Heima er bezt - 01.11.1995, Qupperneq 26
Heimffið
Ráð við blettum
Blettir í líni eða leðri geta oft gert
fólki lífið leitt. Það getur verið ergi-
legt að fá blett í föt eða húsgögn og
vita ekki, hvernig hægt er að ná hon-
um úr. I sumum tilfellum geta ný föt
eða húsgögn rýmað mjög að gildi
eða verið ónýt, vegna þess að einn
blettur kemur á þau.
Hér á eftir eru nokkur ráð, sem
geta komið að góðum notum. Sum
þeirra eru úr annarri útgáfu Kvenna-
fræðarans, útg. 1891, sem Elín
Briem samdi, en öðrum ráðum hef
ég safnað frá fólki víða að. Þessi ráð
hafa reynst vel hjá ýmsum, en ekki
er víst, að þau komi að gagni í öllum
tilfellum, þar sem um mismunandi
spilliefni er að ræða, sem bletta mis-
munandi efni. Því er fólki ráðlagt að
prófa sig áfram með þessi úrræði af
varfæmi.
Til að ná blekblettum og ryð-
blettum úr hvítu líni eru eftirfarandi
ráð gefin:
Bleytið blettinn og haldið honum
yfir vatnsgufu, stráið sýmsalti á og
nuddið blettinn með skeiðarskafti. Þá
hverfur bletturinn smám saman. Síð-
Umsjón: Hildur H. Karlsdóttir
an er flíkin þvegin upp úr heitu sápu-
vatni. Nýjum blekblettum hefur
einnig tekist að ná úr með því að
leggja blettinn strax í edik.
Kaffi- og súkkulaðiblettum má ná
úr með því að leggja flfk strax í kalt
vatn og þvo síðan vel úr með sápu.
Vínblettum má ná úr þvotti með
því að bleyta blettinn upp úr volgu
vatni og hella svo nokkmm dropum
af brennisteinssýru í vatnið.
Látið liggja í nokkrar mínútur, og
svo er bletturinn þveginn með köldu
vatni. Nýjum rauðvínsblettum má ná
úr með því að þvo þá fyrst úr brenni-
víni og úr vatni á eftir.
Einn eitt ráð er að setja kartöflu-
mjöl ofan á bletti og láta það liggja í
smástund og bursta síðan burt.
Leðurhúsgögn geta verið vand-
meðfarin, og það er sérlega leiðin-
legt að fá viðvarandi bletti ofan í
þau, þar sem áklæðinu er ætlað að
endast mjög lengi. Gott er að með-
höndla leður á eftirfarandi hátt:
Hægt er að fríska leðrið upp með
því að væta ullarklút í mjólk og
strjúka yfir það.
Til að ná fitublettum úr leðri er
gott að setja þerripappír, sem hefur
verið vættur með hreinsuðu bensíni,
á það. Þar ofan á er settur léreftsklút-
ur og straujað létt yfir. Eftir hálftíma
á bletturinn að vera horfinn.
Gott er að strjúka af leðri með
mildu sápuvatni. Þá helst góður raki
í því.
Innbökuð
epli
Deig:
250 g hveiti
örlítið salt
125 g smjör
1 msk sykur
3-5 msk ískalt vatn
4 stór matarepli, alhýdd og kjörnuð
4 msk plómusulta
þeytt egg til að gljá með.
Sigtið hveitið og saltið í skál. Núið smjörinu saman
við þar til blandan líkist fínni brauðmylsnu og blandið
þá sykrinum saman við. Bætið við nægjanlega miklu af
vatni til að úr verði mjúkt, þjált deig.
Skiptið deiginu í 4 hluta og fletjið hvern þeirra út í fern-
ing. Fyllið miðju eplanna með sultu og leggið eplin ofan á
ferningana.
Penslið deigbrúnirnar með vatni og vetjið deiginu utan
um eplin. Skerið frá umframdeig og þrýstið brúnunum vel
saman. Búið til lauf úr afskurðinum og skreytið pakkana.
Setjið pakkana á bökunarplötu og penslið með þeyttu
eggi. Bakið í 160° heitum ofni í 20-25 mínútur eða þar til
orðið er fallega gyllt á litinn. Berið fram heitt með þeytt-
um rjóma.
Handa 4.
382 Heimaerbezt