Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.1995, Side 4

Heima er bezt - 01.11.1995, Side 4
Agætu lesendur. Nokkur umræða hefur verið nú nýlega um þann hugsan- lega möguleika, að veðurfar hér á landi sé að færast í verra horf. Mikil áhlaup í kjölfar krappra lægða nú í sept- embermánuði á þessu ári, mikil snjóþyngsli s.l. vetur ásamt almennt afar rysjóttu veðurfari hafa vakið upp þess- ar umræður. Hafa sumir jafnvel viljað kenna um hækk- andi hitastigi á jarðarkúlunni af völdum mengunar. Ekki minnist ég þess þó í fljótu bragði, að hafa séð eða heyrt staðfestingar frá til þess bærum aðilum, að hitastig, t.d. hér á landi, sé að verða eitthvað óeðlilegt. En nokkuð merkileg voru og allrar athygli verð orð Trausta Jónssonar veðurfræðings, þegar þessi spurning var viðruð við hann. Hann vildi snúa spurningunni við. Ekki spyrja hvort veðurfar á fslandi væri að færast í eitthvert óeðlilegt form, heldur hvort það væri ekki einmitt að færast í eðlilegt form aftur. Skoðun hans var því sú, án þess þó að hann vildi alveg fullyrða það, að veðurfar undanfarinna ára- tuga á íslandi hefði verið óvenju- lega hagstætt. Nú væri sem sagt hugsanlegt, að það væri að færast í það horf, sem teljast mætti eðlilegt fyrir hnatt- stöðu landsins og hefði þá væntanlega tíðkast í aldanna rás hér á landi. Nú er það alþekkt, að árferði hefur verið sveiflukennt í tímans rás, eins og annálar bera með sér, og hallast á báða bóga um áraraðir hverju sinni. Þessar spumingar vakna nú ef til vill m.a. vegna þess, hversu menn fylgjast orðið geysilega vel með öllum hrær- ingum í veðri alls staðar, svo að minnstu breytingar frá meðallínunni eru kannski gerðar að meira máli en áður. Flestir vita hvernig veðrakerfin verða til. Þau myndast af baráttu, ef svo má að orði komast, á milli heitra og kaldra loftmassa, hærri og lægri þrýstings. Loftmassa- hreyfingunum svipar að mörgu leyti til þess, sem gerist í vatni. Þar má nánast tala um fossa og boðaföll, strauma og rastir, ekkert síður en í vatninu. Veðraskilin, sem við þekkjum svo vel af kortum veður- fræðinga í sjónvarpi, verða einmitt til á mótum heitra og kaldra loftmassa og þess þrýstingsmunar, sem þar er. Af því verða svo okkar margfrægu lægðir til, en svo er að sjá, að Island liggi mjög nálægt þessum massamótum á norð- urhveli. Eitt sinn sá ég þessu lýst sem svo, að yfir norðurhveli jarðar væri nokkurs konar kuldahetta eða kaldari loftmassi, sem þekti „kollinn" á jörðinni, ef svo mætti segja. Þar fyrir sunnan kemur svo hlýrra belti, á breidd- argráðu allt að því um mið Bandaríkin, misjafnt þó, því að loftmassinn hörfar ýmist eða sækir á. Nú er það þannig, að kalda loftið, eða hin s.k. kuldaskil, fara hraðar en hitaskilin. Og þegar kalda loftið sækir á, ryðst það undir heita loftið, sem stígur upp. Þar með hefur orðið til hreyfiorka og lægð tekur að myndast. Verði einhver varanleg breyting á hitastigi í loftrúmi jarðar, hlýtur það óneitanlega að hafa veruleg áhrif á þessa valdabaráttu loftmassanna. En margt annað finnst manni. að geti komið þama til. Maðurinn hefur orðið mikla þekkingu og rannsóknargetu. En spumingin er, hvort honum sjáist ekki yfir eitt atriði í þessum efnum, eins og sumum öðrum, þ.e. tímavíddina, ef svo má segja. Sá heimskunni maður, David Attenborough, hefur af mikilli snilld sýnt fram á, hversu raun- verulegur og í raun geysilega at- burðaríkur, heimur gróðursins er. ef hann er skoðaður með tíma- skyni plantnanna sjálfra, sem er miklu hægara og annars konar en mannsins. Má ekki yfirfæra það á nánast allt annað í náttúr- unni? Breytingar veðurfarsins gætu verið eðlileg merki um miklu stærri hringrás en tímaskyn okkar er ennþá fært um að ná yfir. Ótti mannanna við hugsanlegar stórfelldar breytingar sé hinn venjulegi ótti við hið óþekkta í veröld- inni. Gleymum við því ekki stundum, að jörðin hefur sjálf alið af sér allt þetta efnislega líf, sem á henni þrífst. Hún hefur búið því aðstæður og skilyrði til þess að lifa þar, nærast og hrærast. Þrátt fyrir smæð sína í raun virðist maðurinn trúa því raunverulega, að hann geti ráðið örlögum jarðarinnar. Ekki er það nú alveg víst. Hann getur kannski ráðið örlög- um sjálfs sín en tæplega jarðarinnar. I gegnum árþúsundin, svo ekki sé nú talað um ármillj- ónimar, hefur jörðin hrist af sér margan hildarleikinn og stórkostlegar breytingar, sem orðið hafa í milljarða ára sögu hennar. Saga mannsins er ekki nema eitthvert algjört brotabrot af jarðsögunni allri. Okkur hættir nefnilega svo afskaplega til að miða allt við tímaskyn okkar og mæl- ingu. Það er bara svo afskaplega margt í heimi okkar á allt öðru tímaferli, að við náum ekki einu sinni að greina það. Umfjöllun David Attenboroughs um einkalíf plantnanna er gott dæmi um þetta. Það er einnig ýmislegt, sem styður kenningar um aðlög- unarhæfni jarðarinnar, aðferðir hennar til þess að viðhalda yfirstandandi jafnvægi í veðra- og lífkerfum sínum. Framhald á bls. 385. 360 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.