Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.1995, Blaðsíða 7

Heima er bezt - 01.11.1995, Blaðsíða 7
David á vettvangi. inn maður séð áður. Það er allt öðruvísi, þegar maður er að mynda dýr. Þá er það frekar spurning um, hvort maður nær myndunum í fókus. En þegar myndað er með þess- um búnaði, hefur maður enga hugmynd um, hvað maður mun sjá,“ sagði Attenbourough. Plöntur lifa í öðru tímarúmi en við, og þess vegna hefði verið óhugsandi að gera kvikmynd eins og þessa fyrir nokkrum árum, þar sem enginn búnaður var til, sem megnaði að ná hreyfingum plantna. En með tilkomu tölvutækni og þróun í kvikmyndagerð er nú mögulegt að ná á kvikmynd atriðum, sem mannsaugað nær ekki að skynja. Þannig hefur Attenborough náð að draga fram í dagsljósið ýmis atriði, sem áður var ekki vitað um. „Þegar maður sá það t.d. á kvikmynd, hvernig bróm- berjaplanta hreyfist, líkist það einna helst því að sjá blindan mann með staf reyna að komast leiðar sinnar. Þegar plantan finnur autt svæði, setur hún frá sér fræ- korn. Það er dásamlegt að sjá þetta gerast og ótrúlegt. Þetta hefur enginn séð áður,“ sagði Attenborough. Samhliða myndinni skrifaði hann bókina Einkalíf plantna. Bókinni og myndinni er ætlað að vinna saman. „Það eru margt, sem maður getur gert í kvikmynd, sem ekki er hægt að koma til skila í bók. Það er einnig margt, sem maður getur sagt frá í bók, sem ekki er hægt að skýra frá í kvikmynd. Maður sér hluti gerast í mynd og maður veit, hvernig þeir líta út. En það á ekki við í kvik- mynd að fara allt í einu að tala um grundvallarlögmál í náttúrunni, atriði sem byggjast á vísindalegum rannsókn- um og kenningum. En í bók getur maður gert það,“ sagði Attenborough. Með því að nota bæði kvikmynd og ritmál nær hann að sýna og segja frá fyrirbærum, þannig að heildstæð úttekt á sér stað. Þannig mætast þessir tveir miðlar á miðri leið. „Mér finnst erfiðast að skrifa. Það er auðveldara að kvikmynda. Hlutimir geta farið úr böndunum, á meðan verið er að kvikmynda, en maður getur samt alltaf gert eitthvað. En þegar um skriftir er að ræða, er það annað mál. Maður situr með tómt blaðið fyrir framan sig og penna í hendinni, það er allt og sumt. Það er kannski auð- velt að skrifa leiðinlega setningu, en vel skrifuð setning með skýra hugsun á bak við kemur ekki auðveldlega,“ sagði Attenborough. Það er margt, sem maður verður áskynja um náttúruna við slíkan könnunarleiðangur. „Það, sem kom mér mest á óvart með plöntur, er hæfi- leiki þeirra til að segja til um tímann. Ef maður tekur t.d. limgerðisplöntu og setur hana inn í herbergi, þar sem engrar birtu nýtur, snýr plantan sér áfram í sömu áttir á sömu tímum. Mér finnst það hreint ótrúlegt. Þannig geta plöntur sagt til um tímann,“ sagði Attenborough. Hann er á ferð og flugi um allan heiminn og dvelur stundum nokkra mánuði í öðrum löndum. Það er erfitt að sjá fyrir sér, að maður sem hefur jafn mikið að gera, hafi hreinlega tíma til að eignast fjölskyldu. En Attenborough hefur verið giftur í fjörutíu og fimm ár og á tvö uppkom- in börn. „Konan mín tók þá afstöðu fyrst eftir að við giftumst, að það væri fullt starf að vera eiginkona og móðir. Við vorum félagar, og ég vona að henni finnist líka, að þetta hafi verið samkomulag okkar á milli. Hún sá um börnin, því að ég var stundum að heiman í þrjá til tjóra mánuði. Andstyggilegt karlasamfélag,“ segir hann og brosir kím- inn. Það var hins vegar meira fyrir tilviljun, að hann sneri sér að því að gera náttúrulífsmyndir og skrifa bækur. „Ég hefði aldrei getað sagt, að mig langaði að verða stjórnandi sjónvarpsþátta, því að árið 1945 hafði ég aldrei séð sjónvarp, svo að ég gat ekki haft þann metnað,“ segir Attenborough. Áhugi hans beindist snemma að vísindum. Hann hóf nám á því sviði, en hugmyndir hans um vísindin sam- ræmdust ekki því, sem skólinn bauð upp á. „Ef maður var nemandi upp úr 1940, virtist sem rann- sóknir á dýrum snerust annaðhvort um að kryfja dauð dýr eða loka þau inni í búrum. Mig langaði að verða vísinda- maður vegna þess m.a., að mér fannst áhugavert að fara til Afríku og fylgjast með fílum. Ég sá ekki, hvemig það væri hægt í háskóla," sagði Attenborough. Heima er bezt 363

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.