Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.1995, Blaðsíða 29

Heima er bezt - 01.11.1995, Blaðsíða 29
skammt frá sjávarströndinni eða í Jökulsá. Ef selurinn verður ekki fyrir i styggð, er hann í eðli sínu forvitinn og gæflyndur. Og oft sáum við þá liggja uppi á eyrum utarlega í ánni eða úti undir ósnum, og þar voru þeir oft líka furðugæfir. En kæmi að þeim einhver styggð, voru þeir fljótir að brölta út í vatnið. Og þá komu þeir j kannski ekki upp aftur, fyrr en ein- hvers staðar langt í burtu. Og aldrei gleymi ég hver hreyfingar þeirra I voru skrýtnar og skemmtilegar, þegar þeir flýttu sér út í vatnið. Þeir geta j ekki gengið, og hreyfingar þeirra eru því sérstæðar og klunnalegar. En nú er réttast að ég segi ykkur | ofurlítið meira frá selunum, líkams- byggingu hans og lifnaðarháttum. Hér við land eru aðeins tvær selateg- undir allt árið, landselur og útselur. I Heima hjá okkur á Völlum var aðeins um landsel að ræða, og er svo fyrir öllu Norður- og Austurlandi. Utselur- inn er nokkru stærri og hann er ein- göngu við Suður- og Vesturland. Vaxtarlag selanna og líffæri eru eingöngu miðuð við það að hreyfa sig í vatni og afla sér þar matar. Hárið j er snöggt og fituborið, svo að það blotni ekki. Þeir smjúga vatnið mjög vel og eru frábærlega fimir að synda. Utlimir þeirra nefnast hreifar, og auð- vitað hafa þeir sundfit á milli tánna eins og sundfuglarnir, til þess að eiga léttar með að synda. Undir húðinni hafa þeir þykkt fitulag (spik), fyrst og fremst til þess að skýla sér fyrir I kulda, en einnig léttir það þá í sjón- um (vatninu). Selir lifa á ýmsum teg- undum af fiski sem þeir gnpa með kjaftinum af mikilli fimi. En lax og silungur er uppáhaldsfæða þeirra. Þess vegna er landselurinn svo oft við árósa, þar sem mikið er um lax og silung og gerir þar oft mikinn usla. Selurinn getur alls ekki andað í vatni fremur en við, og það er einmitt þess vegna, að hann andar með lung- um. Hann þarf alltaf að koma upp á yfirborðið öðru hverju til að anda, og hann mundi kafna í vatninu ef hann gæti það ekki, alveg eins og ósyndur maður mundi kafna eða drukkna, eins og það er nefnt, ef hann dettur í djúpt vatn og enginn er nærri til að bjarga honum. En selurinn er þannig gerður, af því að hann er sjávardýr, að hann getur ótrúlega lengi haldið niðri í sér andanum, eins og við komumst stundum að orði um okkur sjálf. En þegar sá tími er liðinn, og hann getur eftir atvikum varað margar mínútur, verður dýrið að koma upp til að anda, annars er dauðinn vís. Þó að aðeins tvær selategundir eigi heima við Island, eru til ýmsar fleiri hér og þar í heiminum. I Ishafinu, langt norðan við landið okkar, eru til dæmis nokkrar tegundir, sem koma stundum til Islands. Eg nefni hér að- eins þijár: vöðusel, hringanóra og blöðrusel. Þetta eru eins konar flökkuselir, sem synda í stórum hóp- um, vöðum, um Ishafið eftir miðjan vetur og fram á vor. Koma þeir þá gjarna um stund upp að norðurströnd Islands, meðal annars inn í fjörðinn okkar, Lónafjörð, og upp að strönd- inni. Við strákarnir fengum ævinlega á hverjum vetri, einhvern tíma á þessu tímabili þegar veður var stillt og bjart, að fara út á reka og sjá þessa eftirminnilegu sýn. Hún er ein af þeim mörgu minningum mínum, sem aldrei fýkur yfir né fyrnist. Þessir flökkuselir voru töluvert veiddir í Lónafirði, eftir að ég fór að muna eftir mér, og faðir minn stund- aði líka þessar veiðar á yngri árum sínum. Hann sagði okkur oft frá þeim og þessum selategundum. Þessi vöðuselaveiði hafði verið stunduð fyrir öllu Norðurlandi um langan aldur og verið mikil búbót fyrir fjölda heimila, jafnvel stundum heil byggðarlög ef vel veiddist. En selakjöt og spik er holl og góð fæða, sem allir fögnuðu að fá, því að þá var oft minna um matarforðann en nú á dögum. Veiðarnar voru einkum stundaðar með tvennum hætti: I net, sem lögð voru í góðu veðri utan við ströndina og látin liggja þar meðan fært var vegna veðurs, og svo með því að róa í sel, eins og það var kallað. Þá voru venjulega fimm menn saman á traust- um árabáti, fjórir undir árum en einn selaskytta. Þá skipti auðvitað mestu máli í þeim ferðum, að skyttan væri vel æfð og vön og byssan langdræg og traust. Eftir því sem ég veit best, hafa þessar veiðar nú algjörlega lagst nið- ur af tveimur ástæðum. Sú fyrri og stærri er sú, að á síðustu áratugum hafa ýmsar þjóðir, og þá ekki síst frændur okkar Norðmenn, veitt þess- 384 Heima er bezt ar selategundir svo gegndarlaust, að þeir eru nú miklu sjaldséðari