Heima er bezt


Heima er bezt - 01.05.1990, Qupperneq 27

Heima er bezt - 01.05.1990, Qupperneq 27
fjórða sæti var Sigurður Ólafsson, lengi forystumaður í félagssamtökum sjómanna og Alþýðuflokksins. Þá er B-listi Kommúnistaflokksins, en flokkurinn var aðeins þriggja ára gamall. í efsta sæti var Brynjólfur Bjarnason ritstjóri og kennari, seinna lengi alþingismaður, og menntamálaráðherra í Nýsköpunarstjórn Ólafs Thors. Annað sæti skipaði Guðjón Benediktsson múrari, lengi einn af grjótpálum kommúnismans á íslandi. í 3. sæti var Guðbrandur Guðmundsson verkamaður og í hinu 4. Stef- án Pétursson, þá blaðamaður við Verkalýðsblaðið, síðar mikill andstæðingur kommúnista og þá ritstjóri Alþýðu- blaðsins, og enn síðar þjóðskjalavörður. Á lista Sjálfstæðismanna, C-listanum, voru þingmenn- irnir þrír, fyrstur Jakob Möller. Hann hafði lengi verið þingmaður Reykvíkinga, þó ekki óslitið, var einn af aðal- leiðtogum Frjálslynda flokksins, meðan hann var og hét. Jakob varð seinna ráðherra og sendiherra. f öðru sæti á C-listanum var Magnús Jónsson, sem verið hafði þing- maður Reykvíkinga óslitið frá 1921 og átti eftir að vera það til 1946. Hann var dósent og síðar prófessor í guðfræði og ráðherra hluta ársins 1942. Honum var margt til lista lagt, rithöfundur og málari. f þriðja sætinu var svo Pétur Halldórsson, sem kosinn var árið áður, sem fyrr sagði, bóksali og kunnur söngmaður og templari. Hann varð borgarstjóri eftir Jón Þorláksson látinn 1935 og til dauða- dags sins 1940. í fjórða sæti var Jóhann Georg Möller, seinna skamman tíma þingmaður Reykvíkinga. Hann var þá háskólastúdent, 26 ára gamall, og langyngsti frambjóð- andinn í Reykjavík. Miklu elst var Jónina Jónatansdóttir, 64 ára. Kjörsókn i Reykjavík var slök, ekki nema 67.4%. Fram- sóknarmenn hafa líklega flestir setið heima. Sjálfstæðis- menn unnu mikinn sigur, fengu 5693 atkvæði af tæpum tíu þúsundum, eða um 58% og alla sína þrjá þingmenn end- urkjörna. A-listinn fékk 3224 og Héðin Valdimarsson endurkjörinn, en Kommúnistar, B-listinn, 737 og engan þingmann. Fáum komu úrslitin í Reykjavík verulega á óvart. Förum nú sólarsinnis í kringum landið og stöldrum við í Borgarfjarðarsýslu. Þar hafði Pétur Ottesen fyrst verið kjörinn á þing 28 ára gamall 1916 og fylgdi þá Sjálfstæðis- flokknum þversum. Hann var nú kominn í Sjálfstæðis- flokkinn nýja og hafði alltaf verið kosinn í Borgarfjarðar- sýslu með miklu fylgi, fyrir hvaða flokk sem hann bauð sig fram. Þess má geta að Pétur var samfleytt þingmaður Borgfirðinga í 43 ár, og er það íslandsmet í þingsetu og trúlega þótt víðar sé leitað. Pétri lá hátt rómur og lá ekki á skoðunum sínum. Tíminn sagði að þeir, sem kysu Pétur, mætu meira hávaða en rök. En Borgfirðingar létu þetta ekki á sig fá. Framsóknarmenn buðu fram gegn Pétri góðan og gildan bónda, Jón Hannesson í Deildartungu. Alþýðuflokksmenn buðu líka fram í Borgarfirði, áttu svolítið fylgi þá þegar á Akranesi, og fulltrúi þeirra var Sigurjón Jónsson bankarit- ari og skáld í Reykjavík, lengi mikill baráttumaður sósíal- ista á