Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.1995, Side 14

Heima er bezt - 01.11.1995, Side 14
Forberg og Hansen við línukönnun á Fjarðarheiði, 1905. Jarðsíminn borin upp á Siglufjarðarskarð 1910. bria, lagði strenginn og var aðstoðað af danska beitiskipinu Heklu. Engin óhöpp hentu við verkið og kostnaðaráætlanir og tímasetningar stóðust. Þjóðin hafði stigið stórt skref til framfara. Upphaflega hafði verið ætlunin að leggja sæsímann til Reykjavíkur en árið 1898 sendi Mikla norræna símafélagið amerískan verkfræðing, Hansson, til þess að rannsaka að- stæður hér og vann hann að þeim í tvö ár. Gerði hann síðan tillögu um að leggja sæsímann upp á Austfirði og að leggja þá fjármuni sem við það spöruðust í landlínu um Norðurland til Reykjavíkur. Hanson verkfræðingur varð þannig til þess að flýta mjög tilkomu Lands- símans. Landssíntin Eins og að framan greinir var símamálið tvíþætt: Sæsíminn til útlanda og landssím- inn um byggðir landsins, sem tengdi helstu kaupstaðina og ýmsa smærri staði innbyrðis og við útlönd. Landlínan frá Seyðisfirði norður um land til Reykjavíkur var 615 km löng. Var danski símaverkfræðingur- inn C.E. Krarup tæknilegur ráðgjafi Hannesar Hafstein ráðherra. Ráðherrann réð þá Guide úr herfor- ingjaráði Dana, Hansen, amerískan verkfræðing, og norska símstjórann O. Forberg til þess að ferðast um væntanlegt línustæði og gera áætlun um kostnað og velja leiðina. Framkvæmdin var þannig vel und- irbúin, bæði tæknilega og fjárhags- lega. Strax eftir samþykkt símafrum- varpsins á Alþingi var hafinn undir- búningur verkþáttarins. O. Forberg hafði verið í Reykjavík meðan umfjöllun Alþingis fór fram um símafrumvarpið og var þegar eftir samþykkt þess ráðinn til að hafa yfír- stjóm framkvæmdanna með höndum. Ýmsir erfiðleikar vom við verkið, bæði af völdum náttúmnnar og af mannavöldum. Einn erfiðasti verk- þátturinn var flutningur línuefnisins frá hafnarstöðunum til línustæðisins, og jók veðurfarið enn á erfiðleikana, þar sem veturinn 1905-1906 var óvenjuharður. Landlínan, bæði fyrir talsíma og rit- síma, var gerð af tveimur þriggja millímetra bronsvímm, sem hengdir voru á fjórtán þúsund fum- og grenistaura, 18-20 fet að lengd. Staur- amir voru fúavarðir, ýmist með kreos- ót- eða eyrolíu. Gert var ráð fyrir 22 talsíma- og rit- símastöðvum við línuna. íslenskir verktakar fluttu allt efnið til línustæð- isins frá uppskipunarhöfnunum. Um- sjón og verkútboð á þessum efnis- flutningum hafði Björn Bjamarson frá Grafarholti og sýndi við það mikinn dugnað og glöggskyggni. Ef haft er í huga, hvemig sam- göngumálin vom á þessum tíma, ekk- ert vegakerfi, ár og fljót að mestu óbrú- uð en hesturinn eini flutningamiðillinn, er auðséð hvert af- rek símalagningin var. Þáttur íslenska hestsins má ekki falla í gleymsku í sögu þessa mikla framfaramáls. Dugnaði O. For- bergs og ósérhlífni er viðbmgðið svo og útsjónarsemi og óbilandi trú á fyrir- tækið. Það voraði seint 1906. Fram í júní- lok var snjór á öll- um heiðum á Norð- austurlandi og tafði það verkið. I lok maímánaðar komu norskir verkamenn og verk- stjórar til landsins, og vom þeir ráðnir til þess að reisa og setja upp símann. Komu þeir með verkfæri, tjöld og nokkuð af efni til símans. Norðmennirnir skiptu sér í 13 flokka og skiptu með sér línuleiðinni. í júlímánuði breyttist veðrið til hins betra og vannst þá upp tímatapið um vorið. Hinn 27. ágúst 1906 var komið símasamband milli Seyðisfjarðar og Egilsstaða og samband við Hof í Vopnafirði 19. september. I ágúst og september var komið á símasambandi milli Seyðisfjarðar og Eskifjarðar með einkalínu í eigu Tuliniusar. Hinn 29. september 1906 kl. 16.00 var ritsímasambandið milli Seyðis- fjarðar og Reykjavíkur opnað, og jafnframt voru opnaðar allar talsíma- stöðvamar, sem tengdust línunni. Rit- símaafgreiðslan milli Seyðisfjarðar, Akureyrar og Reykjavíkur fór fram 370 Heimaerbezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.