Heima er bezt - 01.02.1987, Blaðsíða 5
L_
I
Helgi Sæmundsson skáld á heima vestast í Vesturbænum.
Þessi síðustu orð minna mig á löngu liðna daga. þegar ungir
skólapiltar á stúdentagörðunum við Vatnsmýrina sungu á
minnilegum gleðistundum:
„Vestast í Vesturbænum
hvar vorsólin fegurst skín,
þar er eitt þakherbergi
og þar býr stúlkan min.
Létt er því lundin
lífið bjart og ailt er grín,
sól gyllir sundin,
ég syng um ást og vín.“
Við þetta ljúfa kvæði Sigurðar jarðfræðings Þórarins-
sonar sungum við félagar franska melodíu: — Aupres de
ma blonde. — Þetta voru bjartir dagar, þegar æskusólin
gyllti jafnvel sundin í svartasta skammdeginu og ég fékk
aukavinnu við Alþýðublaðið með náminu. Þar las ég próf-
arkir á meðan Guðni Guðmundsson síðar rektor þýddi
erlendar fréttir af fjarrita í lítilli kompu. Stundum fékk ég
að skjótast í hljóðlát fréttaviðtöl, þegar blaðamenn voru
ekki viðlátnir, eins og þegar Jón Þorleifsson opnaði mál-
verkasýningu í Blátúni. Það var dýrmæt reynslustund.
Þarna á blaðinu hafði Helgi Sæmundsson ráðið rikjum um
langt skeið, en var um þær mundir að flytjast yfir til þeirrar
virðulegu stofnunar, Menningarsjóðs. Þar gerðist hann
m.a. ritstjóri Andvara. Um árabil hafði hann einnig setið í
Menntamálaráði og gegnt þar formennsku um hríð.
Stundum sá ég hann á gangi í kringum Tjörnina, t.d. með
Halldór á Kirkjubóli, og þá var sagt að hinir meðlimirnir í
úthlutunarnefnd Iistamannalauna sætu og biðu úrskurðar
þeirra tvímenninga um það, hvaða skáld eða listmálarar
ættu að færast upp í efsta flokkinn. Helgi hafði nefnilega
fingur á mörgu og ritaði sífellt um bókmenntir, menning-
armál og stjórnmál í blöð og tímarit. Þá minnist ég þess, að
við séra Heimir Steinsson. núverandi þjóðgarsvörður, átt-
um sæti í svonefndri bókmenntakynningarnefnd Stúd-
entaráðs veturinn 1959-’60 og höfðumst mikið að af
óstýrilátum menningaráhuga auk þess sem við vorum sí-
syngjandi, þegar færi gafst. Þá kom út verðlaunaskáldsag-
an Virkisvetur eftir Björn Th. Björnsson. Efndum við fé-
lagar til kvöldvöku í setustofu Gamla garðs með kaffi og
kertaljósum þar sem Björn Th. las úr bók sinni með hríf-
andi seiðmagnan er hæfði rismiklu verki, en Helgi Sæ-
mundsson flutti erindi um bókina og fór á kostum án þess
að hafa skrifaðan staf fyrir framan sig, enda kvaddur til
með litlum fyrirvara. Hann lauk upp fyrir okkur ung-
mennum þeim leyndardómi, að fornt sögusvið og skáld-
legir atburðir við Breiðafjörð snertu hér ýmsan þjóðfélags-
vanda líðandi stundar, að skáldverkið hefði vekjandi hlut-
verki að gegna auk þess að vera heilsteypt og myndrænt
listaverk. Þetta var ógleymanlegt kvöld andríkis og nota-
„Sem barn
lifði ég í
lokuðum
heimi.“ —
legra geðhrifa. Auk margháttaðra starfa í þágu lista og
menningar hefur Helgi Sæmundsson jafnan verið hrókur
alls fagnaðar, hvar sem hann kemur; tilsvör hans oft fyndin
og fleyg. Skipaði hann sér m.a. í fræga sveit hagyrðinga,
sem Sveinn Ásgeirsson hagfræðingur hafði með sér í firna
vinsælum útvarpsþáttum, sem allir landsmenn, sem
heyrðu, fylgdust með af áhuga. Þar voru og Karl ísfeld,
Guðmundur Sigurðsson, Friðfinnur Ólafsson og jafnvel
Steinn Steinarr. Og orkar þá tvimælis að nota nafngiftina
hagyrðingur, a.m.k. um þá Karl og Stein og þegar betur er
að gáð einnig um Helga. Hann hafði þá að vísu ekki sent frá
sér nema eina ljóðabók og var langt um liðið. Bókina
nefndi hann Sól yfir sundum (æskuljóð) og kom hún út í
Reykjavík 1940, þegar skáldið stóð á tvítugu og lauk um
þær mundir prófi úr Samvinnuskólanum. Og þar orti hann
um sundin blá — :
„Við sundin blá ég sit um margar nætur,
er sólin hnígur björt í djúpsins gröf.
Þá get ég fundið frið og raunabætur,
er faðmar kyrrðin lönd og höf.“
II
Helgi var fæddur nærri sjónum, á Stokkseyri, þann 17. júlí
1920. Foreldrar hans voru hjónin Sæmundur Benediktsson
sjómaður og verkamaður og Ástríður Helgadóttir, og er
Helgi næst yngstur af níu börnum þeirra.
Maður skynjar þegar í æskuljóðum Helga, að hafið hefur
haft sterk áhrif á anda hans líkt og fleiri listamanna frá
Stokkseyri og Eyrarbakka. Sær er fyrsta orðið í fyrsta ljóði
bókarinnar og þar brotna öldur fjörusteinum á. Og í öðru
ljóðinu, sem er um heimabyggðina, ber aftanþeyrinn
hljóðleik yfir hafið. Þar ómar einnig brimgnýr, er hafið
knýr sterka strengi. Það varð og dánarreitur hraustra
sveina. sem skáldið þekkti. I þriðja ljóðinu siglir hann yfir
sundin sumarblá og endar á orðunum:
Heima er bezt 41