Heima er bezt - 01.11.1995, Qupperneq 21
Járngerðarstaðir, 1995.
hjóna. Samhliða verslunarstörfum
hjá föður sínum var Einar með all-
stórt hænsnabú og hafði ævinlega
Dani þar við störf.
Nú bar svo til að þar voru tveir
danskir piltar á aldri við mig og þar
sem ég hafði lært smáræði í dönsku í
bamaskólanum, sótti ég mjög til
þeirra til að æfa mig í málinu.
Þetta kom sér lrka vel fyrir þá því
að þeir skildu í byrjun alls ekki
hvom annan, en hinsvegar gátu þeir
báðir talað við mig.
Nú gerist það einn sunnudags-
morgun er ég hafði lokið verkum að
ég rölti upp að Krosshúsum og trú-
lega hefur mér dvalist þar eitthvað,
enda ekkert sem ýtti á mig. Þegar ég
svo held heim á leið og er reyndar
kominn eitthvað áleiðis, sé ég eitt-
hvað kvikt á Garðhúsatúninu. Mér
sýndist í fyrstu að þetta væru lömb,
en vissi þó að ekkert fé var þarna um
slóðir. Þegar ég gái betur sé ég að
þetta eru allir sex grísimir mínir, sem
eru á hlaupum um blautt og kalt tún-
ið. Þótt mér brygði svo við þessa
sjón að nærri lægi við að ég hnigi
niður, var ég samt fljótur að átta mig,
smalaði grísunum saman og kom
þeim inn í fjós og síðan upp í jötuna,
sem þeir áttu að vera í.
Þar sem ég sá að litlu krílin skulfu
og nötruðu af kulda, reyndi ég að
hlúa að þeim með öllum ráðum,
meðal annars dúðaði ég þá í heyi og
allskyns pokadruslum, hitaði mjólk
og reyndi að koma henni ofan í þá.
En við henni og mat litu þeir ekki.
Er líða tók á daginn sá ég að það
smá dró af grísunum og að endingu
lognuðust þeir allir út af, svo að vart
mátti greina lífsmark með þeim.
En það dró af fleirum en grísunum,
því skelfingin heltók mig. Hvað átti
ég að gera? Að kalla á hjálp fannst
mér óhugsandi, ég varð að halda
þessu leyndu svo lengi sem ég gat.
Að missa alla þessa fallegu grísi
vildi ég ekki einu sinni leiða hugann
að.
Þar sem ég sat, gráti nær, yfir
vanda mínum, var eins og hvíslað
væri að mér:
„Gefðu grísunum brennsluspritt.“
Ég þaut á fætur og sótti brennslu-
spritt og bolla, hellti svo bollann
hálfan af spritti og fyllti hann síðan
með vatni og hellti svona skammti
ofan í hvern grís. Þetta endurtók ég
síðan tvisvar til þrisvar á dag og þar
sem grísirnir voru allir í dái, hreyfðu
þeir að sjálfsögðu engum mótmæl-
um.
Til skýringar verð ég að geta þess
að þar sem ég notaði Aladin-lugtir
við störf mín, þufti ég alltaf að eiga
spritt til að kveikja á þeim. Sprittið
fékkst í verslun húsbónda míns og
þangað gat ég sótt allt sem mig van-
hagaði um við störf mín og nú bar
svo við að ég var nokkuð birgur af
spritti, hafði sótt þriggja pela flösku
fyrir helgina.
Ég sat nú öllum stundum úti í fjósi
hjá grísunum og það má segja að
eina frávera mín frá þeim hafi verið
hlaupin eftir meira spritti.
Að þrem dögum liðnum frá því að
grísirnir veiktust, fór ég loks að
greina lífsmark með þeim og eftir
það hresstust þeir undrafljótt við og
fóru að taka til matar síns.
Þegar hér var komið sögu fómaði
ég höndum til himins og þakkaði al-
mættinu fyrir hjálpina.
Skýringu á því hvernig grísirnir
komust út hef ég aldrei fengið.
Fræðilega áttu þeir engin tök að hafa
á slíku án aðstoðar. Ég vissi ekki til
þess að nokkur fengi svo mikið sem
pata af þessum atburðum.
Hinsvegar heyrði ég löngu seinna,
að ýmsum hafi þótt viðvera mín í
fjósinu á þessum tíma, með ólíkind-
um. Einnig hafði það eitthvað komið
til tals í versluninni, að það væru nú
meiri ósköpin sem ég hefði um tíma
notað af sprittinu.
En slík var háttvísi Grindvíkinga
þeirra, er ég umgekkst, að aldrei var
minnst á þetta mál einu orði við mig.
Af grísunum er það að segja að
þeir urðu stórir og stæltir og þóttu
gott búsflag er þeir voru felldir.
Sjálfur endaði ég ársvistina án
annarra óhappa en að framan greinir.
Heima er bezt 377