Heima er bezt - 01.11.1995, Page 33
Ég sá slíka menn koma í stórhóp-
um og blandast þeim sem höfðu góð-
an og óeigingjarnan tilgang, þar til
þeir góðu höfðu allsstaðar orðið að
hopa og afbrotamennirnir gerst of-
beldis- og einræðisherrar yfir hinum
ógæfusömu innfæddu og það skeði í
nafni heilagrar kirkju Krists. Síðan
sá ég rannsóknarréttinn halda innreið
sína meðal þessa ógæfusama fólks,
sem síðasta hlekk í þeirri keðju
þrælkunar og undirokunar, sem náði
til alls landsins, þar til íbúum þess
hafði verið útrýmt að fullu. Allsstað-
ar sá ég þennan óslökkvandi þorsta
eftir gulli, sem spillti öllum, sem
fluttust til landsins. Nær allir voru
blindaðir af annarri fegurð en ljóma
gullsins, daufheyrðust við öllum öðr-
um hugsunum en þeim hvernig þeir
gætu auðgast sem mest.
A þessum tímum skelfinga og auð-
söfnunar reis þessi borg upp í undir-
heimum sem hliðstæða hennar á
jörðinni og þangað drógust einn á
fætur öðrum, þessara guðlausu íbúa
borgarinnar, því hið jarðneska líferni
býr vissulega hverjum manni og
konu verðskuldaðar vistarverur hin-
um megin.
Þannig höfðu allir þessir munkar,
prestar, virðulegar frúr, fjöldi her-
manna og kaupmanna, auk hinna ve-
sælu, innfæddu, hafnað í undirheim-
um, vegna lífernis og misgjörða í
jarðlífinu eða vegna ofstopa og hat-
urs, græðgi eftir gulli, biturra tilfinn-
inga óréttlætis og hefndarþorsta, sem
misgjörðirnar höfðu fætt.
Ég staðnæmdist við hurð á stórri
ferstrendri byggingu, með mjóa
glugga með rimlum fyrir, líkt og í
fangelsi. Þaðan heyrðust hróp og
köll.
Ég gekk inn, leiddur af dularfullri
rödd ósýnilega leiðsögumanns míns
og þar eð ég gekk á hljóðin var ég
brátt staddur í fangaklefa. Þar var
fjöldi anda fyrir, sem slógu hring um
mann, hlekkjaðan við vegginn með
járngjörð um mittið. Starandi augna-
ráð hans, úfið hár og slitin klæði,
bentu til þess að hann hafi dvalið þar
árum saman. Kinnfiskasogið andlit
og mergsognir fætur gáfu til kynna
að hann væri að niðurlotum kominn
vegna aflleysis.
Mér var þá ljóst, að hér var ekki
um dauða að ræða, enga lausn frá
þjáningu.
Nálægt honum stóð maður með
krosslagða arma og drjúpandi höfuð.
Tærðir andlitsdrættir hans og
grindhoraður líkami, stunginn mörg-
um benjum, gerðu hann enn aumkv-
unarverðari en þann hlekkjaða, þó
hann væri frjáls, en hinn hlekkjaður
við múrvegginn.
Kringum þá báða dönsuðu ýlfrandi
andar, sem allir voru smánarlegir,
ruddafengnir og villtir. sumir þeirra
voru indíánar, nokkrir Spánverjar og
einn eða tveir virtust enskir.
Öllum var þeim efst í huga það
sama, að kasta beittum hnífum að
manninum, en þeir virtust aldrei
hæfa hann. Þeir steittu hnefana fram-
an í hann, formæltu honum og
hæddu, og þó virtust þeir aldrei
snerta hann, þó hann stæði þarna
hlekkjaður við múrinn, án möguleika
til þess að komast undan þeim.
Hinn maðurinn stóð þarna hljóður
og gætti hans.
Þar sem ég stóð og virti fyrir mér
svið þetta, var mér skyndilega ljós
saga þessara tveggja manna. Ég sá
þann, sem nú var hlekkjaður við
múrinn, í fagurri höll og mér skildist
að hann hafi verið einn þeirra dóm-
ara, sem sendir voru frá Spáni og átti
að vera forseti við þann réttardóm,
sem aðeins hafði því hlutverki að
gegna að neyða út fjármuni frá inn-
fæddum og kúga alla þá, sem reyndu
að andmæla þeim ríku og voldugu.
Ég sá hinn manninn, sem hafði
verið kaupmaður og átti heima í
fögru einbýlishúsi með fagurri, já,
mjög fagurri konu og litlu barni
þeirra. Þessi kona hafði vakið athygli
dómarans, sem hafði fyllst syndugri
girnd til hennar og þar sem hún vís-
aði á bug áleitni hans, lét hann taka
fastan mann hennar, vegna grun-
semdar rannsóknarréttarins og hon-
um var varpað í fangelsi. Því næst
nam hann á brott vesalings konuna
og áreytti hana með þeim hætti að
hún dó og bam þeirra var kyrkt sam-
kvæmt skipun þessa grimma dómara.
Á meðan þessu fór fram var hinn
ógæfusami eiginmaður fangi og vissi
ekkert um örlög konu sinnar og
barns, en þeirra vegna var hann
hnepptur í fangelsi og þjáðist þar
mjög vegna fæðuskorts og hörmu-
legs aðbúnaðar og örvæntingar
vegna óvissunar, sem hann var í.
Loks var hann leiddur fyrir rann-
sóknarréttinn og ákærður þar fyrir
trúvillu og þátttöku í samsæri gegn
krúnunni. Þegar hann neitaði sekt
sinni var hann píndur til þess að við-
urkenna hana og gefa upp nöfn vina,
sem voru ákærðir fyrir að vera með-
sekir honum.
Þegar aumingja maðurinn truflaður
og gramur, hélt fast fram sakleysi
sínu, var hann sendur á ný í fangels-
ið þar sem kraftar hans þrutu og
hann dó, en hinn grimmi dómari
þorði ekki að veita honum frelsi, viss
um að ef hann gerði það myndi eig-
inmaðurinn gera borgarbúum ljóst
óréttlæti það, sem hann hafði verið
beittur, sömuleiðis um örlög konu
hans og barns, þegar þau yrðu hon-
um ljós.
Þannig lést þessi vesalings maður
en hann sameinaðist ekki konu sinni,
sem þegar hafði horfið til æðri sviða
ásamt saklausu barni þeirra. Hún var
svo góð og blíð, að hún hefði jafnvel
fyrirgefið morðingja sínum, því það
var hann, þó hann hafi ekki áformað
að drepa hana, en milli hennar og
eiginmannsins, sem hún unni einlæg-
lega, myndaðist múr vegna hefndar-
þorsta hans gegn manni þeim, sem
hafði eyðilagt líf þeirra beggja.
Þegar þessi aumingja eiginmaður,
sem hafði verið beittur svo miklu
ranglæti, dó, gat sál hans ekki yfir-
gefið jarðsviðið. Hún var knýtt því
vegna haturs hans til fjandmannsins
og óslökkvandi hefnarþorsta. Hann
hefði getað fyrirgefið misgjörðirnar
gegn honum sjálfum, en örlög konu
Heimaerbezt 389