Heima er bezt


Heima er bezt - 01.02.1987, Qupperneq 10

Heima er bezt - 01.02.1987, Qupperneq 10
VI — Nú langar mig til að forvitnast um það, hvort von sé á nýrri ljóðabók frá þér. — — Ég er með handrit, sem kemur út í haust. Þá ljóðabók tel ég framhald af tveim síðustu bókunum, Tíund og Kertaljósinu granna. Ég hef reynt að koma mér niður á þau vinnubrögð, sem ég bryddi upp á þar. Annars legg ég ekki áherslu á feril milli bóka, heldur á hvert kvæði um sig. „ Vefurinn sífelldi“ verður heiti þessarar bókar. Það er tákn lífs og dauða. Og þarna er trúarlegur strengur þáttur í náttúrusymbolisma. Öll kvæðin eiga að vera táknræn. Stundum munu menn leggja rangt út af þeim, t.d. þjóðfé- lagslegum kvæðum. Ég ólst upp við Biblíulestur og það ræður oft vali yrkisefna. En ég hygg að ég hafi sömu af- stöðu til Biblíunnar og Mannkynssögunnar. Annars eru kvæðin mest um sjálfan mig og það er flókið mál. Skáld getur ekki ort nema um það, sem það þekkir og það verður að gæta þess að afmarka skoðun sína en flækja hana ekki í áróðri. Áróður á engan rétt á sér í kvæðum, jafnvel þótt hann sé listrænn. En skáldskapur á að spegla sálarlíf. — Það er farið að bregða birtu vestast i Vesturbænum og því er tími kominn til að kveðja að þessu sinni, þótt margt sé ósagt. Við rísum úr sætum og Helgi segir um leið: — Annars hef ég áhyggjur af einu. Já, mér er í huga eins konar byggðastefna í bókmenntum og listum. Grunar mig að hlutur dreifbýlis sé þar að rýrna. Því ætti að mæta með því, að gera listamönnum kleift að setjast að annars staðar en í Reykjavík. Það verður að mynda líflínu, til þess að það fáist út úr landinu, sem til stendur. Okkur hefur borið af leið. Hér fyrrum sátu listamenn víða og ríkið lét þá t.d. fá hægar stöður við bókasöfn. Þar má nefna Magnús Ás- geirsson í Hafnarfirði, Davíð Stefánsson á Akureyri og Guðmund Hagalín á ísafirði. Nú Sigvaldi Kaldalóns var suður á Reykjanesi, Gunnar Gunnarsson á Skriðuklaustri og Eyþór Stefánsson er ennþá á Sauðárkróki. Listamenn eru margir hverjir háðir átthögum sínum. Við munum viðhorf Davíðs Stefánssonar. Hann hefði orðið annað skáld hér fyrir sunnan. Væri ekki ráð að það skilyrði fylgi heiðurslaunum, að listamennirnir, sem þau fá, flytji aftur til átthaganna. Þannig myndi t.d. Jón úr Vör flytjast vestur á Patreksfjörð eða til ísafjarðar, Hannes Pátursson og Indriði G. Þorsteinsson norður á Sauðárkrók o.s.frv. Ég held að rétt sé að huga að þessu. — Og þegar við kveðjumst frammi á stigaskörinni hrannast órædd áhugaefni upp og gefa tilefni til annars fundar, annað hvort hér vestast í Vesturbænum eða norður við Eyjafjörð; kannski á Stokkseyri. 46 Heimaerbezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.