Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1985, Side 8

Heima er bezt - 01.07.1985, Side 8
ÚTVARPSÞÆTTIR Mér hefur lengi ofboðið, hve saga íslenskra kvenna er lítt kunn. Hver ný kynslóð þeirra fær það á tilfinninguna að hún sé að taka við öllu á jafnsléttu, og þegar ljósmæðraritið var komið á frágangsstig leitaði það afar sterkt á mig að draga fram eitthvert úrtak úr ævi og starfi kvenna. Áður hafði ég unnið að gerð útvarpsþátta og lýsti mig nú reiðu- búna til að vinna verkefni af þessu tagi. Tilboði mínu var tekið af forráðamönnum Ríkisútvarpsins og haustið 1983 hóf ég vikulega hálftíma þætti um ævi og störf íslenskra kvenna. Fjallaði ég nær eingöngu um konur sem uppi voru á því bili að þær gætu hafa verið mæður, ömmur og lang- ömmur nútímafólks. Ég hélt þáttagerðinni áfram næstu tvo vetur, eða til vors 1985, urðu það 53 þættir þar sem ég sagði frá milli 70 og 80 konum. Fljótt kom í ljós að þetta út- varpsefni átti hljómgrunn hjá hlustendum, uppörvun og ábendingar komu víða að og stundum var líkast símatíma heima hjá mér eftir lok þáttar. Tímafrekast getur verið að finna heimildir um konurnar og hefur aðaluppspretta mín verið á Landsbókasafni í blöðum og tímaritum, en einnig ræddi ég við ættmenni kvennanna og fólk þeim kunnugt. Þessir þættir mínir um íslenskar konur eru ekki eiginleg sagnfræði, heldur kennileiti sem ég dreg fram til að benda á að þarna sé óskráð saga. Vegna eindreginna áskorana réðst ég í, ásamt nokkrum félögum mínum, að gefa fyrstu þætt- ina út fyrir jólin 1984. Nú er í fullum gangi undirbúningur annars bindis og ef það fær álíka viðtökur og hið fyrsta, er efni fyrir hendi í það þriðja. Margir virðast halda að fátt sé til frásagnar af konum og jafnvel að fáar dugmiklar og eftirtektarverðar konur hafi verið uppi, en reynslan er hins vegar sú, að konurnar eru hvarvetna sem eitthvað er að gerast og helst ævinlega að lyfta Grettistökum. Þegar ég hætti útvarpserindunum voru fleiri konur á lista hjá mér en þegar ég byrjaði. Það er ekki auðvelt að taka eina konu út úr, þegar meta skal hvenær mér hefur fundist ferill dreginn fram í dagsljósið sem að ósekju hafði fallið í gleymsku. Hins vegar hef ég alltaf verið heilluð af dr. Björgu Þorláksson, bæði lesið eftir hana og heyrt mjög um hana talað. Ævi hennar er stórkostleg, þótt nafn hennar hafi að ófyrirsynju að mestu legið í þagnar- gildi. Björg var sennilega fyrsta hámenntaða íslenska kon- an og afkastamikill vísindamaður. Hún varði doktorsrit- gerð sína í lífeðlisfræði við Sorbonne-Háskólann í París 17. júní 1926, fyrst Norðurlandabúa við þann fræga skóla og fyrsta íslenska konan sem náði þeirri menntagráðu. RAUÐSOKKAHREYFINGIN OG KVENRÉTTINDAFÉLAGIÐ Hvort sem það er meðvitað eða ekki, þá hef ég skipt ævi minni upp í tímabil og tel raunar að fólk ætti að stefna að því ef kostur er. Það veitir endurnýjun, áhersluatriði ,,Úr ævi og starfi íslenskra kvenna 1“ kom lit 15. desember 1984 og var fyrsta eintakið afhent stjórn Kvenfélagasambands Islands en frá því kom eindregin áskorun um að gefa samnefnd útvarpser- indi Bjargar Einarsdóttur út á prenti. Við Hallveigarstaði út- gáfudaginn talið frá vinstri: höfundur, Stefanía María Péturs- dóttir, Sólveig Alda Pétursdóttir og María Pétursdóttir formaður KÍ. breytast og leiðir oft til kynna af nýju fólki, en fátt er eins gefandi og mannleg samskipti. Ég reyndi að taka mikinn tíma fyrir börn mín þegar þau þurftu á því að halda, það er ábyrgðarhluti að stofna til nýrra einstaklinga og barnið getur aldrei beðið, þess tími er nútíðin. En þegar börnin voru komin vel á veg fannst mér tímabært að sinna öðrum áhugamálum mínum og tók að gefa mig að félagsstörfum. Haustið 1972 kom í heimsókn til mín ung kona, Ragna Steinunn Eyjólfsdóttir frá Gillastöðum í Reykhólasveit. Þarna var hún að fara á fund hjá Rauðsokkahreyfingunni og bauð mér með. því á dagskrá var að Vilborg Sigurðar- dóttir læsi úr prófritgerð sinni um stöðu kvenna á fslandi, og aðdragandann að réttindaheimt þeirra. Mér fannst áhugavert sem þarna var á seyði, fór umsvifalaust í starfs- hóp sem verið var að stofna um svokallaða vitundarvakn- ingu, og áður en varði var ég komin á bólakaf í þessum efnum. Ný-feministabylgjan sem fór eins og logi yfir akur í Norðurálfu á sjöunda áratugnum kom upp á yfirborðið hér á landi 1. maí 1970, þegar nokkrar konur, í hópgöngu verkalýðsins þann dag, báru fyrir sér styttu af Lýsiströdu með áletruninni: „Manneskja en ekki markaðsvara“. í framhaldi af þessu tók svo Rauðsokkahreyfingin til starfa. í stórum dráttum var markmiðið að vekja konur til vitundar um stöðu sína í þjóðfélaginu; — réttindi sín og skyldur og þau tækifæri sem þær hefðu til að nýta sér þau; — hvernig þær gætu haft áhrif á mótun þess samfélags sem börn þeirra voru að vaxa inn í; — leita raunhæfra leiða til að brjóta á bak aftur launamisréttið sem konur bjuggu við og fleira af þessu tagi. 232 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.