Heima er bezt - 01.09.1994, Page 17
Bílstjórinn þeytti
sírenuna og tók stefn-
una á sjúkrahúsið með
miklum hraða. Þeir
fylgdu mér í lyftunni á
fund sjúkraliðsins. Þar
tók læknir á móti mér.
Eg spurði hann hvort
ekki væri bót að því að
leggja heitan bakstur
við þetta. Hann sagði
að það mætti nú síst af
öllu að gera við þessar
aðstæður. Ég myndi
vera með sprunginn
maga.
Eftir nokkra dvöl
þarna gaf læknirinn
mér svo sprautu og
það linaði þjáningamar
verulega. Síðan kom
hjúkrunarkona til mín
og rakaði mig allan að
framan. Að því búnu
var einhverju rauðleitu
efni sprautað um allt
kviðarholið.
„Til hvers er þetta
gert?“ spurði ég.
„Þetta á að drepa
bakteríurnar," sagði hún
Eftir nokkum tíma birtist svo
Bjarni Rafnar læknir, en hann gegndi
yfirlæknisstörfum á handlækninga-
deildinni nokkum tíma eftir fráfall
Guðmundar Karls. Hann sagði við
mig að það yrði ekki komist hjá því
„að opna“ eins og hann sagði. Hann
laut fast að andliti mínu þegar hann
sagði þessi orð. Það er víst einhver
venja að leita samþykkis sjúklings
fyrir öllum meiri háttar aðgerðum.
Ég kinkaði kolli og hjúkrunarkonur,
ég held einar tvær, klæddu mig síðan
úr öllum fötunum. Ég var nú orðinn
meðvitundarlítill og síðustu orðin
sem ég heyrði voru þessi:
„Á morgun yrði það of seint,“ og
það var Bjami Rafnar sjálfur sem
sagði þetta. Þá fyrst skynjaði ég að
hér var alvara á ferðum. Síðan vissi
ég ekki af mér meir. Ég varð aldrei
var við neina svæfingu. Mér fannst
ég vera kominn heim til fjölskyldu
minnar og líða þar um íbúðina í
lausu lofti. Ég reyndi að vekja at-
hygli konu minnar og bama á mér en
án árangurs. Ég skynjaði í svefninum
að hér átti ég ekki að vera að réttu
lagi, heldur inni á spítala.
Nokkru eftir aðgerðina rankaði ég
aðeins við mér. Kona mín og móðir
stóðu við rúmstokkinn hjá mér en
við þær gat ég að sjálfsögðu lítið tal-
að en þó gladdi það mig verulega að
sjá þær.
Mjó slanga lá gegnum aðra nösina
og niður í maga. I gegnum hana var
sogað upp úr maganum það sem þar
var eftir. Mér leið ekki svo óskaplega
illa og hjúkrunarkonurnar gáfu mér
deyfilyf. Tveir menn lágu í herberg-
inum hjá mér, báðir mjög þungt
haldnir eftir stóraðgerðir.
Á þessum árum var engin sérstök
gjörgæsludeild á spítalanum. Hins
vegar var fengin sérstök hjúkrunar-
kona til að vaka yfir okkur þremenn-
ingunum fyrstu nóttina
sem ég var þarna.
Ég var í hálfgerðu roti
eftir fyrstu nóttina. Um
morguninn kom svo
hjúkrunarkona og rnældi
í mér hitann. Hann var
38 gráður að sögn henn-
ar.
„Þetta er bara ekki
neitt,“ sagði hún.
Þama smáhjamaði ég
svo við en dagamir voru
lengi að líða og ég gat
lítið hreyft mig.
Einn dagur öðmm
fremur var einkennilega
fljótur að líða. Mér leið
allt í einu eitthvað svo
vel. Var þetta einhver
helfró sem færðist yfir
mig? Var þetta kannski
lokadagur minn að
renna sitt skeið?
Eina nóttina Iá ég and-
vaka og ömurlegar
hugsanir sóttu á mig.
Var ekki hugsanlegt að
þetta væri krabbi og þá
gæti lífsbaráttan vissu-
lega orðið tvísýn. Ég þrýsti á bjöll-
una og að vörmu spori birtist hjúkr-
unarkona.
„Er eitthvað að?“ spurði hún hlý-
legri röddu.
„Mér finnst þetta allt vera orðið
eitthvað vonlaust. Heldurðu ekki að
þetta geti verið krabbi sem að mér
gengur?“ spurði ég hana enda þótt ég
vissi að hún myndi ekki geta gefið
mér fullnægjandi svar.
„Það eru engar líkur á því held ég,
en Bjami veit þetta trúlega því hann
tók sýni úr sárinu. En reyndu um-
fram allt að vera bjartsýnn.“
„Viltu spyrja hann að þessu fyrir
mig?“ sagði ég.
„Já,“ svaraði hún.
Um morguninn, þegar Bjami kom
á stofugang, sagði hann við mig í
óspurðum fréttum, að ég þyrfti ekk-
ert að óttast. Þetta væri ekkert ill-
kynja, bara venjulegt magasár.
Mér létti mikið við þessi orð hans.
Heima er best 301