Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.1995, Blaðsíða 24

Heima er bezt - 01.11.1995, Blaðsíða 24
Fyrr ég oft umfjallaslóð fór á sumri og vetri, vistin alltafvar þar góð veittist hvergi betri. Sigtryggur Símonarson frá Akureyri yrkir: Veðurblíða Ekkert grandað yndifær, ills er strand á línum. Yfir landið blíður blær, beinir anda sínum. Handapat Oft á þingum Islendinga, ýmsir slyngir kjaftaskar, veifafingrum vísbendinga, vanir glingri sínu þar. Lýst mér Hjörvar langi mest Ijóða örva mæti. Hans atgjörvi held þó best hálfgerð spörva læti. Ýmsir hafa orðið til þess að yrkja ljóð í tilefni þeirra hörmulegu atburða sem urðu á Flateyri, 26. október s.l. Bergþóra Pálsdóttir frá Veturhúsum, sendi okkur eftirfarandi ljóðahugleiðingar sínar um það sem þar gerðist: Nú drúpir höfði dalsins byggð, í djúpri samúð og helgri tryggð. Og landsins börn nú bjóða lið. Þau benda í trú á drottins hlið. Enginn máttur í mannsins hönd megnar að grœða þau sáru bönd. En aftur mun hlýna á grænni grund því guð mun réttafram sína mund. Við sjáum nú auðn, þar sem blómleg var byggð og brostin þau tengsl, sem við héldum svo tryggð. Þar áttum við gleði og gæfan var mild og góðvildin lýsti þar kærleika skyld. Þá óttu það gerðist á helkaldri grund, sem greip þar í vetfangi gleðinnar stund. En morguninn bíður með birtu og yl, efbörn jarðar stefna á Ijósvakans hyl. í minningarsjóði við margt eigum gott, sem muna við hljótum um kærleikans vott. Við þökkum þá gjöf hún blessar vort geð og gefur oss rósirnar lífinu með. / muna hún lifir sú lífsfylling heit að lifandi drottinn um neyð okkar veit. Hann leiðir oss síðar í laufgrænan reit í lífsgeislum vonanna hefjum þar leit. I Lausnarans skjóli við lifum hvern dag. Hann lœknar öll sárin og bætir vorn hag. Og ástvini liðna hann leiðir á braut með líknandi hendifrá erfiðri þraut. Þeir lifa og búa við Ijósvakans störf, í Ijósinu gera þeir verkin svo þörf. Erferð vor er hafrn, viðförum vort skeið ogfögnum, því vinina sjáum á leið. Ásmundur U. Guðmundsson sendir okkur eftirfarandi vísur sem við gætum nú kannski nefnt haustvísur, og seg- ir um þær: „Kæri þáttur. Eftir margra vikna doðasvefn í vísnagerð, opnaði óð- gyðjan ofurlitla rifu eða nálargat, á svefndrungann að morgni 23. september s.l., er fyrstu snjóa setti í fjöll, allt að fjallsrótum:“ Frónið tekur fannarlit frekt á tinda sína, en hryðjur byrgja geislaglit, grafa kæti mína. Eðlishvatur íslendingur engu sveipar yfir brá, þó ákqflyndur útsynningur engu eyri jörðu á. Og hann segir ennfremur: „Álpaðist í fyrirstöðu í minni fæðingarbyggð við sauð- fjársmölun til fyrstu réttar. Skömmu síðar varð þessi til:“ Ymsir snjöllum ómi þó æpa gjöllum rauðir. Nú umfjöllin raska ró, rása á hjöllum sauðir. í 34. þætti birtum við mörgum kunna kaffivísu, sem einn ágætur lesandi blaðsins skaut að okkur. Fyrir mistök slapp hún í gegn hjá okkur nokkuð brengluð, þar sem þriðja lína hennar var alröng. Höfðu nokkrir lesendur samband við okkur af þessu tilefni. Ekki bar öllum alveg saman um hvernig vísan ætti að vera, en flestir, töldu að hún væri eftir hinn kunna hagyrðing, Káinn, eða Kristján Níels Jónsson. Vísuna er þó ekki að finna í vísnabók hans sem gefin var út á íslandi, síðast árið 1988. En eins og Hinrik Þórðarson, frá Selfossi, bendir á, þá vantar þar líka fleiri snjalla kviðlinga hans og tilefni þeirra, eins og kannski við er að búast, eftir afkastamikinn hagyrðing, 380 Heimaerbezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.