landi hér. Pétur vann kosninguna með miklum yfirburðum, fékk upp undir 60% atkvæða. Á næsta bæ við, Mýrasýslu, fengu menn að velja um fjóra frambjóðendur. Þar hafði Bjarni Ásgeirsson frá Knarrarnesi verið kosinn þingmaður Framsóknarflokksins 1927 og reyndist síðan jafn-ósigrandi þar og Pétur Ottesen í Borgarfirði, svo lengi sem hann leitaði þar kjörfylgis, þó ekki með sömu yfirburðum í atkvæðamun sem Pétur. Einkum átti Bjarni eindregið fylgi í Álftanes- og Hraun- hreppum. Hann varð seinna ráðherra og sendiherra. Bjarni var afburðasnjall hagyrðingur og eru ýmsar okkar bestu þingvísur eftir hann. Nú tefldu Sjálfstæðismenn gegn honum mjög hættuleg- um keppinaut, ungum lögfræðingi, ættuðum úr Borgar- firði, Torfa Hjartarsyni, fyrsta formanni SUS. Torfi var sonur Hjartar Snorrasonar sem var þingmaður Borgfirð- inga á undan Pétri Ottesen og seinna landskjörinn fyrir Sjálfstæðisflokkinn þversum. Mátti nú Bjarni Ásgeirsson tjalda því sem til var og sigraði Torfa með 70 atkvæða mun. Matthías Guðmundsson verkamaður úr Reykjavík fyrir Kommúnista og Hallbjörn Halldórsson prentsmiðjustjóri úr sama stað, fyrrum ritstjóri Alþýðublaðsins, fyrir Al- þýðuflokkinn, fengu óverulegt fylgi, svo að Bjarni hlaut 51% atkvæða. Áður en gengið væri frá framboðum Framsóknar- flokksins í Borgarfjarðar- og Mýrasýslum, var haldinn þar flokksfundur, og var samþykkt tillaga frá Jóni í Deildar- tugu og Sverri Gíslasyni í Hvammi, þar sem þess var krafist sem skilyrðis fyrir stuðningi við væntanlega frambjóðendur að þeir viðurkenndu skipulag flokksins eins og það hefði verið samþykkt á síðasta flokksþingi og ynnu eindregið með miðstjórn flokksins. Er hér skírskotað til samþykktar sem miklum deilum olli og var af andstæðingum nefnd Handjárnin. Þessi samþykkt hljóðaði svo: „Ef meiri hluti miðstjórnar og meiri hluti þingmanna flokksins gerir þá samþykkt um afgreiðslu máls á alþingi, að það skuli vera flokksmál, er sú samþykkt bindandi fyrir alla þingmenn flokksins í því máli.“ í klofningi þeim, sem skammt var undan í flokknum, var oft til þessa vitnað, en Bjarni Ásgeirsson lýsti því yfir, áður en framboð hans var ákveðið, að hann væri fús til að hlíta þessu. í Snæfellsnessýslu var kosningin harðsótt og talin sérlega spennandi. Svo stóð á, að þar gaf ekki lengur kost á sér þingmaður kjördæmisins, Halldór Steinsson héraðslæknir í Ólafsvík, en hann hafði verið þingmaður Snæfellinga nær óslitið frá 1911 og kom þá inn sem Heimastjórnarmaður. í þingkosningunum 1931 hélt hann sýslunni með aðeins 17 atkvæða mun, er Hannes Jónsson dýralæknir, frambjóð- andi Framsóknarflokksins sótti svona á hann. Nú var Hannes þarna aftur í kjöri, vinsæll og fylgisæll, og áttu margir von á sigri hans. Hannesi var ekki síst spáð sigri vegna þess að hinn nýi frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins var ungur og fremur litt reyndur, Thor Haraldur Thors, lögfræðingur og forstjóri í Reykjavík, ekki orðinn þrítugur að aldri. Framhald í næsta blaði. Heima er bezt 171

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.