Heima er bezt - 01.11.1995, Side 16
Úr heimi þjóðsagna
Galdra-Imba og
Galdra-Þura
Eitt sinn fór hún til formanns
eins, er var nágranni hennar, og bað
hann að lána sér dálítið af skreið.
Varð hann ekki við bón hennar.
Nokkru síðar rær formaðurinn.
Dóttir Imbu var þá gift og bjó
skammt frá móður sinni. Dag einn
sér hún, að rýkur undarlega mikið í
eldhúsi móður sinnar. Fer hún því
að forvitnast um, hvað gamla kon-
an sé að elda. Hún kemur í eldhúsið
og gáir í pottinn á hlóðunum. Sér
hún tóma eggjakoppa í pottinum.
Kallar hún þá upp:
„Ætlarðu að drepa manninn minn, mamma?“
„Taktu hann þá. Of mikið hef ég kennt þér, stelpa,“
segir kerling.
Tekur Þura þá einn eggjakoppinn upp úr. Formaðurinn,
sem reri þennan dag og neitað hafði Imbu um skreiðina,
fórst um kvöldið ásamt öllum skipverjum sínum, nema
einum, manni Þuru.
Haust eitt rak Imba margt fé í kaupstað. Þegar hún er
skammt komin, mætir hún dóttur sinni.
„Smáfætt er nú féð þitt, móðir mín,“ segir Þura.
„O, þegi þú, stelpa. Of mikið hef ég kennt þér,“ ansar
kerling.
Var það þá músahópur, er kerling rak, aðrir segja
sauðavölur. En ekki er annars getið en féð hafi gengið út
í kaupstaðnum.
Eitt sinn bað Imba konu að lita vaðmál fyrir sig. Konan
var að lita með sortulit, en kvaðst ekki geta litað fyrir
Imbu, því að sortuliturinn, sem hún ætti, dygði ekki nema
í sitt vaðmál.
Töluðu þær svo ekki meira um það, og fór Imba leiðar
sinnar.
Konunni dettur þá í hug, að Imba muni gera sér ein-
hvern grikk fyrir afsvarið. Fer hún því og nær í vaðmál
Imbu, án þess að hún viti af. Litar hún það síðan, en lætur
eiga sig það, sem hún á ólitað sjálf.
En þegar hún tekur vaðmálið
upp úr, er það allt með brunagöt-
um. Fer hún svo með vaðmálið til
Imbu og kveðst með engu móti
geta gert að þessu, hún hafi haft
alveg sömu aðferð við að lita vað-
mál Imbu og sjálfrar sín.
„Það gerir ekkert til, heillin mín.
Mér verður það að fullum notum,
þrátt fyrir þetta. Mér duttu aðeins
brunablettir í hug, þegar þú vildir
ekki lita fyrir mig,“ ansaði Imba.
Hugðu menn, að Imba hefði ætl-
að vaðmáli konunnar að verða fyr-
ir brunagötunum.
Þær Málfríður, kona séra Vigfúsar í Einholti, og Imba,
voru vinkonur. Vigfús átti óvildarmenn frá skólaárunum,
og sendu þeir honum drauga öðru hverju. Tók maddama
Málfríður jafnan á móti þeim og kom þeim fyrir.
Eitt sinn var Imba á ferð. Kemur hún þá til einnar vin-
konu sinnar og er kátari en hún á að sér. Kvaðst hún
sjaldan hafa haft betri skemmtun en horfa á leik, sem
hefði farið fram hjá hól einum þar skammt frá. Komið
hefðu sjö karldraugar, sem sendir hefðu verið séra Vig-
fúsi að vestan, og sjö kvendraugar, sem maddama Mál-
fríður hefði sent að austan, á móti hinum. Hefðu þeir
mæst hjá hólnum og slegið í bardaga með þeim.
Fljótt hefði hallað á kvendraugana. Vegna kunnings-
skapar við maddömu Málfríði kvaðst hún hafa sent
kvendraugunum svolítinn styrk. Hefði viðureigninni eigi
að síður lokið þannig, að enginn drauganna hefði staðið
uppi.
Imba var þá spurð, hvort nokkur verksummerki sæjust
hjá hólnum. Kvað hún þau sjást greinilega. Var þá farið
þangað og fundust þar fjórtán mannsherðablöð. Þar var
og mikið umrót.
Eitt sinn vakti Imba yfir fé sínu. Sér hún þá, hvar mað-
ur kemur vestan að og æðir yfir landið. Fer hann skammt
frá henni. Hún spyr, hverra erinda hann fari. Hann kveðst
Á 18. öld bjó kona, sem Ingi-
björg hét, í Borgarhöfn í Suð-
ursveit. Hún var mjög göldrótt
og var almennt nefnd Galdra-
Imba. Hún átti dóttur, er Þur-
íður nefndist, og kenndi henni
galdur. Var hún því kölluð
Galdra-Þura. Imba þótti ill
viðskiptis og hefnigjörn, ef
ekki var gert að vilja hennar.
372 Heimaerbezt