Heima er bezt


Heima er bezt - 01.02.1987, Page 21

Heima er bezt - 01.02.1987, Page 21
Fróðskaparsetrið, Náttúrugripasavhið, Jarðfrpðissavnið, Forn- minnissavnið, Fiskirannsóknarstovan, Heilsufróðilig Starvs- stova, Landsskjalasavnið. málfræði. En þessu til viðbótar væri hægt að gera grein fyrir störfum hinnar opinberu málnefndar, sem skipuð var árið 1985 og er hliðstæða hinnar íslensku málnefndar, sem þú þekkir. Ég á sæti í málnefndinni og geri mér grein fyrir, að hér vinnst ekki tími til að fjalla um mikilvægt hlutverk hennar og verkefni og áform. — — Ég samþykki það, enda er svo ótal margt, sem við gætum vikið hér að. En að lokum spyr ég Jóhan Hendrik um aðrar deildir við Fróðskaparsetrið. — Þar er bæði Náttúruvísindadeild og fyrsti hluti guð- fræðideildar. Þá eru haldin kennaranámskeið, almenn kvöldnámskeið og fyrirlestrar fyrir almenning. Auðvitað er hægt að skilgreina háskólastarf í Þórshöfn í löngu og ýtar- legu máli, en ég hygg að við verðum að láta hér staðar numið í dag að minnsta kosti. — Sögulok Það er liðið á daginn og ekki væsir um okkur hjá Jóhani Hendrik og Birnu. Kvöldverður er framreiddur og að honum loknum bíður okkar góð skemmtun á flötinni ofan við reykstofuna fornu í Kirkjubæ. Þar ætlar dansflokkur frá Sogni í Noregi að stíga þjóðdansa við margbreytilegt spil fiðlunga. Frá þeirri góðu og rómantísku skemmtun verður ekki greint hér, né bráðskemmtilegu ferðalagi norður um Straumey næsta dag, þar sem við hittum m.a. Jakobínu Poulsen lækni, áttræða heiðurskonu, sem var við nám við Háskóla íslands um svipað leyti og við Jóhan fyrir meira en aldarfjórðungi. Hún býr í 130 ára gömlu húsi í Saksun nyrst á eyjunni með tveimur ærslafullum hundum og þýðir kristilegar bókmenntir. En vera má að síðar gefist tækifæri til þess að rifja upp þá ferðasögu og jafnframt að greina nánar frá þróunarsögu færeyskrar tungu. En þess er rétt að geta að vinur okkar, Jóhan Hendrik Poulsen, var útnefndur prófessor við Fróðskaparsetrið í byrjun desem- ber s.l. — Bolli Gústavsson. Athugasemd við tvœr vísur í nóvemberhefti Heima er bezt 1986 er ágætt viðtal Bolla Gústavssonar, sóknarprests í Laufási, við Hermann Þor- steinsson, framkv.stjóra og formann bygginganefndar Hallgrímskirkju í Reykjavík. Þar eru prentaðar tvær vísur, sagðar vera eftir ömmu Hermanns, Guðrúnu Þorsteins- dóttur. Vísur þessar eru ekki rétt með farnar. í viðtalinu kom fram að Guðrún hafi verið vel hagmælt. Það er rétt, en Ágúst var það líka eins og sjá má af síðari vísunni, sem er eftir hann og kveðin til dóttur þeirra Svöfu. Þau Guðrún og Ágúst, sem hét fullu nafni Guðjón Ágúst, slitu samvistir og fóru börn þeirra í fóstur til náinna skyldmenna, flest eða öll að ég hygg. Svafa fór í fóstur til móðursystur sinnar, Rósu í Öxnafelli. Svafa giftist Stefáni Benjamínssyni og bjuggu þau á Stekkjarflötum í Saurbæjarhreppi en fluttust til Ak- ureyrar. Sonur þeirra er Þorsteinn Stefánsson, fyrrverandi bæjarritari á Akureyri. Fyrri vísan er eftir Guðrúnu og er kveðin til Þorsteins, sem þá var í fóstri, e.t.v. á Sigríðarstöðum í Ljósavatns- skarði, en þar bjó þá önnur móðursystir þessara systkina, Elísabet, kona Skúla Kristjánssonar bónda þar: Besti sveinn með blíða kinn bauga- einn hjá lindum. Elsku Steinninn er það minn ennþá hreinn af syndum. Síðari vísan er eftir Ágúst og er kveðin til dótturinnar Svöfu, sem þá mun vera komin í Öxnafell. Vísan lýsir því fremur raunum föðurins en telpunnar, sem mun hafa átt þar gott atlæti. En rétt er vísan svona: Munalandið mæðu snert má ei vanda ljóðin. Kysst í anda sæl þú sért silkibandaslóðin. Og nánar um ættfræði. Guðrún föðuramma okkar Her- manns var fædd í Melgerði í Saurbæjarhreppi 30. ágúst 1844, dáin 9. maí 1897, Þorsteinsdóttir bónda þar, f. 1807, dáinn 11. apríl 1873, Sæmundssonar, Jónssonar. En föður- afi okkar, Guðjón Ágúst, var bóndi að Torfufelli í Saur- bæjarhreppi, f. 3. ágúst 1851, dáinn 17. janúar 1924, Jón- assonar bónda að Þórustöðum í Kaupangssveit og síðar á Breiðabóli, f. 11. maí 1788, dáinn 23. sept. 1854, Þorleifs- sonar bónda á Silastöðum í Glæsibæjarhreppi, f. 1751, dáinn 15. janúar 1805, Arnfinnssonar, Jónssonar. Með þökk fyrir birtinguna. Kópavogi, 17. febrúar 1987 Þorkell Skúlason. Heima er bezt 57

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.