Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.1995, Side 13

Heima er bezt - 01.11.1995, Side 13
Seyðisfjarðar og Akureyrar að upp- hæð ein milljón króna og 113 þús- und krónur í reksturskostnað, sem íslendingar áttu að greiða, en þeir hefðu síðan allar tekjur af rekstrin- um. Urðu mikil átök um það, hvort velja skyldi sæsímann eða loftskeyt- in. Lauk þeim með því að 26. sept- ember 1904 undirrituðu Hannes Haf- stein ráðherra og C. Hage, danski fjármála- og samgönguráðherrann, samning við Mikla norræna símafé- lagið um lagningu sæsíma frá Hjaltlandi um Færeyjar til Reyðar- fjarðar eða Seyðisfjarðar. Skyldi síminn tilbúinn til almennra nota 1. október 1906. Einkaréttur félagsins var til 20 ára. Árlegt framlag Dana var ákveðið 54 þúsund krónur og landssjóðs 35 þúsund krónur. Afnotagjöld sæsímans átti danski samgönguráðherrann að ákveða til 5 ára í senn, og skyldu tekjumar ganga til Mikla norræna. Islandsráðherra ákvæði gjaldtöku af Landssímanum og tekjumar rynnu til landssjóðs. Mikla norræna símafélagið átti að leggja fram 300 þúsund krónur til Landssímans en ekki hafa að öðm leyti afskipti af honum. Þrátt fyrir einkaleyfið héldu Islend- ingar rétti til þess að reka þráðlaus fjarskipti við skip og einnig við Fær- eyjar. Þegar Hannes Hafstein kom heim að lokinni samningsgerðinni, biðu hans átök, sem lauk með því að samningurinn var samþykktur á Al- þingi ásamt þeim skuldbindingum, sem honum fylgdu. Mikla norræna símafélagið gerði síðan samning við félag í London, Telegraph Construct- ion & Maintenance Co., um fram- kvæmd verksins. í júní 1906 var strengurinn, sem ætlaður var frá Hjaltlandi til Fær- eyja, settur um borð í sæsímalagn- ingarskipið Cambria og 23. júlí var syðri endinn tengdur í Brunswick og 30. júlí var sambandið milli Tors- havn og Lerwick fullgert. Cambria fór síðan til London og sótti þann hluta strengsins, sem lagð- ur var frá Torshavn til Seyðisfjarðar. Landssímastöðin á Seyðisfirði, 25. ágúst 1906. Að neðan: Matseðillinn í samsœti á Seyðisfirði, við vígslu sœsímsns, 25. ágúst 1906. Sá hluti sæsímans var síðan afhentur stöðvunum á Seyð- isfirði og Torshavn 24. ágúst 1906 kl. 11.00. Ætlunin hafði verið að ráð- herrann, sem var á leið til landsins með Islands Falk, opnaði sæsímasambandið með skeyti til Dana- konungs, en skipinu seinkaði. Jóhannesi Jóhann- essyni bæjarfógeta barst þá umboð ráð- herra til þess að senda Danakonungi skeyti um opnunina. Bæjarfógeti sendi skeytið síðdegis 25. ágúst. Svar konungs kom daginn eftir og var sæsíminn þar með opnaður almenningi, klukkan 14.00, 26. ágúst, 1906. Var þar með tekin til starfa fyrsta ritsímastöð landsins. Opnunardaginn var tekið á móti 14 skeytum frá út- löndum og 42 skeyti send. Afgreitt var með Wheatstones-tækjum. Fyrsti stöðvarstjóri á Seyðisfirði var J.R Trap Holm og gegndi því starfi til 1910, er hann fór á eftirlaun. Hann lést 20. apríl 1926. Lagning sæsímastrengsins var undirbúin verkfræðilega af Mikla norræna símafélaginu. hann liggur frá Bumwick á Hjaltlandi, skammt frá Lerwick, um Sandagerði við Torshavn í Færeyjum og til Seyðisfjarðar. Lengd sæstrengsins er 215 sjómílur frá Hjaltlandi til Færeyja og 319 sjó- mflur frá Færeyjum til Seyðisfjarðar. Sæstrengurinn var frá The Tele- graph Construction & Maintenance Co., London. I djúpinu var þyngd strengsins frá tveim til fimm tonn á sjómflu en nær landi átta tonn á sjómflu. Sæsímaskip framleiðandans, Cam- Heima er bezt 369

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.