Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.1995, Blaðsíða 9

Heima er bezt - 01.11.1995, Blaðsíða 9
Eftir að hann hafði verið rúm tvö ár í sjóhernum í lok seinni heimsstyrjaldarinnar, gat hann ekki hugsað sér að setjast aftur á skólabekk. „Ég vildi verða maður,“ segir hann og ber létt á brjóst- ið, og kímnin glampar í augum hans. Hann fór út á vinnumarkaðinn og hóf störf hjá útgáfu- fyrirtæki. Honum líkaði ekki starfið og reyndi fyrir sér Við áritun bókar sinnar EINKALIF PLANTNA. hjá BBC-sjónvarpinu. I því starfi gat hann einmitt látið draum sinn, að ferðast um heiminn, verða að veruleika. Hann hóf gerð dýralífsmynda og hrinti þannig í fram- kvæmd hugmynd sinni um, hvernig kanna ætti heim dýra og plantna. Með þáttum sínum og bókum hefur hann aukið skilning manna á lífheiminum í kringum okkur með því að færa inn í stofu til fólks frumskóga Afríku og undirdjúp sjávar. „Ég er ekki að reyna að predika. Ég er ekki einu sinni að reyna að segja fólki að gera neitt. Ég fæ mikla ánægju af því að sjá þessa hluti og komast að því, hvernig þeir gerast, og það er það, sem ég vil sýna fólki,“ sagði Atten- borough. Maður, sem starfar jafn mikið úti í náttúrunni og hefur séð ólík vandamál víðsvegar á heiminn, kemst varla hjá því að mynda sér skoðun um náttúruvernd. En hann legg- ur ríka áherslu á að skilja þann áhuga frá starfi sínu sem þáttagerðarmaður fyrir sjónvarp. „í sjónvarpi nýtur maður mikilla forréttinda og þarf að gæta þess að misnota ekki aðstöðu sína þar,“ sagði hann. „En mér finnst líka að fólk þurfi að passa upp á umhverfi sitt og skilja hve dýrmætt það er,“ sagði hann. í frítíma sínum sinnir hann friðunarmálum sem er eitt af áhugamálum hans og reynir að hafa áhrif á náttúru- vernd í Englandi og víðar um heiminn, en hann er enginn öfgamaður í þeim efnum. „Ég ber mikla virðingu fyrir líf- inu, en það þýðir samt ekki að ég borði aldrei kjöt eða geri flugu mein. Ég er að tala um þetta flókna og margslungna jafn- vægi í lífríkinu. Það gefur mér mikla lífsfyllingu að fylgj- ast með því,“ sagði Attenborough. Margir furðuðu sig á því, þegar hann hafnaði boði um æðstu stjórnunarstöðu hjá báðum stöðvum BBC-sjón- varpstöðvarinnar í Englandi. Honum fannst ákvörðun sín ekki erfið. „Ég fór að starfa fyrir BBC, af því að mér fannst gam- an að þáttagerð. Síðar varð ég dagskrárstjóri. Um leið hætti ég að gera þætti og allt snerist um fjármál, pólitík og tölvur. Ég var búinn að borga húsið mitt og mennta börnin mín og hugsaði með mér, hvers vegna ég væri að gera það, sem ég hefði enga ánægju af? Af hverju starf- aði ég ekki að því, sem ég hefði gaman af, þ.e. að gera sjónvarpsþætti," sagði hann. Þess vegna tók Attenborough þá ákvörðun að hafna boðum um frekari stjórnunarstöður og sneri sér alfarið að þáttagerð. Fram undan hjá honum er ferð til Nýju-Gíneu, sem er stór eyja norður af Ástralíu. Þar hyggst hann skoða para- dísarfugla, en þeir eru orðlagðir fyrir mikið fjaðraskrúð. Það er hins vegar mjög erfitt að ná mynd af þeim, þar sem þeir láta fara lítið fyrir sér á daginn en koma í ljós, þegar kvölda tekur. Þetta er verkefni, sem Attenborough er búinn að vera að reyna að fást við í fjörtíu ár. „Fuglarnir eru varla stærri en spörfuglar, og það eru til Heima er bezt 365

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.