Heima er bezt


Heima er bezt - 01.05.1990, Side 23

Heima er bezt - 01.05.1990, Side 23
Asgeir Asgeirsson. Magnús Guðmundsson Þorsteinn Briem. maí 1932. Síðan var mynduð stjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, því að svo helst var talin von um samkomulag í kjördæmamálinu og öðru sem gæti orðið til einhverrar úrlausnar á sárasta vanda ríkissjóðs í kreppunni. Samstjórnin var mynduð 3. júní og naut stuðnings þing- flokks Sjálfstæðisflokksins alls og mikils meiri hluta þing- flokks Framsóknarmanna og hafði því ærinn þingstyrk. Ásgeir Ásgeirsson varð forsætisráðherra, en annar ráðherra Framsóknarflokksins var sóttur út fyrir þingflokkinn, guð- fræðingur eins og forsætisráðherrann, sr. Þorsteinn Briem. Um hann sagði íslendingur á Akureyri í ritstjórnargrein að hann ætti til góðra að telja á stjórnmálasviðinu. Má það til sanns vegar færa. Faðir hans var Ólafur Briem, lengi þingmaður Framsóknarflokksins og forystumaður í SÍS, en sjálfur var Þorsteinn námægður sumum máttarstólpum Sjálfstæðisflokksins. Líklega hefur hann átt að vera ein- hvers konar tengiliður flokkanna sem stjórnina mynduðu. Ásgeir Ásgeirsson var almennt talinn maður friðar og sátta, og voru Sjálfstæðismenn ekki ósáttir við ráðherraval Framsóknarmanna. Sjálfstæðismenn fengu einn ráðherra í samstjórninni og völdu til þeirrar vegsemdar, að verða fyrsti ráðherra flokksins, Magnús Guðmundsson lögfræðing, þingmann Skagfirðinga. Fyrir daga flokksins hafði hann tvisvar verið ráðherra. Ýmsum Framsóknarmönnum misþóknaðist mjög val Magnúsar, enda höfðu blöð þeirra oft gagnrýnt hann harðlega og létu ekki af gagnrýninni eftir myndun stjórnarinnar. Þingmenn Alþýðuflokksins fluttu vantrauststillögu á ríkisstjórnina, en hún var felld með 30:4 atkvæðum. Jónas Jónsson og Steingrímur Steinþórsson greiddu ekki atkvæði gegn vantraustinu, og Steingrimur tók sérstaklega fram að hann veitti Magnúsi Guðmundssyni (samþingismanni sín- um í Skagafirði) hvorki hlutleysi né stuðning. Tveir aðrir þingmenn Framsóknarflokksins, Jónas Þorbergsson og Björn Kristjánsson, greiddu atkvæði gegn vantraustinu með þeim fyrirvara að þeir styddu Magnús ekki. Hin mikla andstaða Framsóknarmanna gegn Magnúsi Guðmundssyni má þykja kynleg. Hann var meðal stjórn- lyndari þingmanna Sjálfstæðisflokksins, lét sér annt um landbúnað, og var ekkert hafdjúp á milli skoðana hans og ýmissa Framsóknarmanna í sumum mikilvægum málum. Mörgum þótti skrýtið og var erfitt að átta sig á því, er höfuðandstæðingar um mörg ár höfðu skyndilega myndað stjórn saman, fyrirbrigðið var þá alltaf nefnt samsteypu- stjórn. Voru naumast fordæmi fyrir slíku hérlendis, ef frá er talin „stríðsstjórn" Jóns Magnússonar 1917, þriggja flokka, og er ekki að öllu sambærileg. í stærstu dráttum var sæmi- legur friður um stjórn Ásgeirs Ásgeirssonar framan af, en þó gerðust atburðir sem nú þættu nokkurt efni til sam- starfsslita. Á sumt af því verður brátt minnst. Ásgeir Ásgeirsson forsætisráðherra skrifaði grein í flokksblað sitt Tímann 20. ágúst 1932, og heitir Friður. Nafngiftin segir sitt, og í greininni er þessi kafli: „En meðan samstarf í samsteypustjórn helst, er þeim, sem að henni standa, skylt að sýna henni velvilja, en ekki óvild. Þar með á eg ekki við að allar aðfinnslur falli niður, heldur hitt að ekki sé leitað að möguleikunum til árása. Blöðum stuðningsflokkanna er skylt, samkvæmt þessari ákvörðun, sem búið er að taka af þingflokkunum, að sýna alla sanngirni, vanda aðfinnslurnar og sleppa öllum tylli- sökum. Það er hið rétta hugarfar og þjóðinni engin hætta af því búin. En hættulegt kann það að vera fyrir illindin í landinu.“ Þetta voru orð forsætisráðherra, og ritstjóri Tímans, Gísli Guðmundsson, mótmælir þeim ekki í sama blaði og greinin er birt, en möglar þó. Jónas Jónsson, fráfarinn ráðherra, mótmælir henni óbeint í næsta blaði með bull- andi skammagrein um Sjálfstæðismenn. í ritstjórnargrein í Morgunblaðinu 29. nóvember er ýtarlega fjallað um þetta nýja stjórnarsamstarf, mælt með því og sagt: „Auðvitað styður það stjórnina geysilega að langstærsti flokkur landsins, Sjálfstæðisflokkurinn, styður hana með Heima er bezt 167

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.