Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.11.1957, Qupperneq 33

Æskan - 01.11.1957, Qupperneq 33
Jólablað Æskunnar 1957 þekktir voiu að ómennsku, og svo gamall karlræfill, út- lifaður og til einskis nýtur. En að duglegir, sterkir og myndarlegir rnenn gætu orðið svona — Níels hefði aldrei trúað því! Hann roðnaði af sneypu og ætlaði að læðast burt, en hávaði og hlátrasköll írá strákahópunum komu honum til að stanza. Smiðurinn hafði misst af sér húfuna og reyndi hvað eftir annað að ná henni, árangurslaust. Strákarnir spörk- uðu henni í ýmsar áttir, og hann slagaði á eftir, draf- andi og bölvandi. Að þeir skyldu þora þetta! Níels mundi, hvað þeir voru vanir að taka kurteislega ofan, þegar þeir mættu smiðnum á leið í skólann, og hvað þeir voru vanir að tala virðulega um krafta hans. Hvers vegna lumbraði hann ekki á þeim með járn- hnefunum sínum? Jú, nú reyndi hann það — strákarnir viku sér hlægjandi undan og héldu leiknum áfram. Full- orðnu mennirnir hlógu líka að vandræðum aumingja smiðsins. — Níels hafði dregið sig út úr hópnum, og stóð nú einn sér. Einn hinna ölvuðu manna kom auga á hann. „Nei, sjáið þið! Er það ekki Nýjabæjarstrákurinn, sem stendur þarna? Hvað gengur nú að þeirri ströngu hús- frú Önnu, að hún skuli leysa lilekkina af gullbarninu og lofa því að hreyfa sig? Það sér á, að hann er óvanur, vesalingurinn. Ójá, svona fer um þá, sem mömmurnar loka inni í búri! En úr því að þú ert nú hérna, þá komdu og fáðu þér í staupinu. Það hressir mann upp, skaltu vita!“ „Nei,“ sagði karlinn, sem hafði brennivínskútinn, og stakk tappanum í hann. „Anna er ágætiskona, og ég vil ekkert mein gera lienni. Það er vel skiljanlegt, að hún vilji vernda drenginn sinn fyrir því, sem varð föður lians að fjörtjóni." Níels hrökk saman. Hvað voru þeir að segja um pabba hans? Mamma hans hafði aðeins sagt honum, að hann liefði drukknað, en slíkt var ekki einsdæmi þar í skerja- garðinum. Hann leit á stóra, myndarlega smiðinn, sem nú var dottinn flatur og lá hálfsofandi á jörðinni. Hann drafaði skammir að strákunum, en þeir fleygðu í hann grasi og torfusneplum. „Ef til vill,“ hugsaði Níels og fékk sting í hjartað. „Ef til vill hefur pabbi minn einhvern tíma legið svona!" Hann þoldi ekki mátið lengur og tók á rás í áttina til skógarins. Úti við skógarjaðarinn lá við sjálft, að hann dytti um litla stúlku, sem lá þar á grúfu undir runna og hélt höndum fyrir andlitið. Hann gætti nánar að henni. Þetta var litla telpan smiðsins. Þá skildi hann líka, af hverju hún grét. „Farðu nú heim, Greta litla,“ sagði hann. „Það er fram- orðið, og mannna þín bíður sjálfsagt eftir þér.“ „Ónei,“ sagði telpan og lyfti höfðinu lítið eitt. „Það var hún, sem sendi mig hingað, til að .... til að gæta að pabba. ... Er hann soínaður?" spurði hún svo þver- móðskulega. „Það held ég,“ svaraði Níels. Gréta litla þaut upp. „Ég verð að láta mömmu vita það, svo hún komi. Sjáðu til, við erum vanar að aka honum heim á handvagninum okkar. Mamma dregur hann, en cg ýti á eftir.“ Hún brosti gegnuin tárin, og svo þaut hún burt. Níels gekk til sjávar, ýtti bátnum sínum á flot og reri heim, svo að freyddi um stefnið. Mamma hans sat inni og var að staga hversdags- treyjuna hans. Hún leit ekki upp, fyrr en hann var kominn inn á mitt gólf — og þá sá Níels dálítið, sem hann hafði aldrei séð fyrr: Mamma hans var að gráta. Hún þrýsti drengnum sínum að sér og strauk hvað eftir annað um höfuð honum. Jólasveinn Flugfélags íslands h.f. 169

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.