Heima er bezt - 01.11.1995, Blaðsíða 18
Ingvar Björnsson:
%0
GRISIRNIRI
GARÐHÚSUM
Frá vori og fram yfir haust-
leitir árið 1936, hafði ég
verið „í sveit“ á norðlensku
stórbýli, en var nú kominn
heim til móður minnar í
Reykjavík og farinn að
hlaupa vítt og breitt um bæ-
inn í leit að vetrarvinnu en
vinna lá nú ekki fyrir hvers
manns fótum í þá daga.
Þar sem ég var ekki nema
15 ára gamall og þar af leið-
andi ekki með neinn ómaga
á mínu framfæri, kom auð-
vitað ekki til greina að ég
fengi nokkursstaðar svo
kallaða fullorðinna manna
vinnu, en hinsvegar mátti
reyna að fá einhver smá-
störf, sendiferðir, blaða-
burð, aðstoðarstörf á barn-
mörgum heimilum eða eitt-
hvað í þeim dúr.
374 Heirm er bezt
ar sem helst var að bera
niður í starfsleit var hjá
vinnumiðlunarskrifstofu
Reykjavíkurbæjar, en svo minnir mig
að sú stofnun héti, en þó að maður
væri skráður þar, sem vinnuleitandi
og þeir lofuðu að hafa auga með því
sem hentaði manni, af því litla sem
til þeirra bærist, taldi maður rétt að
koma þar við tvisvar til þrisvar á dag,
svona til öryggis. Stundum var eins
og gæfan væri að gefa manni undir
fótinn er til manns var réttur miði
með nafni einhvers sem vantaði
svona snáða, en því miður kom oftast
á daginn að hversu mjög sem maður
flýtti sér, var einhver annar á undan,
sem hafði hreppt hnossið.
Ekki man ég nú hve lengi þessi
vinnuleitartími stóð yfir, aðeins að
mér fannst hann óralangur.
Svo var það eitt sinn, er ég kom
rétt fyrir lokun og átti mér einskis
von, að afgreiðslumaðurinn kallar:
„Heyrðu mig stráksi, ert þú ekki
vanur allri sveitavinnu?“
Ég taldi svo vera.
„Já, ég hélt það,“ sagði hann þá,
,og það vill nú svo til að það vantar
svona patta suður í Grindavík og þú
getur fengið starfið ef þú getur farið
þangað, ekki á morgun heldur hinn
daginn. Það fer þangað bíll frá Stein-
dóri Einarssyni, þá í eftirmiðdaginn.
Þetta er létt vinna, þú átt bara að snú-
ast í kringum skepnur og þess háttar.
Þú færð frítt fæði, þjónustu og hús-
næði, meira að segja sérherbergi, nú
og svo, taktu nú vel eftir, færð þú
hvorki meira né minna en 50 krónur
á mánuði í kaup. Það er aðeins eitt
skilyrði sem þú verður að uppfylla.
Þú verður að ráða þig að minnsta
kosti til eins árs og nú skalt þú bara
flýta þér heim og taka til dótið þitt,
svo er þetta útrætt mál“
Já, það má nú segja að hér varð ég
alveg stromphissa, en það er sú
mesta hissa sem til er, sagði kerling-
in.
Það var ekki fyrr en ég var kominn
út á götu að ég áttaði mig á því að
hér var verið að bjóða mér góða, vel
launaða vinnu, ekki bara til nokkurra
daga, eða vikna, heldur í það minnsta
í heilt ár.
Satt best að segja var hér einn
hængur á, að mínu mati, en það var
tímalengdin. Ég hafði aðeins óskað
mér vinnu fram á næsta vor, því þá
hafði ég ætlað mér norður aftur.
Eftir vandlega íhugun taldi ég samt