hér við land en fyrr. Hin ástæðan er sú, að vegna hinna margvíslegu breytinga sem orðið hafa á þjóðlífsháttum okk- ar íslendinga á síðari árum, er ekki ástæða til að stunda þessar áhættu- sömu veiðar. En nú ætla ég ekki að draga lengur að segja ykkur frá því, sem ég hafði fyrst og fremst í huga í dag, en það var að segja ykkur ofurlítið nánar frá landselnum okkar og veiðunum í Jökulsá. Þótt furðulegt sé, gekk selur, oft margir selir, á vorin upp í ána stóru og vatnsmiklu, Jökulsá í Lónafirði, sem rennur til sjávar skammt fyrir vestan bæinn á Völlum. Vafalaust hefur hann þá verið í ætisleit, því að silungsgengd hefur alltaf verið þar mikil, bæði sjóbirtingur og urriði en aldrei þó lax. Langflestir selirnir fóru aldrei langt upp í ána, aðeins einn til tvo kílómetra mest, en stöku selir þó miklu lengra. Þegar ég var lítill drengur, voru selveiðar stundaðar í ánni á vorin eða snemma sumars, þegar tækifæri gafst til, og hafði svo verið um langt ára- bil. Bændumir urðu að gera þetta til að afla matar handa stórum fjöl- skyldum, sem þá voru nær undan- tekningarlaust á hverjum bæ. En á þeim tíma, og ekki síst fyrr á árum, var lífsbarátta fólksins í landinu okk- ar miklu erfiðari en nú, svo að nota varð hvert gott tækifæri, sem gafst til að draga björg í bú. Eg vil að þið vit- ið, að fyrr á tímum, og raunar um margra alda bil, var alltaf mikil fá- tækt á mörgum heimilum á Islandi, og þá fengu áreiðanlega mörg börn lítið að borða og voru sársvöng tím- um saman. En hamingjunni sé lof, nú eru gjörbreyttir tímar á íslandi miðað við það sem áður var. Nú þarf enginn að svelta hér lengur. Nú fá allir nóg að borða. Hér látum við svo numið staðar að þessu sinni. En í næsta skipti lýk ég við að segja ykkur frá selunum á Völlum og veiðunum í Jökulsá Hlaðvarpinn framhald afbls 360 Það er ekki ýkja langt síðan, að menn fóru að geta tekið ljósmyndir af eldingum. Þegar farið var að skoða þær, kom ýmislegt merkilegt í ljós. Eitt sinn þegar tekin var ljós- mynd úr flugvél af eldingu frá þannig sjónarhomi, að bæði sást undir og yfir skýið, sem eldingunni laust úr, uppgötvuðu menn, að það laust ekki bara eldingu niður til jarðar, eins og þá var talið, heldur laust líka annarri upp í gufuhvolfið. Þetta þótti mönnum nokkuð merkilegt og vita náttúrlega ekki al- veg, hver ástæðan eða tilgangurinn er. Kenningasmiðir hafa engu að síður farið af stað, og ein kenningin, sem litið hefur dagsins ljós, er sú, að þama sé jörðin sjálfkrafa að tappa af sér út í geiminn of heitu lofti og þenslu, sem myndast hefur innan gufuhvolfsins. Og hvemig má það vera í formi eldinga? Jú, eitt af því, sem menn hafa uppgötvað, er það að eldingum lýstur ekki niður til jarðar, heldur upp til skýjanna. Já, undarlegt er það. Ferillinn mun vera þannig, að frá skýjunum mynd- ' ast einhvers konar eldingargöng, slöngulaga rafmagnsgöng, sem lengjast í þrepum, u.þ.b. 50 metra í einu, niður til jarðar. Við hvert þrep stansar lengingin augnablik og greinist í sundur. Eftir um 1/100 úr sekúndu hefur „slangan“ náð neðsta stigi. Hús, tré og möstur senda frá sér, vegna hins miklu spennumunar, veikan rafstraum upp í loftið og virka þeir eins og n.k. þreifiangar. Þegar rafgöngin hitta síðan á slíkan anga, slær eldingu upp frá jörðinni og til skýsins. Eins og gefur að skilja, á sér stað á þessu augnabliki gífurlegur orkuflutningur. Elding- arnar, sem myndast fyrir ofan skýin og munu ná upp í allt að 400 kíló- metra hæð, em þó ekki alveg sama eðlis og þær, sem slær niður til jarð- ar eða upp til skýja, samkvæmt hinni nýuppgötvuðu staðreynd. Þær eru greinóttari og mynda blárri leiftur. En kenningin er sem sagt sú, að þær slái gat á gufuhvolfið, þar sem út losni um leið talsverður varmi. Þessar eldingar séu nokkurs konar aftöppunarloki, líkt og öryggisvent- ill á hraðsuðukatli eða gufukatli. En hvort sem það er rétt ályktað eða ekki, og þá einnig hvort gróður- húsaáhrifin margumtöluðu nái vegna þessa aldrei að myndast al- mennilega og breyta veðurfari og öllu því, sem í kjölfarið kæmi, skal ósagt látið hér. En merkileg er upp- götvunin engu að síður og sýnir okkur ágætlega, að jörðin eða nátt- úran sem slík, lumar á ýmsum trompspilum til þess að viðhalda ríkjandi aðstæðum. Með bestu kveðjum. Guðjón Baldvinsson. Eldri HEB- Óska eftir að kaupa september-, október-, nóvember- og desemberhefti Heima er bezt, ársins 1956. Sigrún Hjálmarsdóttir, sími 452-4546. blöð óskast Heimaerbezt 385

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.