Heima er bezt - 01.11.1995, Page 32
hafði beitt órétti. Jafnvel þeir, sem
óskuðu ekki hefndar yfir morðingja
sínum, sem voru of góðir og hrein-
lyndir til þess að mæta honum á
þessum stað, virtust samt ofsækja
hann þarna. Þó voru það ekki sálir
þeirra heldur sálarlausar vofur, líkar
þeim sem ég sá í landi frostsins og
ofsóttu manninn þar í ísbúrinu.
Eina tilfinning þessara manna í
undirheimum var reiði yfir því að
vald hans á jörðu var þorrið og við-
leitni hans beindist að því að samein-
ast þeim í undirheimum, sem voru
jafn grimmir og hann, til þess, með
þeirra aðstoð, að geta haldið áfram
að þjá og undiroka aðra. Hefðí það
staðið honum til boða, hefði hann
dæmt á ný til dauða fórnarlömb sín,
því miskunnsemi og samviskubit
voru honum framandi. Hann var að-
eins argur yfir valdaleysi sínu.
Hefði hann haft snefil af sam-
viskubiti, eða vingjamlegu hugarfari
til annarra, hefði það verið honum til
hjálpar og byggt múr á milli hans og
ofsækjendanna. En eins og hann var,
hafði hin takmarkalausa grimmd
hans viðhaldið og endurnýjað þá
andlegu loga, sem kviknuðu af
hefnigimd fórnarlamba hans þar til
þeir slokknuðu af eigin ákafa.
Þeir djöflar, sem ég sá kringum
hann voru þeir síðustu og harð-
svíruðustu meðal fórnarlamba hans,
en hjá þeim hafði hefndarþorstinn
ekki horfið með öllu. Þeir, sem aftur
á móti, sátu í hnipri í skoti gjárinnar,
voru sálir sem raunar höfðu ekki
lengur löngun til þess að kvelja hann
en gátu þó ekki slitið sig frá því að
sjá þjáningar hans og annarra bræðra
hans.
Nú sá ég þennan anda í endurlífg-
aðri iðrun, snúa aftur til bæjarins til
þess að vara reglubræður sína við
því að feta þann syndastíg, sem hann
sjálfur hafði gengið. Honum var enn
ekki ljóst hve langt var liðið síðan
hann yfirgaf jörðina og ekki skildi
hann að þessi bær var andleg hlið-
stæða þess bæjar, sem hann hafði lif-
að í á jörðinni.
Mér var sagt að eftir skamman
tíma yrði hann á ný, sendur til jarð-
arinnar, sem andi til þess að hjálpa til
við að boða hinum dauðlegu þá mis-
kunnsemi og mannkærleika, sem líf
hans var svo örsnautt af en fyrsta
starf hans yrði að vinna á þessu
dimma stað, til þess að losa þær sálir,
sem hann, vegna glæpa sinna, hafði
dregið með sér hingað.
Eg yfirgaf hann við hlið stórrar
byggingar, sem var hliðstæða við þá
sem hann bjó í á jörðinni og ég hóf
göngu mína á ný um bæinn.
Eins og rómverska borgin var þessi
einnig lýtt og fegurð hennar afmáð af
þeim glæpum, sem hún hafði þögul
horft upp á og mér fannst loftið fullt
af vælandi og grátandi vanskapning-
um, sem drógu á eftir sér þunga
hlekki.
Bærinn virtist aftur reistur af lif-
andi grafhvelingum, þakinn dökk-
rauðri þokuslæðu blóðs og tára.
Hann líktist mest hrikalegu fangelsi
og múrar hans reistir af ofbeldi, rán-
um og kúgun.
Þegar ég hélt áfram sá ég í vöku-
draumi, bæinn eins og hann leit út
áður en hvíti maðurinn steig fyrst
fæti í hann. Eg sá friðsælt, frumstætt
fólk, sem lifði á ávöxtum og korni,
lifði frumstæðu lífi eins og saklaus
æska, sem ákallaði hinn Almáttuga,
því nafni, sem þeir nefndu hann og
óttuðust hann í anda og sannleika, en
hin frumstæða trú þess og dygðugt
líferni var ávöxtur af þeirri andagift,
sem þeim hlotnaðist af þeim mikla
anda, sem í öllu og allsstaðar býr og
tilheyrir hvorki ákveðnum trúar-
flokki eða kirkju.
Því næst sá ég hvíta menn koma
þangað þyrsta í gull og haldna fíkn
eftir að ræna eigum annarra og þessi
þjóð, sem var svo blátt áfram, bauð
þá velkomna sem bræður og sýndi
þeim í grandvaraleysi auðæfi þau,
sem þeir höfðu grafið úr jörðu, gull,
silfur og aðrar gersemar. Því næst sá
ég það trúleysi, sem þakti stig hvíta
mannsins, hvernig hann rændi og
myrti þetta einfalda fólk og batt það í
fjötra þrældóms og ánauðar.
Hinir innfæddu voru þvingaðir til
þrælkunar í námunum þar til þeir
dóu í þúsundatali.
Ollum samningum og loforðum
var rift af hvíta manninum þar til hið
friðsæla og hamingjusama land var
þakið tárum og blóði. Því næst sá ég
langt í fjarska, á Spáni, nokkra virð-
ingarverða, vingjarnlega menn, með
hreinar sálir, sem álitu sig hafa hina
einu sönnu trú, mönnum til frelsunar
og eilífrar sáluhjálpar. Þeir trúðu því
að Guð hafi gefið þetta bjarta fyrir-
heit aðeins örfáum, en allir hinir
lifðu í myrkri og villu. Þúsundir
þeirra fórust þar sem þeim var mein-
uð sú birta, sem aðeins fáum útvöld-
um var veitt.
Eg sá þessar góðu og hreinu sálir
hryggjast yfir því að aðrir lifðu, að
þeirra hyggju, í myrkri og villu.
Því lögðu þeir land undir fót og
sigldu yfír hin ókunnu höf, til fjar-
lægra landa og höfðu með sér trú-
fræði sína til þess að veita hana
þessu vesæla, óupplýsta fólki, sem
hafði lifað þar svo hreinu og fá-
brotnu lífi með sín eigin trúarbrögð.
Ég sá þessa góðu en fáfróðu presta
stíga á land á þessari fjarlægu strönd
og allsstaðar sáust þeir vinna á með-
al innfæddra við trúboð og við að
afmá með öllu, allar leyfar þeirrar
frumstæðu trúar, sem var eins virð-
ingarverð og þeirra eigin trú. Þessir
prestar, sem voru góðir og vingjarn-
legir, reyndu að milda hlutskipti
hinna þjáðu, innfæddu með því að
vinna að andlegu velferði þeirra og
allsstaðar risu upp trúboðsstöðvar,
kirkjur og skólar. Því næst sá ég
fjölda karla, presta og aðra, koma
þangað frá Spáni áfjáða, ekki vegna
velferðar kirkjunnar eða til þess að
breiða út sannindi trúarinnar, heldur
af gullgræðgi og öðru sem satt gat
eigin velferð og hag.
Meðal þeirra voru margir með
flekkuð mannorð í heimalandinu og
höfðu því neyðst til þess að flýja til
þessa ókunna lands til þess að komast
undan refsingu vegna afbrota sinna.
388 Heima er bezt