Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.1994, Page 2

Heima er bezt - 01.09.1994, Page 2
 m Rgal & “a m M5& bssh Breyting á innheimtu áskriftargjalds Heima er bezt Eins og áskrifendum Heima er bezt er kunnugt hefur áskriftargjald blaðsins jafnan verið innheimt eftir á, þ.e. í lok hvers áskriftartímabils og þegar fólk er búið að fá viðkomandi blöð í hendurnar. Er óhætt að fullyrða að Heima er bezt sé eitt af fáum, ef ekki eina blaðið á ís- lenskum tímaritamarkaði, sem hefur þennan hátt á. En „flest er í heiminum hverfult," eins og segir einhvers staðar og það verður að segja eins og er að þetta fyrirkomulag hefur gert það erfitt á ýmsan hátt að halda utan um áskriftirnar svo vel sé og því stundum verið uppi vafaatriði varðandi einstakar áskriftir sem erfitt hefur verið að skera úr um vegna þessa fyrirkomulags á innheimtu gjaldanna. Starfsfólk blaðsins hefur unnið ötullega að því að undanförnu að betrumbæta áskrifenda- kerfi þess svo sem kostur er, einfalda alla vinnslu á því og gera tilheyrandi leiðréttingar, sem alltaf eru óhjákvæmilegar í viðhaldi áskrifendalista tímarita. í þessari endurskoðun höfum við rekið okkur á það að veigamikill þáttur í þessum endurbótum væri fyrirkomulag innheimtu á- skrifendagjaldsins. Sú staðreynd að það er innheimt eftir á hefur nefnilega gert allt eftirlit erf- iðara og þyngra í vöfum, eins og áður var getið. Niðurstaðan hefur því orðið sú að óhjá- kvæmilegt sé að breyta innheimtukerfinu þannig að framvegis séu áskritargjöldin innheimt fyrirfram. Með því móti verður staða hverrar áskriftar fullkomlega Ijós hverju sinni og ein- faldari fyrir báða aðila. Við munum að sjálfsögðu reyna að haga þessari breytingu þannig að hún valdi áskrifend- um blaðsins sem minnstu raski og óþægindum. í júní s.l. greiddu áskrifendur áskriftargjald fyrir tímabilið janúar til júní 1994. Næsti gíróseðill mun nú berast með októberblaðinu og verður hann fyrir áskrift seinni hluta þessa árs, þ.e. júlí til desember 1994. í janúar n.k. munum við svo senda út gíróseðil með áskriftargjaldi fyrri hluta ársins 1995, sem er þá fyrirframgreiðsla fyrir það tímabil. Eftir það munu svo áskriftargjöldin verða innheimt á sama tíma og verið hefur, þ.e. í des- ember- og júnímánuði ár hvert. Það má því segja að fyrirkomulagið gagnvart áskrifendum verði nánast óbreytt eftir ára- mótin, að því atriði undanskildu að framvegis er áskriftin greidd fyrirfram. Þeim sem óska eftir nánari upplýsingum um þessa breytingu er velkomið að hafa samband við okkur í síma 882400 til frekari útskýringar ef á þarf að halda. Áskriftargjaldið sjálft verður óbreytt áfram og blaðið jafn ódýrt og áður eða aðeins kr. 247 hvert tölublað og er ódýrari tímarit að öllum líkindum varla að finna hér á landi. Um leið og við sendum áskrifendum blaðsins bestu kveðjur leyfum við okkur að vona að þessi breyting á fyrirkomulagi innheimtunnar verði báðum aðilunt til einföldunar og þæginda. m gi m m m m m m Sllföc & m m

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.