Heima er bezt - 01.11.1995, Side 19
Garðhús 1995.
rétt að taka þessu kostaboði og að
áliðnum öðrum degi, var ég sestur í
áætlunarbíl Steindórs og að nokkrum
tíma liðnum leit ég Grindavík í
fyrsta sinn. Þar átti ég svo eftir að
vera meira og minna allt til 10. maí
1940, eða rétt tæp 4 ár.
Hvort ég hef verið eitthvað drýld-
inn með mig yfir þeirri framtíðarsýn
er við mér blasti, man ég nú ekki, en
hafi svo verið, hafa þau mannalæti
runnið af mér er til Garðhúsa kom.
Tilvonandi húsbændur mínir, þau
Ólafía Ásbjamardóttir, húsfrú og bú-
stýra að Garðhúsum og Einar Einars-
son, kaupmaður, útgerðarmaður og
fiskverkandi, með meiru, tóku mjög
vel og hlýlega á móti mér, en það
þóttist ég sjá að þeim, og þá sérstak-
lega Ólafíu, var allbrugðið er þau litu
þennan smávaxna og ummálsrýra
bústjóra sinn tilvonandi, og lái þeim
það hver sem vill.
Mér var boðið í eldhús og veittur
góður beini áður en minnst var á til-
vonandi starf mitt.
Að Garðhúsum var kona að nafni
Ingibjörg. Var hún nokkuð við aldur,
hafði, að því er ég best man, verið
barnakennari en var nú hætt öllum
slíkum störfum. Nú var hún formaður
kvenfélags Grindavíkur, en það mun
hafa verið ærinn starfi, því félagið
var mjög öflugt og átti m.a. eina sam-
komuhús staðarins, er var allstór og
mikil bygging á þeirra tíma vísu.
Þessi aldna heiðurskona hafði
aldrei gifst né orðið barna auðið og
einhverra hluta vegna hafði hún sest
að hér í Garðhúsum. Síðar meir
heyrði ég eitthvað um að hún hefði
gerst þar próventukona, en um sann-
leiksgildi þess veit ég ekki.
Strax og ég hafði matast hófust
umræður um framtíð mína og voru
það aðallega Ólafía og Ingibjörg,
sem í hana spáðu.
Fyrst spurði Ólafía mig um aldur
og hvort að ég hefði verið í sveit og
kynni þá jafnvel til vetrar- og sumar-
verka þar?
Ég sagði sem var að ég væri fædd-
ur 1921 og því 15 ára, hefði verið
tvo vetur og fjögur sumur í sveit og
unnið þar öll þau hefðbundnu störf
er ég, sökum ungs aldurs, hefði ráðið
við.
„Já, þú kannt náttúrlega að mjólka
kýr,“ segir frúin í spurnartón.
Hvort það var Þjórsá eða Dóná,
sem nú streymdi niður
minn mjóhrygg eftir
þessa spurningu, vissi
ég aldrei, en allavega
fannst mér það vera
mikið og kalt vatn er
þar rann.
Ég stamaði því út úr
mér að ég kynni ekki
að mjólka enda hefði
það alfarið verið
kvennaverk í minni
sveit og til þess að bæta
gráu ofan á svart, sagði
ég frá stóradómi dýra-
læknisins, er fram kem-
ur í frásögn minni um
mjólkurpóstinn og
Brúnka, í 4. tbl. HEB á
þessu ári, þar sem hann
tilkynnti mér að ég
myndi aldrei geta lært a
mjólka kýr.
„Kannt þú þá eitt-
hvað fyrir þér varðandi hirðingu
svína?“ spyr Ólafía.
Þessu svaraði ég sannleikanum
samkvæmt, að einu kynni mín af
þeim virðulega dýraflokki væru þau
að ég hefði einu sinni komið í svína-
stíu og séð þessar skepnur.
„Þegar ég ræddi við starfsmann
Vinnumiðlunarskrifstofunnar, lagði
ég rfka áherslu á að mig vantaði full-
orðinn mann, sem kynni til allra fjós-
verka, þar með taldar mjaltir, svo og
fóðrun og aðra umhirðu svína, en hér
sé ég nú að ekki hefur verið vand-
lega á mig hlustað þar á bæ,“ sagði
Ólafía.
Þegar hér var komið taldi ég að
allar mínar vonir um vinnu og veru-
stað hér, væru hrundar og að ég hefði
eiginlega verið narraður á þennan
stað og myndi að morgni labba nið-
urlútur á braut. Fram að þessu hafði
Ólafía nær eingöngu haft orðið en nú
kvaddi Ingibjörg sér hljóðs og segir:
„Hér áður fyrr kunni ég nú til
mjalta og annarra fjósverka og trúi
ekki að það sé gleymt. Um orð dýra-
læknisins hirði ég ekki, en tel að ég
geti kennt þessum pilti þá dýru list
sem mjaltir kúa eru.
Heima er bezt 375