Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1985, Blaðsíða 30

Heima er bezt - 01.07.1985, Blaðsíða 30
wmm FLJÓTSDALUR Hengifoss í Fljótsdal. í Jökulsá i Fljótsdal er mikið fossa- val. Geta vart aðrar ár á landinu státað af meiru, enda fellur áin 600 m á aðeins 30 km. Neðstu fossarnir eru fyrir ofan byggð og þangað liggja engir vegir sem því nafni geta nefnst. Þess vegna fer litlum sögum af þessum fossum. Mér telst til að einir 15 fossar 3-30 m háir séu á 20 km kafla frá Kleif í Fljótsdal og upp að Eyja- bökkum, auk fjölmargra flúða og hávaða. Einungis 5 þessara fossa bera nafn, en hinir yrðu veglega nefndir ef þeir væru á fjölfarnari leiðum. Áin hefur og grafið sérvolduggljúfurátveim stöðum. Náttúr- an er öll hin fjölbreytilegasta af jurta- og dýralífi. Hægt er að fara á bíl inn Fljóts- dalsheiði og ganga þaðan niður dalinn en ekki verður komist um þetta svæði öðru- vísienfótgangandi. Fyrirhuguð Fljótsdalsvirkjun: Ein mesta fallhæð sem nýtanleg er á landinu, um 560 m. í öðrum ám í Fljotsdal eru alkunnir fossar. Nægir þar að nefna Hengifoss og Litlanesfoss í Hengifossá. Þætti hver sveit fullsæmd að þeim, en samt eru margir fossar ótaldir í Bessastaðaá, Laugará, Strútsá, Sturlá, Fellsá og Keldá. iPPuriíorsrafui t f \ HOLMALON^ \\ 18 GL, 61 l,5my.s. bbir^ \ ^AUHtNNSLVSUUNU----y J AÐRENN^LISSKURÐUR--1 STÖÐVÁRkÚS------, STÖÐVÁfmUS FRÁRENNSLÍS GÓNG AÐKOMUGONG Niður Þorgerðarstaðadal og Suður- dal rennur Keldá, sem nú er bergvatnsá að jafnaði. Áður fyrr var oftast talsverður jökullitur á henni á sumrin, en nú hefur jökullinn við upptök árinnar hopað, svo að sjaldan rennur úr honum í upptaka- kvíslarnar. Annars er Keldá hin mesta for- dæða og haustflóðin þar oft með hrapal- egum afleiðingum. Haustin 1979 og 1980 urðu flóðin meiri en oft áður og þá voru menn hætt komnir á veginum við brúna á Jökulsá, enda beljaði áin yfir báða brúarsporða. Svo hefur áin gengið á tún Þorgerðarstaða innst í Suðurdal Múla-megin, að þar var orðið vandbúið og jörðin nú nýlega farin íeyði. (Kynning á Fljotsdalsvirkjun, Raf- magnsveitur ríkisins 1980. — Hluti korts). 254 Heima er hezt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.