Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.1995, Blaðsíða 27

Heima er bezt - 01.11.1995, Blaðsíða 27
Bergur Bjarnason, kennari: ÍJöwt oq matinaM 7. kluti Selirnir i Jokulsá Fyrri hluti /^y ins og þið munið áreiðan- ^ lega, hef ég stundum sagt ykkur frá því fjölbreytta fugla- og dýralífi, sem alltaf var á æskuheimili mínu, Völlum, og hve ánægjulegt og mikils virði það var fyrir alla á heimilinu, ekki síst okkur börnin. Það var alltaf svo gaman að athuga blessuð dýrin og fylgjast með margvíslegu háttemi þeirra. Og svo gáfu þau okkur margt, sem kom sér vel fyrir alla, sem þar bjuggu. Að þessu sinni ætla ég að segja ykkur frá töluvert stóru og sérstæðu spendýri, sem eiginlega tilheyrði dýralífinu á Völlum, þó að það kæmi sjaldan á þurrt land og ætti þar raunar alls ekki heima. Þetta er selurinn. Hann er fyrst og fremst sjávardýr. Stundum syndir hann þó upp í ár og skríður þá stöku sinnum upp á eyrar og steina til að viðra sig um stund. Og kvendýrið, urtan, á alltaf ungann sinn, kópinn, á þurru. Af því að ég sagði áðan, að selur- inn væri spendýr, er best að ég rifji aðeins fyrst upp einkenni hans. Þó að þið ættuð raunar að muna þau, er alltaf gott að rifja upp merk atriði og festa þau betur í minni. Spendýr eru þau dýr nefnd, sem eiga lifandi afkvæmi (unga) og næra þau undantekningarlaust fyrstu vik- urnar á mjólk, sem þau sjúga úr spen- um móðurinnar. Og þannig er þetta nafn til komið. Þessi dýraflokkur er mjög stór og skiptist í marga ættbálka. Hann er á margan hátt náskyldur okkur mönn- unum að allri líkamsgerð. Og það er gaman fyrir ykkur að festa í minni strax, að auk þess sem þessi dýr eiga lifandi afkvæmi og næra þau fyrst á móðurmjólkinni eins og við mennirn- ir, hafa þau heitt blóð og anda með lungum eins og við og þurfa líka á vissri næringu að halda til að geta lif- að alveg eins og við. Annars þekkið þið nú þegar sumar spendýrategundirnar okkar býsna vel, og eina þeirra höfum við haft töluvert lengi hér á heimilinu. A ég þá að sjálfsögðu við hana kisu okkar, Bröndu litlu, sem okkur þykir öllum svo vænt um. Og ef ég man rétt, hef ég einhvern tíma frætt ykkur töluvert um blessuð húsdýrin. Svo má ég ekki gleyma að segja ykkur, að selir og hvalir eru einu spendýrategundirn- ar, sem hafa þá miklu sérstöðu að lifa í sjó. Og þá skulum við aftur snúa okkur að selunum á Völlum. Eins og ég sagði ykkur í upphafi, mátti hiklaust telja, að þessi stóra spendýrategund tilheyrði hinu fjölbreytta dýralífi heima, því að við strákamir sáum æv- inlega marga seli, ef við fórum út að sjó, og einnig langoftast, ef við feng- um að fara vestur að Jökulsá, því að mikill selur gekk jafnan upp í ána á vorin og fram eftir sumri. Kem ég nánar að því síðar. Ég gleymi aldrei, hve við strákamir höfðum gaman af að virða fyrir okkur þessi sérkennilegu dýr. Þeir horfðu oft til okkar svo stórum, dökkum og greindarlegum augum, annaðhvort Heimaerbezt 383

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.