Heima er bezt - 01.11.1995, Page 34
hans og barns þeirra höfðu verið hon-
um um megn, það gat hann ekki fyr-
irgefið. Hatrið var jafnvel yfir-
sterkara ást hans til eiginkonunnar og
dag sem nótt, hélt sál hans sig föst
við dómarann og leitaði tækifæris til
hefnda.
Loksins rann augnablikið upp.
Djöflar undirheima, sem eitt sinn
höfðu freistað mín, þyrptust kringum
þessa sál, sem hafði verið ranglæti
beitt og kenndu henni hvemig hægt
væri, með hjálp dauðlegs manns, að
stinga rýtingi í hjarta dómarans og
hvernig honum væri þá unnt, þegar
dauðinn hafði aðskilið líkama og sál,
að draga sálina niður til sviða undir-
heima.
Svo ógurlegur var hefndarþorsti
hans, vegna einangrunar í fangelsi á
jörðu og í andaheimi, að kona hans
hafði árangurslaust reynt að nálgast
eiginmann sinn til að milda hjarta
hans. Blíðlynd sál hennar náði ekki
að brjóta niður þann múr hefndar,
sem hafði risið milli hennar og hins
ógæfusama eiginmanns og hann
hafði enga von um að sjá hana fram-
ar. Hann hélt að hún hefði farið til
himna og væri honum að eilífu glöt-
uð. Með þeim þröngu lífsskoðunum,
sem hann, sem rómversk-katólskur,
hafði fyrir tveimur öldum, þegar
hann lifði á jörðinni, trúði hann því
að hann í banni kirkjunnar og mót-
mælandi gerðum forráðamanna
hennar, væri einn hinna eilíft glöt-
uðu, en að kona hans og barn dveldu
meðal engla himinsins.
Er það þá furðulegt þó hugsanir
þessa anda einbeittust að von um
hefnd og að hann áformaði með
hverjum hætti hann gæti látið kvalara
sína þjást eins og hann hafði sjálfur
þjáðst?
Því var það hann, sem gaf jarð-
neskum manni hugmyndina um að
myrða dómarann. Hönd hans stjórn-
aði hönd morðingjans svo öruggt, að
dómarinn féll helsærður í sínu falska
og grimma hjarta. Hinn jarðneski lík-
ami dó en hin ódauðlega sál lifði og
þegar hún vaknaði á ný var hún í
undirheimum, hlekkjuð við fangamúr
með sama hætti og hann hafði
hlekkjað fórnarlamb sitt og þannig
stóðu þeir andspænis hver öðrum.
Þama voru einnig margir aðrir, sem
þessi dómari hafði beitt ranglæti og
búið kvalarfullan dauðdaga, í þeim
tilgangi að svala grimmd sinni eða
auðgast á kostnað þeirra.
Allir þessir andar hópuðust kring-
um hann og gerðu uppvöknun hans
að hreinni kvöl.
Sterkur vilji hans var svo mikill að
engin af spjótum eða hnífsstungum
hæfðu hann og þannig höfðu þessir
dauðlegu fjandmenn staðið andspæn-
is hvor öðrum þessar aldir, en aðrir
andar, eins og í grískum harmleik,
komu og hurfu og höfðu ánægju af
að finna upp á nýjum aðferðum til
þess að kvelja hinn hlekkjaða mann,
en sterkur vilji hans stóðst jafnan
áhlaupin.
I órafjarlægð, uppi á hinum björtu
sviðum beið aumingja eiginkonan
sorgbitin eftir að sú stund rynni upp
að áhrifa hennar færi að gæta, jafnvel
á þessum óhugnanlega stað, þegar ást
hennar og stöðugar bænir, mundu ná
eiginmanni hennar og milda sál hans,
svo hann léti af áformum sínum um
hefnd.
Það voru bænir hennar, sem leiddu
mig að fangelsi hans og það var sál
hennar, sem gaf mér uplýsingar um
þessa sorglegu og hræðilegu atburða-
rás.
Hún bað mig að segja eiginmanni
hennar að hugur hennar væri allur hjá
honum og að hún þráði að hann
mætti komast á bjartari svið, vegna
ástar hennar og að þar gætu þau sam-
einast í sælu og friði.
Með þessa háleitu hugsjón fyrir
augum nálgaðist ég þennan sorg-
mædda mann, sem senn var þreyttur
og leiður á hefndarkenndinni og
hjarta hans var fullt af þrá eftir konu
hans, sem hann elskaði svo heitt.
Eg snart öxl hans og sagði „vinur,“
ég veit hvers vegna þú ert hér og ég
þekki píslarsögu þína. Eg er sendur
af henni, sem þú elskar, til þess að
segja þér að í hinu bjarta landi yfir
þér bíði hún þín óþolinmóð og skilji
ekki hvers vegna þér geti fundist
hefndarþorstinn ákjósanlegri ást
hennar. Hún biður mig að segja þér
að þú blekkir sjálfan þig hér, en gætir
orðið frjáls.“
Andinn hnykkti við þegar ég
ávarpaði hann, sneri sér síðan að mér,
greip í handlegg minn og horfði lengi
alvarlega í augu mér, rétt eins og
hann vildi lesa úr svip mínum hvort
ég talaði satt eða ósatt.
Því næst andvarpaði hann, hörfaði
undan og sagði:
„Hver ert þú og hvert er erindi þitt
hingað? Þú líkist engum íbúa þessa
skelfilega lands og orð þín fela í sér
von, hvernig er von hugsanleg fyrir
sál í undirheimum?“
„Jafnvel hér er von, því vonin er
eilíf og í miskunnsemi sinni fyrir-
munar Guð engum voninni, hvemig
svo sem trúlausir og trúvilltir kunna
að bregðast. Eg er sendur hingað,
færandi þér og öðrum, sem syrgja
fortíðina, von og ef þú vilt fylgja mér
get ég sýnt þér hvemig þú getur
komist til betri heims.“
Eg sá að hann braut heilann um
þetta og að hann átti í harðri innri
baráttu, því hann vissi að það var
nærvera hans, sem hélt fjandmanni
hans í hlekkjum og ef hann hyrfi á
braut mundi hann öðlast frelsi til þess
að ferðast frjáls um þetta dimma
land, en jafnvel nú gat hann ekki lát-
ið hann frjálsan.
Þá talaði ég aftur um konu hans og
barn þeirra.
Þessi stóri, geðríki maður lét hug-
fallast þegar hann hugsaði til ástvin-
anna, tók hann höndum fyrir andlitið
og grét beisklega. Eg reisti hann upp
og leiddi mótspyrnulaust burt frá
fangelsinu og út úr bænum. Þar biðu
vinir hins hrjáða manns og ég afhenti
þeim hann svo þeir gætu komið hon-
um til bjartra sviða, þar sem hann
gæti hitt eiginkonu sína af og til, þar
til hann, fyrir eigin verðleika, gæti
komist á hennar svið, þar sem þau
myndu endanlega sameinast í full-
390 Heima er bezt