Heima er bezt


Heima er bezt - 01.02.1995, Blaðsíða 20

Heima er bezt - 01.02.1995, Blaðsíða 20
En viku eftir fæðinguna fékk ég 39 stiga hita. Ég var sett í alls konar rannsóknir en ekkert athugavert fannst. Alltaf var ég með þennan hita. Ég var meira segja send upp á Vífilsstaði því að læknarnir héldu að ég væri komin með berkla. A meðan ég átti í þessu kom kon- an, þessi sem hafði valdið mér hroll- inum sumarið áður. Það skipti engum togum að ég fann þennan kuldahroll fara um mig um leið og ég heyrði að hún var komin. Hún kom inn og heilsaði mér. Hún stóð við fótagafl rúmsins á meðan hún var að tala við mig og horfði stöðugt á mig á meðan. Það lá vel á henni og hún talaði lengi við mig. Það verð ég þó að segja að mér var ekkert of vel við nærveru hennar. Mér varð eitthvað svo kalt inn- vortis að ég skalf bókstaflega og leið barasta illa. Þessi ágæta, gamla kona stóð bara þarna og ræddi um heima og geima, og aldrei minntumst við einu orði á neitt sem tengja mætti ein- hverju dulrænu. Svo kvaddi hún bara og fór, en um leið og hún var farin kom frænka mín og sagði sem svo að nú mætti hún segja mér hvernig þetta hefði allt gengið til í sumar þegar ég sat úti á túninu sællar minningar og reiddist máttleysinu sem kom yfir mig. Hún sagði mér þá að þessi kona hefði þessa hæfileika að geta hjálpað með aðstoð einhverra lækna sem ynnu í gegnum hana. Hún hafði sem sagt fengið þau fyrirmæli að koma þarna inn eftir svo þeir gætu skoðað mig með aðstoð hennar. Þá sáu þeir að það sem hrjáði mig var að partur fylgjunnar væri enn eftir föst. Frænka mín sem var látin og ég sá koma með þeim hafði einmitt átt við svipað að stríða og hafði reyndar misst tvö fóstur vegna þess. Gamla konan hafði lagt á það ríka áherslu við frænku mína að hún segði mér ekki frá því hvað hún væri að gera, því að hún vildi einhverra hluta vegna halda því leyndu fyrst um sinn. Læknar hennar höfðu losað um fylgjuna þama um sumarið þannig að fóstrið gat þroskast eðlilega, og krafturinn sem ég fékk við fæðinguna var frá þeim kominn og gömlu kon- unni, því að það var hún sem tók léttasóttina fyrir mig, svo einkenni- lega sem það kann nú að hljóma. Hún var veik allt kvöldið, fékk allar fæðingarhríðirnar og gat þar af leið- andi sagt nákvæmlega til um hvenær barnið fæddist þó hún væri ekki við- stödd. Ástæðan fyrir seinni heimsókn hennar var svo þessi veikindi sem fóru að hrjá mig eftir fæðinguna. Læknar hennar höfðu sagt henni að fara til mín. Hún sagði svo frænku minni um leið og hún kvaddi að mér væri óhætt að fara á fætur og ég gæti meira að segja farið að vinna. Ég mundi losna við hitann í desember. Astæðan fyrir honum væri sú að stórt stykki úr fylgjunni hefði orðið eftir og ég mundi losna við það í desem- ber. Fæðingin átti sér stað í ágúst. Það þarf vart að tíunda það að þetta fór allt nákvæmlega eftir. Ég átti mjög auðvelt með að kom- ast í samband við föður minn varð- andi flest það sem mér fannst þörf á, en það gerðist alltaf í gegnum drauma. Það var ýmislegt sem ég ræddi við hann með þessum hætti. Einstæð móðir stóð að sjálfsögðu frammi fyrir ýmsum málum sem leysa þurfti. Ég hef alla tíð haft mikla trú á mætti bænarinnar og hún hefur ver- ið styrkur minn alla tíð í gegnum þykkt og þunnt. Bænin hefur verið mér afar mikils virði allt frá bamæsku og ég fer með þær í dag eins og ég gerði sem bam. Þegar ég þarfnaðist ráða fór ég með bæn og bað guð að leyfa föð- ur mínum að koma og gefa mér góð ráð í hinu og þessu. Hann kom alltaf og leysti iðulega úr vandamálum mín- um. Ég get nefnt eitt dæmi í því sambandi. Ég var í vist, eins og það var kallað, hér í Reykjavík og var það hjá háttsettum embættismanni hjá borginni. Kona þessa embættismanns vissi af þessu sterka sambandi mínu við föður minn. Eitt sinn kom það fyrir að þessi hjón urðu húsnæðislaus. Þau voru að byggja á þessum tíma og eins og vill verða urðu þau mikið á eftir áætlun með bygginguna. Þau urðu sem sagt að fara úr því húsnæði sem þau voru í, því það var búið að lofa öðrum að fá það á fyrirfram ákveðnum tíma. Þeim varð það til ráða að þau fluttu með börnin inn í skrifstofuhúsnæði föður húsfreyjunnar. Þetta varð nátt- úrlega til þess að ég varð atvinnulaus og þurfti nú að fara að leita mér að starfi. Það var náttúrlega talsvert mál fyrir mig. Fyrrverandi húsmóðir mín lagði mikla áherslu á það að ég reyndi að fá eitthvert starf sem væri ekki of tímafrekt svo ég hefði nægan tíma fyrir barnið mitt. 56 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.