Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.1994, Qupperneq 12

Heima er bezt - 01.09.1994, Qupperneq 12
Kalli að leika við íkorna. um strítt á sænskunni á Eiðum en í London var alls konar fólk, Rússar og Indverjar og fólk af ýmsum þjóðernum og ég hvarf inn í fjöldinn. Það fannst mér svo indælt. Umferðin í London var líka svo þægileg. Þegar maður kom labbandi með eitt barn í vagni og annað gangandi þá stoppuðu bílarnir alltaf og löggurnar hjálpuðu manni. Það var ekkert vandamál að fara um þessa stórborg en miklu verra að vera í Reykjavík. Þegar skólinn var búinn fórum við með lest frá London til Prestvíkur eða Glasgow og allt var svo fallegt. Það var komið sumar með túlipönum og allt grænt og fallegt. Aftur til Islands Svo fórum við með flugvél frá Prestvík til Islands og þá var allt svo voðalega kuldalegt. Það var enn vetur - og oj hvað mér fannst þetta erfitt. Það var svo skrítið að fyrst þegar ég kom til íslands leiddist mér ekki og hafði enga heimþrá en þarna var ég alveg ómöguleg í nokkrar vikur eða jafnvel mánuði. Mér fannst allt ómögulegt og langaði svo til baka, ég vildi bara alls ekki vera á íslandi. Við vorum í eitt ár til viðbótar á Eiðum en svo vildi Vil- hjálmur ekki kenna meira og þá fékk hann skattstjóra- stöðu á ísafirði, svo við pökkuðum aftur öllu okkar drasli niður og fluttum á ísafjörð. Þangað komum við í desem- ber og bjuggum fyrstu næturnar á Frelsishernum og eftir það í lítilli íbúð fyrir ofan sundlaugina. Þarna vorum við bara til vors en þá var Vilhjálmur skipaður skattstjóri í Neskaupstað. Þar vorum við í sex ár og Vilhjálmur var skattstjóri, kenndi og skrifaði í Austra, blað framsóknar- manna á Austurlandi, en það var þá gefið út í Neskaup- stað. Það sem þeir gátu rifist, hann og Bjarni Þórðarson, sem þá var ritstjóri Austurlands, blaðs Alþýðubandalags- ins. Ég hálfgrét bara stundum því mér fannst svo skammarlegt hvemig þeir gátu rifist í blaðinu, en svo hittust þeir á götunni og voru bestu vinir. Valla fæddist 1957 í Neskaupstað. Sjúkrahúsið þar var þá alveg nýtt og hún var eitt af fyrstu börnunum sem fæddust þar. Ussa fæddist svo einu og hálfu ári seinna. Pólitík Það kom ný ríkisstjórn. Eysteinn Jónsson var áður fjár- málaráðherra og hann réð Vilhjálm sem skattstjóra en svo varð breyting. Framsókn missti meirihluta í ríkisstjóm- inni og það kom íhald og þá var skipt um menn í ýmsum stöðum, þar á meðal skattstjórann á Austurlandi. Það var bara hringt einn daginn og Vilhjálmi sagt að á mánudag- inn væri allt búið. Við vorum nýbúin að byggja hús þama í Neskaupstað og þetta var eiginlega bara kaos. Svona má auðvitað ekki gerast, því það var enginn uppsagnarfrestur og ekki neitt. Svo átti Vilhjálmur að leiðbeina nýja skatt- stjóranum en þá sagði hann nei takk, þeir yrðu bara að bjarga sér sjálfir. Egilsstaðir Vilhjálmur fór svo að vinna í Síldarvinnslunni þangað til honum var boðið að verða framkvæmdastjóri Brúnáss hf. á Egilsstöðum. Þá seldum við húsið í Neskaupstað og fluttum upp í Egilsstaði og byggðum okkur hús þar. Við fluttum inn í það 1964 um vorið og sama árið dó mamma mín. Ég fór ein út og Villi var með börnin. Ég held ég hafi verið þrjár vikur í þessari ferð. Það leið stundum of langur tími milli Finnlandsferða, einu sinni átta ár. Það er of langur tími, því ég var ókunnug þegar ég kom hingað. En strax árið eftir að Vilhjálmur dó fór ég til Finnlands og síðan annað hvert ár eftir það. Stórt heimili Kalli fæddist árið 1967. Þá var ég orðin 45 ára gömul með fjögur börn í húsinu og ég var með of háan blóð- þrýsting. Læknirinn sendi mig því á sjúkrahúsið í Nes- kaupstað en börnin vissu ekkert hvað til stóð. Það var ekki fyrr en við hádegisverðarborðið eftir að Kalli var fæddur, að Villi sagði þeim að þau hefðu eignast lítinn bróður. Það var fullt starf að reka þetta heimili; stórt hús, mörg börn og mikill gestagangur. Þá var ekki hótel og eða veit- ingastaður á Egilsstöðum svo það var alltaf komið heim með fólk í mat og kaffi. Krakkarnir voru í bílaleik og 296 Heima er best

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.