Heima er bezt - 01.11.1995, Blaðsíða 31
bárust um þá á spjótum djöflanna.
Við þessa uppgötvun fylltist ég slíkri
skelfingu að ég hrópaði og spurði
hvort þessi mynd væri aðeins sjón-
hverfing eða bitur veruleiki. Sama
djúpa röddin, sem svo oft áður hafði
ávarpað mig, svaraði nú:
„Sonur, þetta eru lifandi andar,
sem í lifenda lífi dæmdu hundruð
meðbræðra sinna til kvalafulls dauð-
daga á báli, án þess að sýna þeim
nokkra meðaumkvun eða samvisku-
bit. Grimmd þeirra hefur vakið reiði
og haturseld margra fórnarlamba
þeirra og í andaheimi hefur þessi eld-
ur haturs blossað upp í brennandi
bál, sem eyðir kúgurunum. Kúgar-
arnir þjást þó hér engan veginn þeim
kvölum sem hjálparlaus fórnardýr
þeirra höfðu ekki liðið hundraðfalt í
lifanda lífi.
í þessum tærandi eldi munu marg-
ir, sem í jarðlífinu voru brotlegir,
öðlast meðaumkun þeirra, sem þeir
brutu gegn og þá mun þeim rétt
hjálpandi hönd, þannig að þeir geti
öðlast þróun í kærleika til þeirra,
sem þeir brutu gegn, jafnvel þó brot
þeirra væru mikil.
Fyllist ekki efa og furðu yfir að
slík verða endalokin. Sálir þessara
anda voru svo kaldar og grimmar, að
aðeins eigin þjáningar gátu vakið
samúð með öðrum. Jafnvel eftir and-
látið stefndi hugur þeirra að því
marki að þjá aðra, sem voru meira
hjálparvana en þeir sjálfir, þar til hið
djúpstæða hatur, sem þeir sjálfir
höfðu kveikt, hafði náð þeim mæli
að það hreif þá með.
En þið skuluð vita, að þessir logar
eru ekki raunverulegir og efnis-
kenndir, þó þeir kunni að virðast svo
fyrir augliti yðar eða þeirra, því í
andaheimi er hugsunin einnig hlut-
læg og biturt hatur eða áköf reiði
virðast sem tærandi eldur.
Þér mun nú leyft að fylgja einum
slíkum anda og þá munt þú skilja að
það, sem þér finnst allur sannleikur-
inn og réttlæting, er aðeins dulbúin
miskunnsemi.
Vittu að þessar ástríður eru brátt
útbrunnar og kulnaðar og sálirnar eru
í þann veginn að hverfa út á hinar
dimmu sléttur hér í nágrenninu.“
Þegar röddin hljóðnaði dóu eld-
tungurnar út og allt var hulið myrkri.
Gjáin var aðeins upplýst daufu, bláu
endurskini og við þá birtu sá ég anda
lyft upp úr reyknum og hverfa á
brott.
Ég getkk á eftir þeim, einn þeirra
fjarlægðist hina og fór inn í nærliggj-
andi bæ. Bærinn líktist bæjum í Vest-
ur-Indíum eða Suður-Ameríku. Um
götu hans gengu Indíánar, Spánverjar
og fólk af fleiri þjóðernum.
Ég fylgdi andanum eftir um mörg
stræti og loks staðnæmdumst við fyr-
ir dyrum stórrar byggingar, sem virt-
ist vera Jesúítaklaustur.
Jesúítarnir höfðu verið hjálplegir
við að nema landið og þröngva hin-
um innfæddu íbúum til rómversk-
kaþólskrar trúar, á tímum þegar trú-
arofsóknir voru sannanir fyrir vand-
lætingarsemi.
Þar sem ég stóð og virti andann
fyrir mér, sá ég mynd af lífi hans fyr-
ir sjónum mínum. Fyrst sá ég hann
sem forstöðumann reglunnar sitja í
dómarasæti og fjölda innfæddra og
trúvillinga vera leidda fyrir hann og
ég sá hann dæma hundruð þeirra til
pyntinga og á bálið þegar þeir neit-
uðu að taka trú hans.
Ég sá hann kúga alla þá, sem
höfðu ekki bolmagn til þess að
standast yfirgang hans, sá hvernig
hann sölsaði undir sig gull og ger-
semar, sem skatt fyrir regluna.
Dirfðist einhver að mótmæla að-
ferðum hans og kröfum, lét hann
varpa honum í fangelsi og síðan, án
rannsóknar, dæma hann til pyntinga
og bálsins.
Ég sá í hjarta hans hungur eftir
auðæfum og völdum og hversu hann
naut þess að sjá þjáningar fórnar-
lambanna og mér skildist að trú hans
var aðeins yfirvarp, en í skjóli þess
saddi hann valdagræðgina og þving-
aði af fórnarlömbunum gull það, sem
hann girntist svo mjög.
Ég sá að á stórtorgi bæjarins log-
uðu hundruð elda, svo það líktist
mest stórum ofni og þar var fjöldi fá-
vísra, skelfdra íbúa varpað á eldana
með bundnar hendur. Ég heyrði ang-
istaróp þeirra stíga til himins, um
leið og þessi skelfilegi maður og
lagsbræður hans, báðu sínar fölsku
bænir og héldu á lofti hinu heilaga
krossmerki, sem vanhelgaðist og af
flekkuðum höndum þeirra, af lífi
þeirra, sem lifað var í synd, grimmd
og gullgræðgi.
Ég sá þessa ósvinnu unna í nafni
kirkju Krists, sem kom til þess að
kenna að Guð er óendanlegur kær-
leikur. Ég sá að þessi maður, sem
kallaði sig þjón Krists, hafði ekki
snefil af meðaumkvun með nokkru
þessara óhamingjusömu fórnar-
lamba. Hugur hans snerist einkum að
því hve mjög þessi harmleikur
myndi skjóta öðrum ættkvíslum
indíána skelk í bringu, sem með því
mundi færa honum meira gull til að
seðja græðgi sína.
Því næst sá ég hvemig þessi mað-
ur, snúinn heim til Spánar, naut hins
óréttmæta ríkidæmis, var orðinn
voldugur kirkjuhöfðingi, tignaður og
virtur sem dýrlingur af fáfróðum
fjöldanum, vegna þess að hann hafði
siglt til hins nýja heims, hinum meg-
in við hafið mikla, til þess að reisa
þar fána kirkjunnar og boða fagnað-
arerindi kærleika og friðar, en vegur
hans þar var genginn í eldi og blóði.
Samúð mín með honum hvarf
gjörsamlega. Þá sá ég hann á dánar-
beði, umluktan prestum og munkum,
sem lásu messur fyrir sálu hans, svo
hún kæmist til himna, en ég sá, þvert
á móti, hvernig hún drógst niður á
við til undirheima, vegna þeirra
þungu hlekkja, sem voru smíðaðir af
misgjörðum hans í jarðlífinu.
Ég sá stóran hóp fórnarlamba hans
bíða hans þar en þeir drógust þangað
af hefndarþorsta og hungri eftir tæki-
færi til þess að endurgjalda honum
kvalir þær, sem ástvinir þeirra urðu
að líða hans vegna.
Ég sá þessa sál í undirheimum,
umkringda öllum þeim, sem hann
Heimaerbezt 387