Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.1995, Síða 35

Heima er bezt - 01.11.1995, Síða 35
kominni hamingju, mun fullkomnari en hlutskipti þeirra hafði verið í líf- inu. Ég sneri ekki aftur til bæjarins, því ég fann að starfi mínu þar var lokið og því gekk ég áfram til að leita nýrra verkefna þar sem störf mín gætu komið að gagni. Mitt úti á eyðilegri, dimmri slétt- unni kom ég að litlum kofa og í hon- um fann ég mann, sem lá á óhreinum hálmfleti, hjálparvana og að því er virtist að dauða kominn. Hann skýrði mér frá að í jarðlífinu hafi hann á sama hátt, yfirgefið sjúkan félaga, sem dó, en áður hafði hann rænt gulli, sem báðir saman höfðu hætt lífi sínum til þess að ná í og nú, eftir dauðann, væri hlutskipti hans það sama og félaga hans, að liggja hér hjálparlaus og yfirgefinn. Ég spurði hann hvort hann vildi ekki komast á fætur og hjálpa öðrum og með því afplána framkomuna við félaga hans, ef svo væri, gæti ég ef til vill, hjálpað honum. Hann lét í ljós ósk um að komast á fætur, hann væri orðinn dauðleiður á þessum kofa, en hann gat ekki skilið að það þyrfti að gera neitt sérstakt til þess að hann þyrfti að baka sér með því erftði fyrir aðra. Heldur vildi hann leita uppi sjóðinn, sem hann hafði grafið í jörðu og njóta hans. Um Ieið og hann sagði þetta skotr- aði hann augunum til mín, til þess að sjá hvað ég áliti um fjársjóð hans og hvort ég væri fús að aðstoða hann í leit að sjóðnum. Ég bað hann heldur að leita uppi félagann, sem hann hafði rænt og yf- irgefið og bæta honum afbrotið. Á það vildi hann ekki hlýða, brást reiður við og sagðist ekki hryggjast yfir meðferðinni á vininum, aðeins yfir að þurfa að dvelja hér. Hann hefur vafalaust haldið að ég mundi hjálpa honum burt frá þessum stað. Ég reyndi að tala um fyrir hon- um og benti á þær leiðir, sem gætu orðið honum til góðs og fælu í sér yfirbót þess illræðis, sem hann hafði framið, en það var áranguslaust. Ein- asta hugsun hans var, að þegar hann á ný gæti staðið í fæturnar, mundi hann ræna og myrða eitthvert fómar- lamb. Ég lét hann því liggja þar sem hann var kominn og um leið og ég gekk leiðar minnar, þreif hann upp steinvölu og kastaði á eftir mér. Hugur minn snerist um hvaða ör- lög biðu þessa manns. Við því fékk ég eftirfarandi svar: „Hann er nýkominn hingað frá jörðinni eftir vofveiflegan dauðdaga, sál hans er enn þróttlítil en brátt mun hann öðlast fullan styrk. Þá mun hann hverfa á brott og sameinast öðr- um ræningjum, sem ráfa hér um í smáhópum og auka á skelfingu þessa staðar. Eftir fjölda ára, jafnvel aldir, mun þrá eftir betra lífi og hlutskipti, vakna og þá mun hann, smám sam- an, byrja að þroskast, en það mun taka langan tíma því sál, sem hefur svo lengi verið hlekkjuð, vanþroska og lágreist, þarf oft aldir til þess að þroska skerta sálarkrafta til góðs.“ Eftir að hafa gengið nokkurn tíma eftir þessari eyðilegu sléttu, fannst mér ég svo þreyttur og úrvinda, að ég settist niður og lét hugann reika yfir það, sem ég hafði séð á þessu skelfilega sviði. Ég var dapur yfir öllu því illa og þjáningunni, sem ég hafði séð og svart heljarmyrkur þjakaði svo sál mína, sem alltaf hafði elskað sól- skinið og birtuna, eins og ég álít að- eins suðrænar þjóðir geta. Skelfing þráði ég fréttir af henni, sem ég hafði skilið við á jörðinni. Vinir mínir höfðu ennþá ekki fært mér fréttir eða kveðjur frá henni. Mér var ei ljóst hve lengi ég hafði dvalið á þessum stað, þar sem eng- inn dagur markaði skil dags og næt- ur, ekkert nema eilíf, biksvört nótt, sem huldi allt og alla. Hugur minn var allur bundinn við ástvinu mína og ég bað innilega að henni mætti líða vel á jörðinni, mér til ósegjanlegrar gleði þegar ég sæi hana aftur, eftir reynslutímann á þessu sviði. Á meðan ég bað varð ég brátt áskynja fölrar, mildrar birtu, sem flóði yfir mig eins og frá lýsandi stjörnu, sem óx sífellt þar til hún braust út í dásamlegri mynd, um- luktri geisladýrð. I miðri birtunni sá ég ástvinu mína og augu okkar mættust. Fagur munn- ur hennar opnaðist eins og hún segði nafn mitt, því næst lyfti hún hendinni að vörum sér og sendi mér fingur- koss. Það gerði hún svo feimnislega og fagurlega, að ég varð yfir mig hrif- inn, stóð upp til þess að svara koss- inum og til þess að sjá hana betur, en þá hvarf sýnin og ég var þama einn eftir á dimmri sléttunni. En nú var hún ekki jafn óhugnan- leg þar sem þessi dásamlega sýn hafði glatt mig og gefið mér von og styrk til áframhaldandi starfs og við- leitni að veita öðrum sömu von og ég hafði og gladdist yfír. Ég stóð á fætur og hélt leiðar minnar, en að vörmu spori náði mér hópur anda með fráhrindandi útlit. Þeir voru klæddir slitnum, svörtum klæðum og virtust hafa svartar grím- ur fyrir andlitum, eins og skuggaleg- ir fyrirsátursmenn. Þeir sáu mig ekki og ég hafði reyndar orðið þess var að íbúar þessa svæðis voru of skyni skroppnir og sneyddir andlegri innsýn til þess að bera kennsl á sálir frá sviðum yfir þeim, ef ekki komu til sértengsl. Forvitni mín vaknaði á því, hvað þeir hefðu fyrir stafni og því fjar- lægðist ég þá ögn en fylgdi þeim eft- ir í hæfilegri fjarlægð. Framhald í nœsta blaði. Heima er bezt 391

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.