Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.1995, Qupperneq 15

Heima er bezt - 01.11.1995, Qupperneq 15
„Miðstöðvarborðið“ á Seyðisfirði 1926. með morsetækjum. Sambandið var oft truflað af talsímastöðvum, sem skiptu línunni og rufu þannig sam- bandið milli ritsímastöðvanna. Á árunum 1907-1908 var því lögð sérstök ritsímalína úr 42 mm járn- þræði milli Seyðisfjarðar og Reykja- víkur. Frá upphafi störfuðu á Seyðis- firði tvær stöðvar undir sama þaki, ritsímastöð Mikla norræna símafé- lagsins og Landssímastöðin. Samkvæmt samningi við Mikla norræna skyldi stöðvarstjóri beggja stöðvanna vera starfsmaður þeirra og því danskur en stöðvamar að öðru leyti lúta hvor sinni yfirstjórn. Fyrsti stöðvarstjórinn á Seyðisfirði var J.R Trap-Holm, sem kom til Seyðisfjarðar 1906 til undirbúnings en tók því næst við stjóm beggja stöðvanna. Jafnframt komu til Seyð- isfjarðar fjórir danskir símritarar. Einn þeirra var R. Bruhn. Hann giftist Dagmar Wathne, sem var fyrsta tal- símastúlkan við Seyðisfjarðarstöðina. Fjórir Islendingar höfðu verið send- ir til Danmerkur til þess að nema sím- ritun. Það voru Bjöm Magnússon, síðar símstjóri á ísafirði, og Halldór Skaptason, síðar endurskoðandi Landssímans á aðalskrifstofunni í Reykjavík. Gert hafði verið ráð fyrir að tveir símritarar Mikla norræna á Seyðis- firði væru íslendingar. Voru því strax um haustið teknir tveir nemar við sæsímann. Voru það Þorsteinn Gísla- son, síðar símstjóri á Seyðisfirði, og Gísli Lámsson. Þorsteinn réðst þó til Landssímans þegar að námi loknu, en þar hafði skapast þörf fyrir fleiri sím- ritara. Gísli Lárusson og Björn Olafs- son vom síðan ráðnir hjá Mikla nor- ræna. Bjöm hafði numið við símritara- skóla danska ritsímans og síðan starf- að í Newcastle. Hann starfaði síðan á Seyðisfírði til 1924, þegar Snorri Lár- usson símritari tók við starfi hans. Þegar Landssíminn var opnaður, voru eftirtaldar stöðvar opnaðar í Seyðisfjarðarumdæmi: Vopnafjörður, Hof í Vopnafirði og Egilsstaðir. Enn- fremur Reyðarfjörður og Eskifjörður, Hannes Hafstein ávarpar mann- fjöldann, 29. september 1906, við opnun Landssímans til almenningsnota. sem voru einkastöðvar við línu Tul- iniusar. Nokkrir einstaklingar stofnuðu fé- lag um lagningu innanbæjarsíma á Seyðisfirði og komu upp símakerfi haustið 1906. Skiptiborðið var fyrir 25 númer, en símnotendur voru rúm- lega 20. Landssíminn tók við einkasímanum eftir tvö ár. Árið 1907 var lögð talsímalína milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar með stöð í Firði. Ennfremur var opnuð stöð á Fossvöllum, og höfðu Foss- vallamenn eftirlit með línunni yfir Smjörvatnsheiði til Vopna- fjarðar. Einnig var þá lögð tal- símalína frá Eskifirði til Norð- fjarðar. Var það gert á vegum hlutafélags í Norðfirði með einkaleyfi frá Landssímanum. Árið 1908 var lögð talsímalína frá Eskifírði til Fáskrúðsfjarðar með sæsímastreng yfír Reyðar- fjörð. Árið 1914 var komið á tal- símasambandi milli Vopnafjarðar og Þórshafnar með stöðvum á Þórshöfn og Bakkafirði. Árið 1924 náði síminn loks að Höfn í Homafírði. Síminn hefur síðan haldið áfram að þróast og nær nú til flestra heimila í sveit og þéttbýli og er löngu talinn ómissandi hverjum manni. Símamálið mætti þó í upphafi meiri og harðari mót- stöðu en nokkurt annað mál, sem komið hefur til meðferðar á Al- þingi. O. Forberg var fyrsti landssíma- stjórinn en J.P. Trap-Holm stöðvar- stjóri beggja stöðvanna á Seyðisfirði frá 1906 til 1910, þegar R. Tönnesen tók við og gegndi starfinu til 1916. Tönnesen var mjög góður tæknimað- ur og vinsæll af starfsmönnum. Árið 1916 varð C. Groneman stöðvarstjóri Seyðisfjarðarstöðvanna og gegndi starfínu til 1919. Frá 1919- 1926 var Knud Christiani stöðvar- stjóri á Seyðisfirði, en þá tók Þor- steinn Gíslason við, og var hann fyrsti Islendingurinn, sem því gegndi. Heimildir: Elelctron, Símablaðið og Isl. tekniske udvikling eftir J. Krabbe. Ljósm.: Minningarit Landssíma Islands 1926. síQb Heima er bezt 371

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.