Heima er bezt - 01.11.1995, Qupperneq 20
Mín tillaga er sú að ég taki að mér
mjaltir og mjaltakennslu hér, uns
drengurinn verður fær um að inna
þær af hendi sjálfur.
Daninn sem hér er nú og fer til
síns heima í næstu viku, getur notað
tíma sinn til að kenna drengnum allt
er varðar umhirðu svínanna og ann-
að sem þörf er á að hann læri.“
Við þessa orðræðu setti alla hljóða
nokkra stund eða þar til Olafía sagði
að þar sem nú væri orðið áliðið
kvölds væri best að allir gengju til
náða og frestaði þar með allri um-
ræðu til næsta dags.
Mér var vísað til herbergis þess er
næsti svína- og kúahirðir skyldi fá til
umráða og þar féll ég brátt inn í
draumalandið, enda orðinn þreyttur á
sál og líkama.
Næsta morgun er ég vakinn
eldsnemma, beðinn að klæðast
vinnufötum og koma niður í eldhús
og fá mér eitthvað í svanginn þar. Er
í eldhúsið kom segir Olafía mér að
hún hafi ekki brjóst í sér til þess að
láta mig fara til baka, enda eigi ég
enga sök á því hvernig komið sé.
„Við Ingibjörg höfum ákveðið að
láta reyna á hvað í þér býr og nú ferð
þú með henni út í fjós.“
Er í fjósið kom var ég settur undir
eina kúna, á skammel sem þar var,
fengin mjólkurfata og síðan hóf Ingi-
björg kennslu sína. Hvort sem það er
nú trúlegt eða ekki, fór hér svo að í
þessum fyrsta mjaltafræðitíma mín-
um, náði ég tökum á réttri aðferð og
náði að mjólka eina kú á meðan Ingi-
björg mjólkaði hinar sjö.
Ég er búinn að gleyma hve langur
tími leið þar til ég gat mjólkað allar
kýrnar einsamall, en hann mun ekki
hafa verið svo ýkja langur. Hinsveg-
ar man ég að í fyrstu var ég um tvær
klukkustundir að mjólka allar kýmar
átta í hvert mál, en þegar ég hafði
náð fullri æfingu var ég aðeins lið-
legan hálftíma við mjaltimar.
í fyrstu var ég með stirðar og
bólgnar hendur en það lagaðist fljótt.
Önnur fjósverk en mjaltir vom mér
ekki erfið.
Til skýringar á því sem á eftir
Krosshús, 1995.
kemur, langar mig til að geta þess að
vestasta býlið í Járngerðarstaða-
hverfinu voru Járngerðarstaðir, þá
Garðhús og síðan Krosshús og þaðan
tók byggðin að þéttast. Allstórt tún
var að Garðhúsum, milli Járngerðar-
staða og Krosshúsa.
Svínahirðingin
I Garðhúsum voru tvö fullorðin
svín, stærðar göltur og gylta. Þau
voru í sérstöku húsi, nokkuð frá fjósi
og bæ. Að vísu var gyltan nú í laus-
um fjósbás og var það vegna þess að
hún var alveg komin að goti og því
mátti aldrei frá henni víkja. Væri
enginn viðstaddur til að taka frá
henni grísina þegar hún gaut, var hún
fljót að aflífa þá.
Hversvegna gyltur gera þetta veit
ég ekki, hef svo sem heyrt margar
kenningar þar um en enga raunsanna
skýringu.
Kvöldið áður en Daninn ætlaði
burt var ég einn úti í fjósi og varð þá
var við einhverja ókyrrð á gyltunni
og þaut því til hennar. Það stóðst á
endum, ég fékk grís beint í hendurn-
ar og síðan hvern á fætur öðrum, svo
hratt að ég rétt náði að koma þeim
frá mér í tæka tíð.
Þegar komnir voru eitthvað um 10
grísir hægði gyltan á sér og loks taldi
ég að þessu væri lokið og skaust
augnablik inn og fékk mér bita. En
þó að ég væri stutta stund í burtu,
hafði samt einn fæðst á meðan og
gyltan hafði auðvitað aflífað hann.
Mig minnir að mér hafi tekist að
bjarga 12 grísum í þetta sinn.
Þegar grísir fæðast eru þeir nær
allsberir og alla tíð eru þeir mjög
gjarnir á að fá lungnabólgu og því
fer ævinlega svo að þó viðkoman sé
mikil eru afföllin líka stór.
Að þessu sinni komust aðeins sex
grísir á legg, en þegar þeir voru á
milli tveggja og þriggja mánaða
gamlir, kom fyrir alvarlegt atvik,
sem í raun varð tilefni þessarar frá-
sagnar minnar.
Að Krosshúsum bjó Einar Einars-
son yngri, sonur þeirra Garðhúsa-
376 Heimaerbezt