Heima er bezt


Heima er bezt - 01.05.1990, Síða 22

Heima er bezt - 01.05.1990, Síða 22
Tryggvi Þórhallsson. Verður ekki frekar farið út í þá sálma í þessum inngangi, en óneitanlega dró þetta til nokkurs stundarsamkomulags milli Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins. Þá gripu menn, eins og vant var, til þjóðaríþróttarinnar. Bjarni Ás- geirsson á Reykjum (þm. Mýr.) á að hafa kveðið: Óvarlegur ástarblossi oftast hefur bruna í för. Áblástur af íhalds kossi er á Kaupa-Héðins vör. Er hér sneitt að Héðni Valdimarssyni, öðrum aðalleið- toga Alþýðuflokksins. Jafnframt þingrofinu var ákveðið að skjóta málinu undir dóm þjóðarinnar í þingkosningum 12. júní, þ.e. í öllum hinum sérstöku kjördæmum landsins, en þingrof náði ekki til landskjörinna þingmanna, og var kjörtímabil þeirra 8 ár. Vitað var að ætlun Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokksins hafði verið að breyta kjördæmaskipuninni í áttina til þess sem nú er og jafna svo kosningarétt manna sem mjög var misjafn eftir búsetu, sem best sást eftir kosningarnar. Úti um land var mörgum ofarlega í huga við kosning- amar að gömlu kjördæmin (sýslurnar) yrðu ekki afnumin. Þingmenn voru um þessar mundir 42 alls, 6 landskjörnir (í tvennu lagi) og 36 kjörnir í sérstökum kjördæmum, einu fjögurra manna, 6 tvímennings- og 20 einmenningskjör- dæmum. Framsóknarflokkurinn vann mikinn sigur í dreifbýlinu 1931. Hann fékk alls 21 þingmann út á 13.844 atkv. (35.9%), Sjálfstæðisflokkurinn fékk 12 þingmenn út á 16.891 atkv. (43.8%) og Alþýðuflokkurinn 3 þingmenn á 6.197 atkv. (16.1%). Kommúnistaflokkurinn fékk 3% atkvæða og eng- an þingmann. Fyrir voru á alþingi (landskjörnir 1926 og 1930), þrir Sjálfstæðismenn, tveir Framsóknarmenn og einn Alþýðu- flokksmaður. Framsóknarflokkurinn hafði sem sagt fengið hreinan meiri hluta á þinginu, 23 alls, Sjálfstæðismenn voru 15 og 4 Alþýðuflokksmenn. En galli var á gjöf Njarðar eins og fyrri daginn. Sam- kvæmt stjórnarskránni áttu allir landskjörnu þingmenn- irnir sæti í efri deild, en ekki nema 8 af hinum kjördæma- kjörnu, kosnir þangað hlutfallskosningu af sameinuðu þingi. Skipan efri deildar varð því: 7 Framsóknarmenn, 6 Sjálfstæðismenn og 1 Alþýðuflokksmaður. Hér höfðu sem sé Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn stöðvunar- vald, ef þeir stóðu saman. Eftir hinn mikla kosningasigur flokks síns endurskipu- lagði Tryggvi Þórhallsson ráðuneyti sitt. Frá 20. ágúst var stjórnin skipuð honum sjálfum, forsætis- og atvinnumála- ráðherra, Jónasi Jónssyni dóms- og menntamálaráðherra, og Ásgeiri Ásgeirssyni, sem nú varð ráðherra fyrsta sinn, fjármálaráðherra. Brátt kom í ljós að stjórnin kom ekki nauðsynlegum málum gegnum efri deild, ef engin fyrirheit fengjust um lausn kjördæmamálsins, og það þóttust nú sumir leiðtogar Framsóknarflokksins vilja reyna. Ríkisstjórnin taldi sig í vonlausri stöðu, og Tryggvi Þórhallsson baðst lausnar 28. Héðinn Valdimarsson. 166 Heimaerbezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.