Heima er bezt


Heima er bezt - 01.05.1990, Qupperneq 26

Heima er bezt - 01.05.1990, Qupperneq 26
Jafnframt komu menn sér saman um þær réttarbætur, að lágmarksaldur kosningaréttar og kjörgengis varð nú 21 ár í stað 25, og síðustu leifar þess, að tengja kosningarétt við efnahag, voru afnumdar. Samkvæmt hinni nýju skipan átti þingmönnum þá að fjölga um 7, úr 42 í 49. Þeir yrðu nú kosnir allir í einu og engir þeirra sjálfkjörnir til efri deildar. Hlutfallskosningar skyldu hvergi vera nema í Reykjavík. Sum kjördæmin voru ærið fámenn, svo sem Seyðisfjörður og Austur-Skaftafells- sýsla. Þetta var auðvitað stjórnarskrárbreyting og þurfti að kjósa fyrst eftir eftir gamla laginu til þess að nýtt alþingi staðfesti stjórnarskrárbreytinguna og þjóðinni gæfist þá kostur á að breyta skipun alþingis, áður en lengra væri haldið. Síðustu kosningarnar eftir hinu gamla lagi fóru fram 16. júlí 1933. * Mál málanna í þessum kosningum að mati Sjálfstæðis- manna var kjördæmamálið, stjórnarskrárbreytingin, sem áður var lýst. Jón Þorláksson, formaður flokksins, sagði í útvarpsræðu: „Kosningarnar 16. júlí eiga fyrst og fremst fram að fara vegna stjórnarskrármálsins. Þær eiga að skera úr því, hvort landsmenn vilja aðhyllast þær breytingar á stjórnarskránni sem samþykktar voru á síðasta þingi.“ Síðan lýsir Jón breytingunum, en gefur áróðurstóninn í kosningabaráttunni þannig að vinni Framsóknarmenn sigur, þeir sem að hluta til hafi verið á móti breytingunni, þá geti svo farið að næsta alþingi staðfesti hana alls ekki. Tíminn, málgagn Framsóknarmanna, var skrifaður í allt annari tóntegund. Hann leggur megináherslu á stjórnar- samstarfið og segir: „Tíminn var þessu samstarfi andvígur þegar í stað, og er enn þeirrar skoðunar að af því samstarfi hafi Framsóknar- flokkurinn haft bæði skaða og skapraun.“ Nú verði að taka upp af fullum krafti baráttuna gegn íhaldinu í öllum sveitakjördæmunum (Framsóknarmenn buðu þá hvergi fram í kaupstaðakjördæmum), enda geti það ekki verið álitamál að samstarfinu við íhaldið verði að slíta þegar í stað eftir kosningarnar. Þá vitnar Tíminn til samþykktar frá flokksþingi Framsóknarmanna 11. apríl þetta ár, en þar sagði: „Flokksþingið er þeirrar skoðunar að yfirleitt verði að telja óaðgengilegt og geti verið hættulegt fyrir umbótaflokk með stefnuskrá eins og Framsóknarflokksiris að vinna með íhaldsflokki að stjórn landsins.“ Varfæmislegt orðalag þessarar samþykktar er vafalaust til komið í viðleitni þess að ná sem víðtækustu samkomu- lagi. Fyrir kosningar 1933 voru það því samstarfsflokkarnir í ríkisstjórn sem fastara tókust á innbyrðis heldur en stjórn og stjómarandstaða. Barátta Alþýðuflokksins var þó, eins og vant var, fyrst og fremst gegn Sjálfstæðismönnum í kaupstöðunum, en kannski ekki alveg jafnhörð og endra- nær vegna kjördæmamálsins. Kommúnistar beindu spjótum sínum í margar áttir og ekki síst gegn burgeisunum, sem þeir kölluðu svo, í Al- þýðuflokknum, er lékju verkalýðsvini, en væru úlfar í sauðargærum. Það þing, er kjósa skyldi 16. júlí 1933, var samkvæmt framan sögðu, aðeins kosið til eins árs, eða svo varð að minnsta kosti að gera ráð fyrir. Þetta skýrir m.a. að flokk- amir buðu ekki fram í öllum kjördæmum, Sjálfstæðis- flokkurinn þó í öllum nema Strandasýslu. Svo og skýrir það að kjörsókn var á öllu landinu ekki nema rösk 70%, miklu minni en bæði 1931 og 1934. Eins og áður sagði buðu Framsóknarmenn ekki fram í kaupstöðunum og ekki í Norður-ísafjarðarsýslu, og þar á ofan mun yfirburðasigur þeirra 1931 í sveitakjördæmunum hafa slævt baráttu þeirra á sama vettvangi nú. * Nú skal greina í smáatriðum frá kosningunum 1933 og hefja það spjall á höfuðborginni sjálfri. Þar skyldi kjósa 4 þingmenn og hafði svo verið frá 1921. Þeir voru kosnir með hlutfallskosningu. í kosningunum 1931 fengu Sjálfstæðismenn 3 og Al- þýðuflokksmenn einn. Næsta ár varð einn af þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, Einar Arnórsson, hæstaréttardómari og lét þá að sjálfsögðu af þingmennsku. í aukakosningu var Pétur Halldórsson kosinn af lista Sjálfstæðismanna í Einars stað. Nú var spennandi að vita hvort Sjálfstæðismönnum tækist að halda þremur af fjórum, eða hvort Alþýðuflokk- urinn næði tveimur eins og verið hafði í kosningunum 1927, að vísu þá með dyggum stuðningi Framsóknar- manna. Nú komu aðeins fram þrír listar: frá Alþýðuflokknum, Kommúnistaflokknum og Sjálfstæðisflokknum. Fram- sóknarmönnum þótti ekki taka því að bjóða fram og áttu þó tvo bæjarfulltrúa af 15. Þar sem engir varamenn voru kosnir eftir þessu lagi, voru aðeins fjórir menn á hverjum lista. Lítum þá fyrst á A-lista Alþýðuflokksins. Þar var efstur Héðinn Valdimarsson hagfræðingur. Hann var fjölhæfur maður. Honum tókst að vera allt í senn stofnandi og stjórnandi Olíuverslunar íslands h/f (B.P.), formaður verkamannafélagsins Dagsbrúnar á annan áratug og þing- maður og varaformaður Alþýðuflokksins. Stuttan tíma var hann formaður Sameiningarflokks alþýðu — sósíalista- flokksins, út á við. Héðinn var sonur hinnar þrautseigu kvenréttindakonu, Bríetar Bjarnhéðinsdóttur, og Valdi- mars Ásmundssonar ritstjóra sem gerði Fjallkonuna að frægu blaði og var annar höfundur Alþingisrímnanna. í öðru sæti á A-listanum var Sigurjón Árni Ólafsson verkstjóri hjá Skipaútgerð ríkisins, lengi formaður Sjó- mannafélags Reykjavíkur, hafði verið þingmaður Revk- víkinga 1927-1931 og fallið þá. í þriðja sæti var Jónína Jónatansdóttir húsfreyja, kona Flosa Sigurðssonar tré- smíðameistara, kölluð Jónína hans Flosa í revíusöngvum. Hún var lengi formaður verkakvennafélagsins Framsóknar og var nú aleina konan í framboði til alþingis á íslandi. í 170 Heimaerbezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.