Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1985, Blaðsíða 22

Heima er bezt - 01.07.1985, Blaðsíða 22
KRISTMUNDUR BJARNASON Ámi Reynistaðarmágur og matarstríð í Bessastaðaskóla Grein þessi birtist hér með sálminum ófeðraða um matarstríðið á Bessa- stöðum í upphafi 19. aldarinnar. Árni Jónsson var þá bryti við skólann og „stríðið“ trúlega hið fyrsta í röð fleiri slíkra átaka hérlendis. Árni varð síðar m.a. landfógeti Jörundar hundadagakóngs og fyrsti íslenski bœjar- fógetinn, þótt stutt stœði. Árni Jónsson hét maður, þekktastur undir viðurnefninu Reynistaðarmág- ur. Sú nafngift var svo til komin, að hann fékk fyrir konu Hólmfríði dóttur Reynistaðarhjóna, Halldórs Vídalíns klausturhaldara og konu hans, Ragn- heiðar Einarsdóttur. Hólmfríður var því alsystir „Reynistaðarbræðra“, Bjarna og Einars, sem úti urðu á Kili. Páll rektor Hjálmarsson á Hólum, kunnur lærdómsmaður, vildi fá Hólmfríðar, en Árni varð hlutskarp- ari, sem fyrr segir, og „kvað þá rector um hana kímni“, því að illt mun hon- um hafa þótt að bíða ósigur fyrir Áma, sem haldinn var oflátungur, og mun rektor hafa átt drjúgan þátt í viðurnefninu, sem hann bar til bana- dægurs og skyldi vera honum til háð- ungar. Það varð löngum saga til næst bæj- ar, er heimasætur „af góðu standi“ tóku niður fyrir sig. Ættarnöfnin gömlu þóttu gæðastimpill, gilti einu þótt farið væri að „slá í“ ættgöfgina; væri auður í búi, varð goðunum naumast steypt af stalli, hvað sem úr- kynjun leið. Árni Jónsson var ekki mikilla ætta, eins og gefið hefur verið í skyn. Hann ólst upp í Skálholti í skjóli móður- systur, konu brytans þar, og þaðan brautskráðist hann tvítugur að aldri, 1778. Gerðist hann eftir það skrifari sýslumanna um sinn, síðar Björns lögmanns Markússonar að Leirá og loks Thodals stiftamtmanns, og með honum fór hann til Kaupmanna- hafnar 1785 og varð ólaunaður skrif- ari C.U.D. Eggers ritara Landsnefnd- arinnar. Efalaust hefur Árna staðið til boða prestsembætti, en hann stefndi hærra; fátækt reyndist honum fjötur um fót. Hann var liðtækur til starfa og hag- sýnn á ýmsa lund, þótt Magnús dóm- stjóri Stephensen fyndi honum flest til foráttu, er gjörðar voru upp sakir Jör- undar hundadagakóngs. Árni kom upp aftur 1786, gerðist þá verzlunarmaður á Eyrarbakka, tók síðan að sér Grindavíkurhöndlun hina gömlu 1788-1789, keypti hana síðarnefnt ár og fékk borgarabréf. Um það leyti kvæntist hann Hólmfríði (1790). Nokkrir íslendingar reyndu fyrir sér um verzlun, eftir að hún var gefin frjáls, en oft tókst illa til. Þeir gátu ekki keppt við fjársterka, gam- algróna einokunarkaupmenn. Til þess skorti fé og frændastyrk. Árni Jónsson varð brátt gjaldþrota. Þá gerðist hann verzlunarstjóri Jacobæ- ushöndlunar í Keflavík, en var vikið frá því starfi laust fyrir aldamótin og átti í málaþræsum. Þegar skólinn var fluttur frá Reykjavík til Bessastaða, varð Árni ráðsmaður hans og bryti (1805-1808). Frá þeim árum er eftirfarandi bragur um „matarstríð" skólapilta, líklega hið fyrsta sinnar tegundar. Síðar urðu skærur út af mataræði nokkuð tíðar. Kunnast mun „matarstríðið" í Möðruvallaskóla 1881-1882. Síðari tíma sagnaritarar hafa gert mikið úr sök Árna í matarmálinu, fæðissalan til pilta hafi farizt honum „mjög illa“. Allt mun þetta ýkt; Árni fengið að gjalda þar afskipta sinna af Jörund- armálum, sem brátt verður vikið að. Geir biskup Vídalín, hispurslaus og hreinskiptinn maður, segir svo um fæðissölu Árna í bréfi, er hann ritaði í ágúst 1806: „Fór þar allt bærilega í fyrra, því hann var orðulegur og pilt- um sérílagi eftirlátur. Þó komu klag- anir um hráan graut og illa bakað brauð sem lítið varð úr.“ í bréfi ári síðar segir biskup: „Við Bessastaða- skóla fer allt vel að kalla, þó er þar minni subordination en ég hefði kos- ið, og ýmsar klaganir um illa soðinn graut m.m. hafa komið þaðan.“ Árni hætti brytastarfinu 1808 og var um sinn nokkuð á lausum hjara í Reykjavík, er Jörgen Jörgensen, Jör- undur hundadagakóngur kemur til sögunnar, hinn listfengi ævintýra- maður, sem stofnaði sjálfstætt ríki á íslandi 1809. Árni Jónsson gerðist Jörundi handgenginn, svo og tengda- sonur hans, Óli Sandholt. Árni varð landfógeti, héraðsdómari í Gull- bringusýslu og fyrsti íslenzki bæjar- fógetinn og væntanlega ekki sá sízti. Hann gegndi þeirri stöðu í Reykjavík og virðist hafa farizt vel úr hendi. Sú dýrð stóð þó stutt, sem alkunnugt er. Eftir að veldi Jörundar leið undir lok, hafði Árni ofan af fyrir sér með skriftum. Var ekki sparað að draga 246 Heimaerbezt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.