Heima er bezt


Heima er bezt - 01.02.1999, Page 18

Heima er bezt - 01.02.1999, Page 18
Benjamín Magnús Sigurðsson: Þegar ég var hjá Guðjóni afa mínum að Kaldbak, var ég ungur að árum og því ekki til stórrœða fallinn. Hins vegar gat ég gert sitt af hverju sem hæfði aldri mínum og stærð. ar sem afi átti fé og færði frá, eins og þá var títt til sveita, kom það auðvitað í minn hlut að sýsla um kvía- ærnar á sumrin. Þessi störf höfðu það meðal annars í för með sér að oft var maður vakinn eldsnemma að morgni eða allt frá klukkan fimm eða þar um, til þess að smala ánum saman og koma þeim heim til mjalta á kvíabóli. Þessu starfi fýlgdi líka oft sárir fætur, sem staf- aði af hreinu skóleysi. Skór þessa Skráð af Ingvari Björnssyni Ég er eitt sinn að smala kindum saman í sérlega góðu veðri, upp á Kaldbakshorn. voru fyrst og fremst skinnskór úr steinbíts- eða grá- sleppuskrápi. Landið var þýft og grýtt og því entust slíkir skór stutt. Þegar sólar skónna voru nær að engu orðnir og maður staddur langt frá heimili sínu, var ekki um annað að gera en að rífa upp mosa og grastó, troða þessu í skóna, signa sig og biðja þessum aðgerðum langlífis. Á þessum tíma þótti það góð gjöf að fá nautsskinn í skó, að ég nú ekki tali um sjálfa hrygglengjuna, sem af framan nefndu var það sterkasta skóefni, sem maður þekkti. Einstaka sinnum gerðust ógleym- anlegir atburðir í fjárvörslunni, sem eru þess virði að segja frá, svo sem eftirfarandi frásögn sýnir: mel einum nærri Kaldbak eða neð- an við fjallið Strút, er stóð þama uppfrá. Kindurnar höfðu rölt upp í hlíðar Strúts og lölluðu fjárgötu, sem þarna var og lá upp að gili einu, er þar var skammt frá. Þetta var snemma sumars. Hér verð ég að setja snurðu á frá- sögn mína, sem er, eins og allar al- vöm frásagnir, ekki alveg snurðu- laus. Ég hafði lært vísuna gömlu, um viðureign Davíðs og Golíats fyrir langa löngu. Vísan er svona: Golíat vargeypihár, og gildur eftir vonum, en Davíð var að vexti smár, vann hann samt á honum. Þetta hafð Davíð gert með steini úr slöngubyssu sinni. Af þessari vísu var ég mjög hrifinn og dáði ég Dav- íð mikið fyrir dugnað sinn. Eitt sinn hafði ég séð mynd af svona byssu í blaði og varð það til þess að ég hafði náð því að búa til ágæta eftirlíkingu af henni. Skotin vom auðvitað steinvölur, sem eng- inn skortur var á. Svo vel hafði ég æft mig í steinvarpinu að það var nær undantekning að ég hitti ekki það sem á var miðað. Það dró ekki úr þessum leik mín- um, að Benjamín afi minn var ffæg skytta um Strandir og segja má að hann hafi að hálfu leyti lifað á byssu sinni. Hann skaut mikið til 58 Heimaerbezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.