Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.1995, Side 6

Heima er bezt - 01.11.1995, Side 6
ann kom fyrst til íslands, þegar Surtsey gaus. Síðan liðu nokkur ár og hann fór að vinna að mynd um upphaf jarðar. „Við vorum að kvikmynda fyrsta stóra myndaflokkinn, sem ég gerði og nefndist Lífið á jörðinni. Upphaf hans varð að vera um eldfjöll, og okkur vantaði eldfjall, sem var að gjósa,“ sagði hann. Það ætlaði hins vegar ekki að ganga vel, því að hvergi á jarðkringlunni virtist eldfjall ætla að gjósa. Þar til dag einn, þegar hann sat á mjög formlegum fundi hjá Breska þjóð- minjasafninu, þar sem hann er einn af stjómarmönnum. „Það kom maður til mín með silfurbakka og á honum var miði, sem á stóð: „Krafla er farin að gjósa. Farðu strax út á flugvöll, sagði Attenborough. Hann fór beint af fundinum og gaf sér rétt tíma til að koma við heima hjá sér og taka það nauðsynlegasta. Og það mátti ekki tæpara standa með að ná flugvélinni. Þetta var önnur heimsókn hans til landsins, en áður hafði hann komið hingað eins og áður segir, þegar Surtsey gaus fyrst árið 1963. Þegar vélin lenti í Keflavík, beið hans lítil flugvél. sem flaug með hann og samstarfsmenn hans að Kröflu. „Við flugum í myrkrinu norður. Þegar við stigum út úr vélinni, var enn niðamyrkur. Við fórum upp í Land Rover-jeppa og keyrðum niður dalina í myrkrinu. Skyndilega blöstu við okkur eldrauðir hraunneistarnir fljúgandi í loftinu,“ segir hann og kyssir fingur sína til að leggja áherslu á, hve mikilfengleg sjón gosið var. Engin orð megna að lýsa þeim hughrifum, sem þessi sjón olli. „Rétt í því að við vorum að fara, mættum við mörgum Þjóðverjum, sem spurðu okkur ákafir, hvar gosið væri. Við bentum í áttina, sem við komum úr, en eldgosið var hætt. Þannig tókst okkur með naumindum að ná þessu á mynd. Ef við hefðum komið klukkutíma síðar, hefðum við orðið of seinir,“ sagði Attenborough. Hann hefur komið hingað í nokkur skipti síðan til að kvikmynda og nú síðast í október til að árita bók sína, Einkalíf plantna. Hugmyndin að bókinni varð til, eftir að hann lauk við gerð myndaflokksins Lífsbarátta dýranna. „Ég var í baði og velti fyrir mér, hvað ég ætti að taka mér fyrir hendur næst. Ég hugsaði með mér, að ef ein- hver bæði mig að gera mynd um ljón á veiðum aftur, þá dæi ég,“ sagði Attenborough. Hann langaði að gera eitthvað nýtt. Finna nýjan sann- leik um lífríki jarðar. „Þá hvarflaði að mér, að plöntur væru mikilvægustu líf- verur á jörðinni. Þær eru líka mun lánsamari en dýrin. Þær lifa lengur og á stöðum, þar sem dýr geta ekki verið. Önnur dýr eru líka algjörlega háð plöntum. Samt sýnum við þær alltaf sem fórnarlömb í öllum myndum, sem ég hef gert um plöntur. Þær væru bara eitthvað fyrir dýrin að tyggja eða höggva niður. En að sjálfsögðu eru plöntur líf- ræn heild. Mér fannst hugmyndin góð, því að enginn hafði reynt að gera slíka mynd,“ sagði Attenborough. David Attenborough ogforsvarsmenn Bókaútgáfunnar Skjaldborgar hf, Björn Eiríksson, forstjóri, til hœgri og Heiðar Ingi Svansson, framkvœmdastjóri, til vinstri. Hugmynd hans var hins vegar ekki auðveld í fram- kvæmd, því að hann vildi gera mynd um plöntur út frá sömu lögmálum og hann hafði gert Lífsbaráttu dýranna. Það var ekki hlaupið að því að gera slrka mynd um plönt- ur og kostaði mikinn undirbúning, því að hann þurfti að finna réttan útbúnað til að hugmyndin væri framkvæman- leg. „Þá datt mér tvennt í hug. Við gætum notað útbúnað til að hraða myndinni, og við myndum sýna plöntumar sem hetjur í stað fórnarlamba. Plöntur eru lífverur með flest sömu vandamál og dýr. Þær þurfa að finna sér fæði, stað til að lifa á og komast af í nábýli við aðrar plöntur,“ sagði Attenborough. Hann setti upp allan nauðsynlegan búnað og skildi hann eftir í þrjár vikur. Að þeim tíma liðnum kom hann aftur og náði í filmurnar. „Það var mjög spennandi að sjá, hvað væri á myndun- um, því að við vissum að það, sem við sæjum, hafði eng- 362 Heimaerbezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.