Heima er bezt - 01.05.1990, Síða 4
Séra Gunnar Bjömsson í Holti
A meðan
þú getur
haldið þeim í
góðu skapi, þá
er alltaf von
- Viðtal við Hjört Hjálmarsson,
fyrrum skólastjóra,
heiðursborgara Flateyrar
"yn«n, !kÓ^'“
Ætt og uppruni
Ég fæddist 28. júní 1905 á Þorljótsstöðum, fremsta bæn-
um í Vesturdal í Skagafirði. Sagt var, að þaðan væri tveggja
daga lestarferð út á Sauðárkrók, en tólf tíma gangur fram
að Hofsjökli.
Foreldrar mínir voru hjónin Hjálmar Þorláksson og
Kristín Þorsteinsdóttir. Þau gengu í hjónaband árið 1898,
en slitu samvistir, þegar ég var ársgamall. Pabbi og
mamma náðu bæði að verða áttræð. Hann dó hjá sonum
sínum í Villingadal í Eyjafirði. En mamma, sem hafði fylgt
mér lengst framan af, var síðast hjá Steinunni, systur minni
á Reykhólum á Barðaströnd.
Við vorum þrjú, alsystkinin. Elst er Steinunn, sem enn
lifir. Hún átti fyrr Þórarin Árnason frá Miðhúsum í Reyk-
hólasveit, en síðar Tómas Sigurgeirsson frá Stafni í
Reykjadal. Þau Steinunn og Þórarinn bjuggu um skeið á
Hólum i Hjaltadal, þar sem Þórarinn hafði skólabúið á
leigu. Steinunn og Tómas bjuggu á Miðhúsum og síðar á
Reykhólum. Næstelst var Snjólaug ljósmóðir. Hún fékk
tæringu og dó á Vífilsstöðum, aðeins þrítug að aldri. Hún
hafði þá starfað lengi á Austurlandi og meðal annars tekið
á móti Gerði Helgadóttur, listakonu. Mikið vinfengi var
með foreldrum Gerðar og Snjólaugu Hjálmarsdóttur. Þess
vegna hefði ég leitað til Gerðar, þegar steindu gluggarnir
tveir voru búnir til í kirkjuna á Reykhólum til minningar
um móður mína og Snjólaugu, ef mér hefði dottið sú
framkvæmd í hug fyrr. En það varð útslagið, að Leifur
Breiðfjörð var fenginn til þess að vinna verkið. Þá var
Gerður látin.
Á Skíðastöðum í Laxárdal bjó Hjörtur Hjálmarsson,
afabróðir minn. Þegar hann fregnaði giftingu foreldra
minna, gerði hann sér ferð fram að Þorljótsstöðum til þess
að panta hjá þeim nafn, ef þau skyldu eignast son.
Pabbi var góður miðlungsmaður á hæð, drjúgur til verka
og raunar röskleikamaður. Við erum nokkuð líkir í útliti, en
síðustu árin var hann kominn með gríðarstórt alskegg.
Mamma var tæplega meðalkvenmaður á hæð, ákaflega
kvik og rösk. Hún var feiknadugleg. En hún var ansi stór-
lynd og mikil geðbrigðamanneskja. Ég hygg, að foreldrum
mínum hafi oft sinnast út af því að henni hafi þótt pabbi
fullrólegur. Það var svo mikill hugur í mömmu. Ég hefi
sennilega talsvert meira af skaplyndi pabba. Hálfbræður
mínir í Villingadal hafa verið miklir dugnaðarmenn og
komið sér upp myndarbúi þar.
Eftir skilnaðinn flutti faðir minn norður í Eyjafjörð og
varð fyrst ráðsmaður hjá Birni Líndal á Kaðalstöðum í
Fjörðum, en bjó síðar eigin búi, fyrst á Hólsgerði í Eyjafirði
148 Heima er bezt