Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.1995, Side 11

Heima er bezt - 01.11.1995, Side 11
um fjörtíu og tvær tegundir af þeim, en aðeins fimm þeirra hafa verið festar á filmu. Þeir lifa í regnskógunum og dansa til að laða hitt kynið að sér rétt fyrir sólarupp- rás, á meðan enn er niðamyrkur. Hingað til hefur engin filma verið nógu ljósnæm til að ná að mynda þá, en nú höldum við að það takist,“ sagði hann. Það veitir Attenborough mikla ánægju að takast á við nýstárleg verkefni. Þó er fleira sem liggur að baki, því að hann hefur svo mikinn áhuga á paradísarfuglum. „Mér hefur alltaf þótt paradísarfuglarnir spennandi og rómantískir, af því að það eru til svo margar goðsagnir um þessa fugla,“ sagði Attenborough. Ein þessara sagna segir frá Magellan, sem varð fyrstur manna til að fara umhverfis hnöttinn. Snemma á 16. öld setti hann svo fram þá hugmynd, að jörðin væri hnatt- laga. Hann fann fiðurham af paradísarfuglum á ferð sinni og honum fannst fjaðrirnar fallegri en nokkuð annað, sem hann hafði augum litið. Hann rak augun í, að fuglarnir höfðu enga fætur. Fólkið sagði að ástæðan væri sú, að þeir væru slíkir dýrgripir, að þeir lifðu bara í háloftunum, í Paradís. Þess vegna væru fuglarnir mönnum að- eins sýnilegir, þegar þeir dæju. Þá spurði Magell- an, hvernig þeir færu þá að því að verpa. Hann fékk þau svör, að karlfuglinn flygi í loftinu, og á meðan hann væri að fljúga, sæti kvenfuglinn á baki hans og ungaði þar út eggjum sínum. Latneskt heiti þessara fugla vísar til þessarar goðsagnar en það er “Paradisean apoda“ og þýðir án fótleggja. „Önnur ástæða þess að ég hef mætur á paradísar- fuglum eru skrif enska náttúrufræðingsins Alfred Wallace um þá. Hann hefur ritað á mjög hjartnæm- an hátt um paradísarfugla og lýst m.a. einstökum ástardansi þeirra. Wallace spurði: „Hvemig getur slík fegurð verið til en ekki verið sýnileg mennsk- um augum?“ En að sjálfsögðu er fjaðraskrúðið ekki til að gleðja augu okkar mannfólksins, heldur til að laða til sín kvenfuglinn,“ sagði Atten- borough. Attenborough hefur ekki gert mynd um mann- fólkið á sama hátt og segir það vera ógerlegt. „Lfm leið og fólk veit, að það er verið að mynda það, setur það upp ákveðna brynju,“ sagði hann. Hins vegar hefur hann fjallað um mismunandi menningu og trúarbrögð. „Mér finnst það vera undravert, hvað fólk með ólíka menningu getur gert sig skiljanlegt, án þess að tala sama tungumál. Eg gekk einu sinni yfir Nýju-Gíneu í leit að fólki, sem hafði aldrei séð Evrópumann áður. Þetta var fólk, sem átti engin sameiginleg orð. Samt vissi maður um leið, hvort það var brosandi eða ekki. Við gátum með bend- ingum átt vöruskipti. En þar fyrir utan fara sam- skiptin auðveldlega úr böndunum,“ sagði Atten- borough. Bækur og myndir Attenboroughs eru mörgum kunnar. Velgengni hans hefur þó ekki stigið honum til höfuðs. Hann hefur látlaust yfirbragð og ljúfa framkomu og gerir góðlátlegt grín að frægðinni. „Frægðin skiptir engu máli. Það er auðvitað ánægju- legt, að fólki líkar það sem ég er að gera. Ef ég t.d. hitti einhvern í lest, sem tjáir mér, að honum líki verkin mín, er það gaman. En það er kannski ekki gott fyrir persónu manns,“ sagði hann. Attenborough telur það samt vera mikið undir fólki sjálfu komið, hvort það fær frið úti á götum eða ekki, og frægðin truflar hann lítið í daglegu lífi. „Maður er bara áreittur af fólki, ef maður heldur því til streitu að aka um á Rolls Royce og klæðast fötum, sem eiga að gefa til kynna að maður sé sérstakur,“ segir hann og fettir sig lítillega til að leggja áherslu á orð sín. David Attenborough er maður, sem lætur verkin tala, og ekkert truflar hann í leit hans að nýrri þekkingu. Ast hans á lífríki jarðar endurspeglast í öllum verkum hans. gjp Heima er bezt 367

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.