Heima er bezt - 01.11.1995, Page 25
svo ekki sannaði það, eitt út af fyrir sig, að vísan væri
ekki eftir Káinn.
En einn lesandi, Jónbjörg Eyjólfsdóttir, frá Egilsstöð-
um, taldi reyndar vísuna ekki vera eftir Káinn, heldur
Guttorm J. Guttormsson, hið kunna skáld og bónda að
Víðivöllum í Manitoba í Kanada og kvað hún hana heita
„Trú á sigur hins góða.“ Sendi hún okkur afrit af vísunni
eins og hún birtist í bókinni „Aldrei gleymist Austur-
land,“ ,en Guttormur,“ segir Jónbjörg, „var Austfirðingur
að ætt.“
Ég athugaði málið eftir þessa ábendingu Jónbjargar, og
mikið rétt, í þeirri bók er vísuna að finna og í ljóðakafla
Guttorms J. I bókinni eru birt ljóð og vísur eftir ýmsa
Austfirðinga, sem Helgi Valtýsson, safnaði og bjó til út-
gáfu.
Nokkru síðar hafði einnig samband við okkur, Sigurður
Gunnarsson, fyrrverandi skólastjóri, og hafði hann m.a.
undir höndum ljóðabók Káins, Kviðlinga og auk þess
ljóðabók Guttorms, Hunangsflugur, sem gefin var út í
Kanada árið 1944. Og í þeirri bók Guttorms er vísan birt,
og þar með verður faðernið að teljast fullsannað skv.
þessum heimildum þeirra Jónbjargar og Sigurðar.
Ekki eru vísumar nákvæmlega eins í áðurnefndum
tveimur bókum, þ.e. Aldrei gleymist Austurland og Hun-
gangsflugum, en þar sem sú síðari verður að teljast held-
ur nær skáldinu sjálfu þá birtum við hana hér eins og hún
er skráð þar. Reyndar munar aðeins einu orði, í Hun-
gangsflugum segir í annarri ljóðlínu, ...kunnirðu ekki vel
við... en í Aldrei gleymist Austurland hefur orðið „vel“
fallið út.
Rétt er því vísan svona:
Komir þú í hús, þar sem kajfi er ekki á borðum,
kunnirðu ekki vel við að biðja um það með orðum,
stattu þá hjáfrúnni um stund, án þess að tala,
strjúktu á henni bakið, og þáfer hún að mala.
Myndi ég því telja að nú væri hún rétt á blað komin og
málið í höfn, og færi ég þeim lesendum sem sendu okkur
athugasemdir sínar, bestu þakkir, því rétt skal vera rétt,
að sjálfsögðu.
Ein þeirra, sem hafði samband við okkur, vegna vís-
unnar, var Valdís Þórðardóttir, frá Búðardal á Skarðs-
strönd. Og hún gerði gott betur, því hún sagði okkur frá
annarri vísu, sem hún lærði á sínum yngri árum, er fjall-
aði líka um ágæti kaffisins. Sú vísa er svona:
Kaffi blandað korni og rót,
kœtir mína þanka nauma.
Það er Ijúfog lífsins bót
að lepja slíka náðarstrauma.
Að lokum endurbirtum við hér þrjár vísur sem í höfðu
slæðst prentvillur. Sú fyrsta er eftir Braga Björnsson en
hann segir í formála að vísunni:
„Stundum finnur maður eigin lund (geði) flest til saka
eða ávirðinga:“
Geði sakir flestarfmn,
ferill stakur treinist.
Gleðivaki mestur minn
margoft stakan reynist.
Og tvær þær síðari eru eftir Olaf frá Neðrabæ:
Landstím
Ölduskeifur upp að grynn-
ingum hreyfast kátar.
Móti keifa kólgu inn
krókaleyfisbátar.
Ketildalafjöll
Fjöllin lauguð lofts í hver
lít ég augum hlýjum.
Bera þaug á baki sér
blakkan haug afskýjum.
Látum við hér staðar numið
heimilisfangið:
Heima er bezt,
Pósthólf 8427, 128 Reykjavík.
að sinni og minnum á
í BÓKASKRÁ HEB er boðið upp
f jölda ódýrra bóka af öllu
' ____*_____
Sporið með hmxpvrn m
Heimaerbezt 381