Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.1994, Page 15

Heima er bezt - 01.09.1994, Page 15
Þorbjörn Kristinsson: Ég gleymi þvi aldrei Ég hrökk upp með andfælum við það að vekjarinn hringdi. Ég var heldur rotinn þegar ég reis upp, enda hafði ég tekið góðan skammt af svefnmixtúru kvöldið áður. Klukkan var sjö. Ég flýtti mér í fötin, fékk mér kaffisopa úr brúsa, sem ég hafði fyllt kvöldið áður. Þetta var ekki beint hollur drykkur á fastandi maga en það var einmitt maginn, sem hafði ekki verið í verulega góðu lagi síðustu vik- umar en ég hafði ekkert skeytt um þótt ég fengi öðru hvoru innvortis óþægindi. Hafði þó hugsað mér að leita til læknis þegar skóla yrði lokið, sem yrði um næstu mánaðamót. n hvers vegna að stilla klukk- una á sjö þegar skólinn byrj- aði ekki fyrr en níu? Sú skýr- ing er á því að ég átti ofurlítið fjárbú uppi í Bandagerði. Sauðburði var lokið hjá mér en ég þurfti að ætla mér nokkum tíma í að huga að fénu því sumt af því vildi skríða gegnum girðingarnar og leita inn á lóðir ná- grannanna en slíkt var að vonum heldur illa séð. Aðeins einu sinni þurfti ég að greiða ofurlitla sekt vegna tjóns sem tveir heimagangar höfðu valdið en þá var komið fram á sumar og þeir einir eftir heima. Þar ætlaði ég að hafa þá til haustsins og ala þá á mjólk og brauði en því mið- ur neyddist ég til að flytja þá upp á dal og komu þeir heldur rýrir af fjalli í öðrum réttum. Þessi dagur, 26. maí 1970, verður mér lengi minnisstæður. Ég var að huga að kindunum mínum. Andstætt venju voru þær allar innan girðingar svo ég þurfti ekki annað en að gefa þeim hey og mat en mér til furðu vildi ein ærin ekkert sinna þessu en rásaði jarmandi um túnið. Hana vant- aði sýnilega eitthvað. Hvar var lambið hennar eiginlega? Já, hvar var svarti, stóri og fallegi hrúturinn hennar? Ég fór að skima um eftir honum en allt kom fyrir ekki. Hann sást hvergi. Þá flaug mér í hug brunnurinn sem var suður á túninu og ég taldi mig raunar vera þegar bú- inn að byrgja. Ég gægðist niður um ofurlítið gat á þakinu og sá þá, mér til skelfingar í svartan feld lambsins og sannaðist hér hið fomkveðna: „Það er of seint að byrgja brunninn þegar bamið er dottið ofan í.“ Mig tók þetta verulega sárt ekki síður en móðurina, sem nú hafði misst einkason sinn. Þetta var hún Hyma gamla, sem nú var orðin tíu vetra. Ég hafði átt hana frá því hún var lamb og hún hafði ávallt gefið mér tvö falleg lömb á hverju vori frá því hún var tvævetla. Hún hafði nú misst annað homið og hitt var að verða eitthvað lélegt. Verst að lömb- in hennar skyldu ekki vera tvö. Hún hefði þá kannski getað afborið þenn- an harmleik. Ég greip lambið undir handlegginn og gekk með það norður að girðing- unni. Síðan náði ég mér í skóflu, því hér átti greftrun að fara fram. Hyma gamla fylgdi mér fast eftir og ýtti með snoppunni við lambinu sínu. Mér fannst þungbært að horfa á þetta Heima er best 299

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.