Heima er bezt


Heima er bezt - 01.02.1995, Side 30

Heima er bezt - 01.02.1995, Side 30
Þannig leið tíminn, ég baðaði mig í mildri nærveru hennar, mér óx hvöt til göfugri hugsjóna, sem ég hugði mér horfnar um aldur og ævi. Mig dreymdi ljúfa drauma, þar sem mér fannst ég laus við fjötra for- tíðarinnar, fjötra, sem bundu mig svo fast einmitt nú, þegar ég þráði hvað heitast að losna við þá og þráði betra líf. Ég vaknaði ætíð frá þeim draum- um þjáður þeim ótta, að einhverjum öðrum tækist að vinna ást hennar og að ég, því miður, hefði engan rétt til þess að hindra slíka framvindu og ekkert orð að segja til þess að knýta hana fastar við mig. Mikil var skömm mín og niður- læging. Þessir dagar voru fullir beiskju og þjáningar. Mér var ljóst að aðeins ég hafði reist þennan múr á milli okkar. Ég fann, að ég var ekki verður að snerta hana vegna míns sauruga lífernis. Með hvaða rétti gat ég tengt þessa saklausu og hreinu sál lífi mínu? Stundum hvíslaði vonin því í eyru mér, að þannig ætti það að vera, en skynsemin veitti mér köld svör. Þrátt fyrir ástríki og mildi hennar í minn garð fann ég áþreifanlega, að í jarðlífinu mundi hún aldrei verða mín. Hreinleiki sálar hennar og göfgi setti slagbrand á milli okkar, en yfir hann kæmist ég aldrei. Ég reyndi að fara frá henni, árang- urslaust. Eins og segull dregst að skauti drógst ég stöðugt til hennar aftur, þar til ég gafst upp í baráttu minni. Ég reyndi aðeins að njóta þeirrar hamingju, sem nærvera hennar veitti mér, hamingjusamur að minnsta kosti yfir því, að gleðin af nærveru hennar var mér ekki meinuð. Og þá rann upp hræðilegur dagur, óvæntur dagur, þegar ég án aðvörun- ar var hrifinn burt frá jarðlífinu og mér var sökkt í djúp líkamsdauðans, sem bíður okkar allra. Ekki var mér ljóst, að ég væri dáinn. Eftir nokk- urra stunda þjáningu dauðans færðist yfir mig svefn, djúpur og drauma- laus. Þegar ég vaknaði af honum, fann ég mig yfirgefinn og í full- komnu svartamyrkri. Ég gat staðið upp og hreyft mig. Auðvitað leið mér betur en hvar var ég? Hvers vegna þetta heljarmyrkur? Hvers vegna var ég sviptur allri birtu? Ég reis á fætur og fálmaði mig áfram eins og menn gera í dimmum klefa, en ég fann ekkert ljós og heyrði ekkert hljóð. Aðeins kyrrð, myrkur og dauði umlukti mig. Þá datt mér í hug að ganga fram að hurðinni. Ég gat hreyft mig hægt og veiklulega og ég ráfaði um góða stund, hversu lengi veit ég ekki, það hlutu að líða nokkrar stundir, og í vaxandi angist og ráðaleysi fannst mér ég verða að finna einhverja leið út úr ógöngunum. I örvæntingu fann ég hvorki hurð, vegg né nokkuð annað. Allt virtist tóm og myrkur, sem umlukti mig. í angist minni hrópaði ég hárri raustu. Ég öskraði, en engin rödd svaraði mér. Þá hrópaði ég án afláts, sama þögnin. Ekkert svar og ekki einu sinni endurómur eigin raddar barst mér til þess að auka mér áræði. Hugur minn hvarflaði til hennar, sem ég unni, en eitthvað olli mér hrolli við að nefna nafn hennar þarna. Því næst hugsaði ég til allra þeirra vina, sem ég þekkti, og hrópaði á þá, en enginn svaraði mér. Var ég fangi? - Nei, fangelsi hefur múrveggi, en á þessum stað voru engir veggir. Var ég vitstola eða með óráði? Hvað var að? Ég gat þuklað eigin líkama og hafði tilfinningu. Þessar hugrenningar mínar gátu ekki skipt máli, alls ekki. Einhver breyting var þó orðin á mér, sem var mér óskýranleg. Ég gat fundið, að ég var með ein- hverjum hætti samanherptur og van- skapaður. Þegar ég fór höndum um andlit mitt virtust drættir þess dýpri og grófari en áður, vafalaust af- skræmdir. Hversu mikið vildi ég þá ekki gefa fyrir ljós eða eitthvað, sem gæti frætt mig um sannleikann, jafnvel það versta, sem hægt var að tjá, allt var betra en þessi óvissa. Mundi enginn birtast mér, var ég aleinn? Hvar var ljósengill minn? Fyrir svefninn var hún hjá mér, en hvar var hún nú? Eitthvað virtist ná taki á hugsun minni og rödd, og ég hrópaði hátt og örvæntingarfullt á nafn hennar, að hún mætti koma til mín þó ekki væri nema í eitt skipti enn. Ég hafði hræðilegt hugboð um, að ég hefði glatað henni og ég hrópaði æ ofan í æ á hana og í fyrsta skipti hljómaði rödd mín og endurómaði í þessu svartamyrkri. Fram undan mér barst langt að ör- mjó ljósrák eins og stjarna, sem stækkaði stöðugt og nálgaðist, þar til hún staðnæmdist að lokum frammi fyrir mér líkt og lýsandi hnöttur í stjamlaga mynd, og í stjörnunni sá ég ástvinu mína. Augu hennar voru lukt, eins og hjá sofandi vera, en handleggir hennar voru útbreiddir gegn mér og mild rödd hennar sagði í tónfalli, sem ég þekkti svo vel: „Elsku vinur, hvar ert þú nú? Ég kem ekki auga á þig, ég heyri aðeins rödd þína, ég heyri aðeins að þú kall- ar á mig og sál mín svarar þinni.“ Ég reyndi að nálgast hana en gat það ekki. Einhver dulinn kraftur hélt aftur af mér, og kringum hana var sýnilegur baugur, sem ég gat ekki komist gegnum. I nístandi sálarangist féll ég til jarðar og um leið hrópaði ég til hennar að yfirgefa mig ekki framar. Því næst virtist hún verða rænu- laus, höfuð hennar hneig niður að brjósti, og ég sá hana fjarlægjast mig eins og hún væri borin á sterkum örmum. Ég reyndi að rísa á fætur og fylgja henni en gat það ekki. Engu var líkara en þungir hlekkir héldu mér föstum, og eftir nokkrar árang- urslausar tilraunir féll ég meðvitund- arlaus niður. Þegar ég vaknaði aftur, fylltist ég 66 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.