Heima er bezt - 01.11.1995, Qupperneq 17
vera sendur að drepa séra Vigfús í Einholti, verði að fara
geyst og megi ekki tefja hjá henni.
Hún spyr, hvernig hann ætli að stytta presti aldur. Hann
kvaðst ætla að gera sig að flugu og fljúga ofan í prest.
„Eg trúi því ekki, að slíkur beljaki sem þú getir gert sig
að flugu,“ segir hún.
Tekur hún þá glas upp úr vasa sínum og spyr, hvort
hann geti komist ofan í það. Hann taldi sér það fært. Hún
biður hann að sanna orð sín svo sem andartak. Gerir hann
sig þá að flugu og flýgur ofan í glasið, en hún rekur tapp-
ann þegar í glasið og stingur því í vasa sinn. Því næst
sendi hún maddömu Málfríði glasið, og fylgdu þau skila-
boð, að hún réði, hvað hún gerði við Vestfirðing þann,
sem í glasinu væri.
Eitt sinn kom maður til Imbu og baðst gistingar. Hét
hann Hálfdán og átti heima á Reynivöllum í sömu sveit.
hann var þá gamall orðinn.
Imba tók því dauflega að hýsa hann. Hún sagði, að
hann yrði að gera sér að góðu að liggja á fjósskákinni, ef
hann vildi vera nætursakir, því að hún hefði ekkert rúm
handa honum.
Maðurinn kvaðst láta sér slíkt lynda.
Þegar gesturinn er lagstur fyrir á skákinni, fer Imba að
skoða í lár sinn. Eftir stutta stund komu margar völur úr
lárnum fram á gólfið og tóku að hoppa kringum karlinn.
Rís hann þá upp, hvessir augun á Imbu og segir:
„Þetta er grár leikur.“
Imbu varð hverft við og sagði, að hún hefði
einungis hugsað fast um þetta og hefðu þá völ-
urnar farið af stað.
Fleygði hún svo völunum í lárinn aftur.
Maðurinn lagðist þá aftur út af og reyndi að
sofna, og var allt kyrrt eftir það.
Sagði Imba svo frá síðar, að hún hefði ekkert
viljað við karl þennan eiga, hann hefði hin ein-
kennilegustu mannsaugu, sem hún hefði séð.
Þegar Imba var orðin gömul, sat hún eitt sinn
úti undir bæjarvegg og önnur kona hjá henni.
Voru þær að prjóna. Gengur þá Þórður Þor-
kelsson Vídalín fram hjá þeim. Konan yrðir á
Þórð og biður hann að gefa sér í nefið. Réttir
hann henni baukinn og segir:
„Víst á Imba skilið að vera sett hjá. Guð á
ekkert í henni nema einn blóðdropa í litlu
tánni, og er það hið litla, sem hún hefur gert
fátækum gott.“
Gekk Þórður svo leiðar sinnar. Sagði þá
Imba við konuna:
„Ekki þori ég til við þennan.“
Þura var ólík móður sinni og fór betur með
kunnáttu sína, enda var Þura vinsælli. Á efri
árum sínum var hún hjá prestinum á Kálfa-
fellsstað. Eitt sinn var mikið af þurru heyi und-
ir á túninu, og varð eigi komið við að hirða það
að kvöldi. Um nóttina vaknar prestur við, að byrjað er að
rigna. Vekur hann þá fólkið í snatri. en er hann kemur út,
sér hann hvar Þura stendur í eldhúsdyrunum og hristir
svuntu sína í ákafa, en púkar margir hamast í að taka
saman heyið, og herðir hún svikalaust á þeim.
Prestur horfir á þá um stund og fer inn síðan. Þegar
hann kemur út ásamt vinnufólkinu rétt á eftir, hafa púk-
arnir lokið við að ganga frá heyinu. Heyið verkaðist vel
og var gefið veturinn eftir með besta árangri.
Presturinn, er nú var getið, var ættaður af Suðurnesjum.
Hann minntist eitt sinn á það við heimamenn sína, að bet-
ur væri kominn harðfiskur til sín frá fólki sínu á Suður-
nesjum. Þura ansaði:
„Þú myndir ekki þora að bragða á þeim fiski, er þaðan
hyrfi hingað.“
Prestur hélt, að sér myndi ekki verða flökurt af honum.
Féll svo talið niður.
Þegar prestur kemur út morguninn eftir, sér hann, að
reiðingur úr geymslukofa liggur til og frá um hlaðið, eins
og honum hefði verið kastað af hendi út. Prestur gáir inn
í kofann, og er hann fullur upp í mæni af harðfiski.
Nokkru síðar fréttist, að horfið hefði mikið af fiski á
Suðurnesjum, vissi enginn, hvað af honum hefði orðið.
Fiskurinn var étinn á Kálfafellsstað, og er þess eigi getið,
að fólki yrði meint af honum.
(Úr safiii Einars Guðmundssonar.)
Heima er bezt 373