Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.1995, Blaðsíða 30

Heima er bezt - 01.11.1995, Blaðsíða 30
Franchezzo Loks náðum við hurðinni og komumst gegnum hana en um leið lokaðist hún og læsti árásarmennina inni. Nú vorum við gripnir sterkum örmum, sem báru okkur burt í öryggi á þessari dimmu sléttu. A meðan hafði liðið yfir fylgdar- mann minn. Þegar ég stóð við hlið hans, sá ég fjóra tignarlega anda frá æðri sviðum, strjúka hann segul- straumi. Nú sá ég þá dásamlegustu sýn, sem ég hef nokkum tíma séð. Frá hinum dimma, afskræmda líkama, sem lá í dauðadái, hófst eitthvað þokukennt, sem þéttist von bráðar og tók loks á sig mynd andans á ný. Það var hin hreinsaða sál aumingja and- ans, sem losnaði við hið dökka hulst- ur. Fjórir englaandar lyftu síðan hinni meðvitundarlausu sál, líkt og bami, upp á við þar til þeir hurfu mér sjónum. En við hlið mér stóð önnur engla- vera og sagði: „Vertu hugrakkur sonur lands von- arinnar, því þú munt hjálpa mörgum í þessu dökka ríki og stór er gleði engla himinsins yfir hverjum synd- ara, sem iðrast.“ Þegar hann hafði mælt þetta hvarf hann og ég stóð aleinn á dimmum sléttum undirheima. 21. kafli. Framundan mér lá þröngur stígur og forvitinn að kanna hvert hann lægi, þræddi ég hann, viss um að hann mundi leiða mig til einhverra, sem ég gæti hjálpað. Ekki hafði ég gengið lengi fyrr en ég stóð við rætur dökks fjalls, en þar gat að líta op, sem leiddi til djúprar gjár. Flræðileg skordýr héngu allsstaðar á veggjum hennar og skriðu fyrir fótum mínum. risasveppir uxu í skútum gjárinnar og slímkenndar jurtir héngu í festi eins og druslur frá gjárbörmunum. Gjárbotninn var næstum þakinn dökkri, daunillri leðju. Mér lá við að snúa baki við þessum stað, en þó var eins og innri rödd hvetti mig til þess að halda áfram. Eg gekk inn og kringum þessa dökku leðju og stóð að vörmu spori, við innganginn, í þröngan dimman skoming í klöppinni. Ég gekk inn í hann og þegar ég fór fyrir horn í göngunum, sá ég fyrir mér rauðan bjarma, eins og endurskin frá bruna og í bjarmanum sá ég dökkar verur hreyfast til og frá. Brátt stóð ég við enda ganganna. Fyrir augu mér bar nú stóra hvelf- ingu, sem líktist fangaklefa. Inn á milli í reykjarsvælunni, sem lagði þaðan, sá ég hér og þar, hrufu- ótt klettaþrep. í miðju skíðlogaði eldur en kringum hann dansaði fans djöfla, svo óhugnanlegur að þeir virtust verðugir fulltrúar undirheima. Þeir stungu löngum svörtum spjót- um í eldinn og ráku um leið upp ösk- ur og ruddalegan hlátur og dönsuðu villtan dans. I skoti holunnar sátu nokkrar aum- ar dökkar verur í hnipri. Dansaramir virtust stundum stefna að þeim, eins og þeir vildu grípa þá og kasta á eld- inn, en þeir hurfu jafnan undan með öskri og ýlfri. Mér varð brátt ljóst að ég var ósýnilegur þessum verum og það jók hugrekki mitt, svo ég færði mig nær. Mér til skelfingar uppgötv- aði ég þá að eldsneytið voru lifandi líkamar, menn og konur, sem egnd- ust sundur og saman í logunum og 386 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.