hraunið var mjög dökkt í vætunni; hvergi sauðsnöp, aðeins bruninn á báðar hliðar og Kjalfell sortalitað framundan á vinstri hönd. Beinahóll lætur engan ósnortinn sem þekkir sögu Reynistaðarbræðra. Og enn liggja þar á dreif, eins og fjallafarar vita, hrossabein og kinda, sum gengin á kaf niður í gljúpan mosa, þótt ærið mörg hafi á seinni áratug- um verið numin burt af ferðamönnum í minningarskyni. Fyrir allnokkru rakst ég á gleymda heimild sem varðar þá bræður. Hún er frá 1846 og kom mér í hug eins og fleira, þegar ég stóð á Beinahóli eitt hundrað og þrjátíu árum seinna og skoðaðist um. Mig langar að draga hana fram, enda þótt hún bregði ekki ljósi yfir hinzta viðskilnað bræðranna og þeirra sem með þeim voru í för, né ráðgátur líkamálsins svonefnda. 242 Heimaerbezt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.